„Þokkaleg sátt“ um ný skilyrði fyrir íshellaferðum Kjartan Kjartansson skrifar 16. október 2024 07:02 Íshellir í Breiðamerkurjökli. Þeir myndast við leysingu á sumrin og verða aðgengilegir þegar henni lýkur seint á haustin. Undanfarin ár hafa ýmis ferðaþjónustufyrirtæki gert út á sumarferðir í það sem þau kalla íshella en eru í raun svelgir eða vatnsrásir. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs segir þokkalega sátt ríkja hjá ferðaþjónustufyrirtækjum um ný skilyrði sem voru sett fyrir íshellaferðum eftir banaslys á Breiðamerkurjökli í sumar. Ferðir eru meðal annars háðar daglegu hættumati. Hert öryggisákvæði um jöklaferðir er að finna í skilmálum nýrra samninga Vatnajökulsþjóðgarðs við ferðaþjónustufyrirtæki sem standa fyrir íshellaferðum. Samningar fyrirtækjanna runnu út í lok september en nú er lokahönd lögð á framlengingu þeirra út nóvember. Hellaferðirnar voru stöðvaðar tímabundið eftir að bandarískur karlmaður lést í ferð með fyrirtækinu Ice Pic Journeys þegar ís hrundi ofan á hann í svelg á Breiðamerkurjökli í ágúst. Rannsókn stendur enn yfir á dauða hans. Þá hefur þjóðgarðurinn kært fyrirtækið Niflheima til lögreglu fyrir það sem hann telur ólöglegar framkvæmdir í jöklinum. Niflheimar héldu við svelgnum þar sem ferðamaðurinn lést. Umfangsmikil björgunaraðgerð stóð yfir í hátt í sólarhring eftir slysið í Breiðamerkurjökli. Ferðaþjónustufyrirtækið sem stóð fyrir ferðinni hafði ekki yfirsýn yfir hversu margir voru í ferðinni og því var óttast að annar maður leyndist undir ís. Leitinni var hætt daginn eftir slysið þegar ljóst varð að einskis var saknað.Vísir/Vilhelm Skuldbinda sig til þess að fara ekki ef hellir er talinn ótryggur að morgni Samkvæmt nýju skilmálunum þurfa fyrirtækin meðal annars að tilefna reyndan yfirleiðsögumann til þess að taka þátt í matshópi sem gerir daglegt stöðumat á hverjum íshelli og yfirhangandi ísmyndunum eins og ísveggjum og svelgjum. Sé niðurstaða hópsins að aðstæður á tilteknum stað séu ekki öruggar eru fyrirtækin skuldbundin til þess að fara ekki þangað þann dag samkvæmt samningsdrögum sem fyrirtækin fengu send á dögunum. Fyrirtækin afsala sér rétti til þess að gera fjárkröfur á hendur þjóðgarðinum vegna aðgangstakmarkana. Þá er kveðið á um stofnun fagráðs sem á að hafa yfirumsjón með framkvæmd daglegs stöðumats matshópa á íshellum. Auk ferðaþjónustufyrirtækjanna á fagráðið að vera skipað fulltrúum þjóðgarðsins sem Samtök ferðaþjónustunnar og Ferðamálafélag Austur-Skaftafellssýslu (FASK) tilnefna og Félags íslenskra fjallaleiðsögumanna. Tekið verður gjald af fyrirtækjunum á grundvelli fjölda viðskiptavina til þess að fjármagna fagráðið. Samningsdrögin gera einnig ráð fyrir að fyrirtækin lofi að gera ekkert sem geti rýrt orðspr og trúverðugleika Vatnajökulsþjóðgarðs. Ingibjörg Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs.Stjórnarráðið Móta fyrirkomulagið svo sátt ríki Ingibjörg Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, segir við Vísi að ýmsar athugasemdir hafi borist við skilmálana og nú sé unnið úr þeim. Mögulega verði einhverjar breytingar gerðar á þeim í kjölfarið. „Það voru engin stór atriði. Það virðist vera þokkaleg sátt með þetta fyrirkomulag sem er verið að móta, fagráð og þetta daglega stöðumat. Við höfum verið að þróa það með rekstraraðilunum,“ segir Ingibjörg. Upphaflega stóð til að framlengja fyrri samninga við rekstraraðila um mánuð á meðan nýja fyrirkomulagið væri slípað til. Ákveðið var að gera framlenginguna til tveggja mánaða til þess að veita lengri tíma til þess. Ingibjörg segir að þegar sé unnið eftir nýja fyrirkomulaginu og það virðist ganga vel. Eftir eigi þó að koma kerfinu formlega á. „Það er samráð og íshellarnir eru metnir á hverjum degi af rekstraraðilunum sjálfum. Það er svona verið að móta þetta þannig að allir séu sammála um hvernig þetta er gert,“ segir hún. Vatnajökulsþjóðgarður Slys á Breiðamerkurjökli Ferðamennska á Íslandi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Halda íshellaferðum áfram þrátt fyrir að fá ekki leyfi Ferðaþjónustufyrirtækið Niflheimar heldur áfram íshellaferðum þrátt fyrir að leyfi fyrirtækisins verði ekki endurnýjað og það hafi verið kært fyrir ólöglegar framkvæmdir í Breiðamerkurjökli. Eigandi Niflheima segir ferðirnar farnar undir leyfi annarra fyrirtækja. 11. október 2024 11:22 Kæra ferðaþjónustufyrirtæki fyrir framkvæmdir í íshellum Vatnajökulsþjóðgarður hefur kært ferðaþjónustufyrirtækið Niflheima til lögreglu fyrir framkvæmdir í íshellum í garðinum. Fyrirtækið hélt meðal annars við svelg í Breiðamerkurjökli þar sem erlendur ferðamaður lést í sumar. 10. október 2024 14:33 Umhugsunarefni hve margir ferðamenn fái ekki að snúa aftur heim Talsmaður Landsbjargar segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða til þess að gera ferðamönnum betur grein fyrir þeim hættum sem víða leynast á Íslandi. Það sé of algengt að ferðamenn komi hingað en fái ekki að snúa heim til að segja ferðasöguna. 25. september 2024 19:50 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira
Hert öryggisákvæði um jöklaferðir er að finna í skilmálum nýrra samninga Vatnajökulsþjóðgarðs við ferðaþjónustufyrirtæki sem standa fyrir íshellaferðum. Samningar fyrirtækjanna runnu út í lok september en nú er lokahönd lögð á framlengingu þeirra út nóvember. Hellaferðirnar voru stöðvaðar tímabundið eftir að bandarískur karlmaður lést í ferð með fyrirtækinu Ice Pic Journeys þegar ís hrundi ofan á hann í svelg á Breiðamerkurjökli í ágúst. Rannsókn stendur enn yfir á dauða hans. Þá hefur þjóðgarðurinn kært fyrirtækið Niflheima til lögreglu fyrir það sem hann telur ólöglegar framkvæmdir í jöklinum. Niflheimar héldu við svelgnum þar sem ferðamaðurinn lést. Umfangsmikil björgunaraðgerð stóð yfir í hátt í sólarhring eftir slysið í Breiðamerkurjökli. Ferðaþjónustufyrirtækið sem stóð fyrir ferðinni hafði ekki yfirsýn yfir hversu margir voru í ferðinni og því var óttast að annar maður leyndist undir ís. Leitinni var hætt daginn eftir slysið þegar ljóst varð að einskis var saknað.Vísir/Vilhelm Skuldbinda sig til þess að fara ekki ef hellir er talinn ótryggur að morgni Samkvæmt nýju skilmálunum þurfa fyrirtækin meðal annars að tilefna reyndan yfirleiðsögumann til þess að taka þátt í matshópi sem gerir daglegt stöðumat á hverjum íshelli og yfirhangandi ísmyndunum eins og ísveggjum og svelgjum. Sé niðurstaða hópsins að aðstæður á tilteknum stað séu ekki öruggar eru fyrirtækin skuldbundin til þess að fara ekki þangað þann dag samkvæmt samningsdrögum sem fyrirtækin fengu send á dögunum. Fyrirtækin afsala sér rétti til þess að gera fjárkröfur á hendur þjóðgarðinum vegna aðgangstakmarkana. Þá er kveðið á um stofnun fagráðs sem á að hafa yfirumsjón með framkvæmd daglegs stöðumats matshópa á íshellum. Auk ferðaþjónustufyrirtækjanna á fagráðið að vera skipað fulltrúum þjóðgarðsins sem Samtök ferðaþjónustunnar og Ferðamálafélag Austur-Skaftafellssýslu (FASK) tilnefna og Félags íslenskra fjallaleiðsögumanna. Tekið verður gjald af fyrirtækjunum á grundvelli fjölda viðskiptavina til þess að fjármagna fagráðið. Samningsdrögin gera einnig ráð fyrir að fyrirtækin lofi að gera ekkert sem geti rýrt orðspr og trúverðugleika Vatnajökulsþjóðgarðs. Ingibjörg Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs.Stjórnarráðið Móta fyrirkomulagið svo sátt ríki Ingibjörg Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, segir við Vísi að ýmsar athugasemdir hafi borist við skilmálana og nú sé unnið úr þeim. Mögulega verði einhverjar breytingar gerðar á þeim í kjölfarið. „Það voru engin stór atriði. Það virðist vera þokkaleg sátt með þetta fyrirkomulag sem er verið að móta, fagráð og þetta daglega stöðumat. Við höfum verið að þróa það með rekstraraðilunum,“ segir Ingibjörg. Upphaflega stóð til að framlengja fyrri samninga við rekstraraðila um mánuð á meðan nýja fyrirkomulagið væri slípað til. Ákveðið var að gera framlenginguna til tveggja mánaða til þess að veita lengri tíma til þess. Ingibjörg segir að þegar sé unnið eftir nýja fyrirkomulaginu og það virðist ganga vel. Eftir eigi þó að koma kerfinu formlega á. „Það er samráð og íshellarnir eru metnir á hverjum degi af rekstraraðilunum sjálfum. Það er svona verið að móta þetta þannig að allir séu sammála um hvernig þetta er gert,“ segir hún.
Vatnajökulsþjóðgarður Slys á Breiðamerkurjökli Ferðamennska á Íslandi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Halda íshellaferðum áfram þrátt fyrir að fá ekki leyfi Ferðaþjónustufyrirtækið Niflheimar heldur áfram íshellaferðum þrátt fyrir að leyfi fyrirtækisins verði ekki endurnýjað og það hafi verið kært fyrir ólöglegar framkvæmdir í Breiðamerkurjökli. Eigandi Niflheima segir ferðirnar farnar undir leyfi annarra fyrirtækja. 11. október 2024 11:22 Kæra ferðaþjónustufyrirtæki fyrir framkvæmdir í íshellum Vatnajökulsþjóðgarður hefur kært ferðaþjónustufyrirtækið Niflheima til lögreglu fyrir framkvæmdir í íshellum í garðinum. Fyrirtækið hélt meðal annars við svelg í Breiðamerkurjökli þar sem erlendur ferðamaður lést í sumar. 10. október 2024 14:33 Umhugsunarefni hve margir ferðamenn fái ekki að snúa aftur heim Talsmaður Landsbjargar segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða til þess að gera ferðamönnum betur grein fyrir þeim hættum sem víða leynast á Íslandi. Það sé of algengt að ferðamenn komi hingað en fái ekki að snúa heim til að segja ferðasöguna. 25. september 2024 19:50 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira
Halda íshellaferðum áfram þrátt fyrir að fá ekki leyfi Ferðaþjónustufyrirtækið Niflheimar heldur áfram íshellaferðum þrátt fyrir að leyfi fyrirtækisins verði ekki endurnýjað og það hafi verið kært fyrir ólöglegar framkvæmdir í Breiðamerkurjökli. Eigandi Niflheima segir ferðirnar farnar undir leyfi annarra fyrirtækja. 11. október 2024 11:22
Kæra ferðaþjónustufyrirtæki fyrir framkvæmdir í íshellum Vatnajökulsþjóðgarður hefur kært ferðaþjónustufyrirtækið Niflheima til lögreglu fyrir framkvæmdir í íshellum í garðinum. Fyrirtækið hélt meðal annars við svelg í Breiðamerkurjökli þar sem erlendur ferðamaður lést í sumar. 10. október 2024 14:33
Umhugsunarefni hve margir ferðamenn fái ekki að snúa aftur heim Talsmaður Landsbjargar segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða til þess að gera ferðamönnum betur grein fyrir þeim hættum sem víða leynast á Íslandi. Það sé of algengt að ferðamenn komi hingað en fái ekki að snúa heim til að segja ferðasöguna. 25. september 2024 19:50