Ronaldo á skotskónum og VAR bjargaði Króötum Smári Jökull Jónsson skrifar 12. október 2024 21:05 Ronaldo skoraði í leiknum í kvöld. Vísir/Getty Cristiano Ronaldo var á meðal markaskorara í 3-1 sigri Portúgals gegn Póllandi. Þá voru Skotar grátlega nálægt því að taka með sér stig úr leiknum gegn Króatíu. Cristiano Ronaldo var í byrjunarliði Portúgal sem tók á móti Póllandi í Þjóðadeildinni í kvöld. Portúgal var búið að vinna báða leiki sína í riðlinum fram að leiknum í kvöld og þeir komust í forystu á 25. mínútu þegar Bernando Silva skoraði. Ronaldo bætti öðru marki við á 37. mínútu en þetta er mark númer þrjátíu og þrjú hjá honum á tímabilinu í leikjum með félags- og landsliði. Þá er hann búinn að skora samtals 906 mörk á ferlinum sem er magnað afrek. 🚨 CRISTIANO RONALDO HAS NOW SCORED 906 CAREER GOALS. pic.twitter.com/swrBFM1p9Z— TCR. (@TeamCRonaldo) October 12, 2024 Í síðari hálfleik minnkaði Piotr Zielenski muninn fyrir Pólverja á 78. mínútu en sjálfsmark Jan Bednarek tíu mínútum síðar innsiglaði sigurinn fyrir Portúgal. Grátlegur endir fyrir Skota Hinn leikur riðilsins var leikinn fyrr í dag. Þar mættust Króatar og Skotar í Zagreb og það voru Skotar sem náðu forystunni á 33. mínútu þegar Ryan Christie skoraði en Króatar sneru leiknum sér í vil með mörkum frá Igor Matanovic og Andrej Kramaric. Þegar komið var framyfir uppgefinn uppbótartíma tókst Che Adams síðan að jafna metin fyrir Skota sem fögnuðu ógarlega. Markið var hins vegar skoðað í VAR og þar sást að Adams var rangstæður í aðdraganda marksins og það því réttilega dæmt af. Gríðarlega svekkjandi fyrir Skota en leikurinn var flautaður af strax í kjölfarið. Portúgal er í efsta sæti riðilsins með níu stig eftir þrjá leiki og Króatar eru í öðru sæti þremur stigum á eftir. Pólland er í þriðja sæti með þrjú stig en Skotar án stiga á botni riðilsin. Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Cristiano Ronaldo var í byrjunarliði Portúgal sem tók á móti Póllandi í Þjóðadeildinni í kvöld. Portúgal var búið að vinna báða leiki sína í riðlinum fram að leiknum í kvöld og þeir komust í forystu á 25. mínútu þegar Bernando Silva skoraði. Ronaldo bætti öðru marki við á 37. mínútu en þetta er mark númer þrjátíu og þrjú hjá honum á tímabilinu í leikjum með félags- og landsliði. Þá er hann búinn að skora samtals 906 mörk á ferlinum sem er magnað afrek. 🚨 CRISTIANO RONALDO HAS NOW SCORED 906 CAREER GOALS. pic.twitter.com/swrBFM1p9Z— TCR. (@TeamCRonaldo) October 12, 2024 Í síðari hálfleik minnkaði Piotr Zielenski muninn fyrir Pólverja á 78. mínútu en sjálfsmark Jan Bednarek tíu mínútum síðar innsiglaði sigurinn fyrir Portúgal. Grátlegur endir fyrir Skota Hinn leikur riðilsins var leikinn fyrr í dag. Þar mættust Króatar og Skotar í Zagreb og það voru Skotar sem náðu forystunni á 33. mínútu þegar Ryan Christie skoraði en Króatar sneru leiknum sér í vil með mörkum frá Igor Matanovic og Andrej Kramaric. Þegar komið var framyfir uppgefinn uppbótartíma tókst Che Adams síðan að jafna metin fyrir Skota sem fögnuðu ógarlega. Markið var hins vegar skoðað í VAR og þar sást að Adams var rangstæður í aðdraganda marksins og það því réttilega dæmt af. Gríðarlega svekkjandi fyrir Skota en leikurinn var flautaður af strax í kjölfarið. Portúgal er í efsta sæti riðilsins með níu stig eftir þrjá leiki og Króatar eru í öðru sæti þremur stigum á eftir. Pólland er í þriðja sæti með þrjú stig en Skotar án stiga á botni riðilsin.
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira