Vilja prófa að leyfa áfengi á kvennaleikjum í Englandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2024 07:31 Tveir stuðningsmenn kvennaliðs Arsenal. Nú á að prófa að leyfa áfengi á kvennaleikjum í enska boltanum. Getty/ Tvö félög úr enska kvennafótboltanum fá að prófa það að leyfa fólki að drekka áfengi á sama tíma og það horfir á fótboltaleiki úr áhorfendastúkunni. Breska ríkisútvarpið segir frá þessu tilraunaverkefni og hefur þetta eftir Nikki Doucet sem er framkvæmdastjóri WPLL, samtaka um tvær efstu deildir enska kvennafótboltans. Eins og flestir þekkja vel sem hafa farið á leiki í enska boltanum þá má ekki fara með bjórinn eða drykkinn sinn inn í stúku. Það verður að klára hann áður þú ferð aftur í sætið þitt. Bannað frá árinu 1985 Svona hafa reglurnar verið í enska boltanum frá árinu 1985 en þær voru settar á sínum tíma til að minnka hættuna á ólátum áhorfenda. Á þeim tíma voru breskir ólátabelgir, svokallaðir hooligans, mikið vandamál í enskum fótbolta. Árið 1985 létust 39 stuðningsmenn Juventus á úrslitaleik Evrópukeppninnar á móti Liverpool í Brussel og ensk félög voru sett í Evrópubann í fimm ár. Áfengisbannið inn á leikvöngunum var sett í framhaldinu. Clubs in the top two divisions of women’s football want to allow fans to drink beer at their seats while watching matchesRead the full story ⬇️https://t.co/5PZYadKsv6— Times Sport (@TimesSport) October 17, 2024 Enski kvennafótboltinn er alltaf að verða vinsælli og vinsælli og með meiri áhuga kemur krafa um betri og meiri upplifun fyrir áhorfendur. Kúltúrinn í kvennaboltanum þykir vera allt annar en hjá körlunum. Áhorfendum þar virðist vera treyst betur fyrir að drekka áfengi í stúkunni en þeir sem mæta á karlaboltann. Framkoman allt önnur „Framkoma okkar stuðningsmanna er allt önnur en þeirra sem mæta á karlaleikina. Þetta snýst um að gefa okkar aðdáendum meiri möguleika á sama tíma og við treystum þeim til að sýna ábyrgð,“ sagði Nikki Doucet. Hún vildi þó ekki gefa upp hvaða félög það eru sem fá að prófa þetta fyrst. „Við ætlum að prófa þetta í nokkrum leikjum í ensku b-deildinni og svo sjáum við til hvað við lærum af því,“ sagði Doucet. View this post on Instagram A post shared by VERSUS (@versus) Enski boltinn Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Salah jafnaði met Rooneys Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Sjá meira
Breska ríkisútvarpið segir frá þessu tilraunaverkefni og hefur þetta eftir Nikki Doucet sem er framkvæmdastjóri WPLL, samtaka um tvær efstu deildir enska kvennafótboltans. Eins og flestir þekkja vel sem hafa farið á leiki í enska boltanum þá má ekki fara með bjórinn eða drykkinn sinn inn í stúku. Það verður að klára hann áður þú ferð aftur í sætið þitt. Bannað frá árinu 1985 Svona hafa reglurnar verið í enska boltanum frá árinu 1985 en þær voru settar á sínum tíma til að minnka hættuna á ólátum áhorfenda. Á þeim tíma voru breskir ólátabelgir, svokallaðir hooligans, mikið vandamál í enskum fótbolta. Árið 1985 létust 39 stuðningsmenn Juventus á úrslitaleik Evrópukeppninnar á móti Liverpool í Brussel og ensk félög voru sett í Evrópubann í fimm ár. Áfengisbannið inn á leikvöngunum var sett í framhaldinu. Clubs in the top two divisions of women’s football want to allow fans to drink beer at their seats while watching matchesRead the full story ⬇️https://t.co/5PZYadKsv6— Times Sport (@TimesSport) October 17, 2024 Enski kvennafótboltinn er alltaf að verða vinsælli og vinsælli og með meiri áhuga kemur krafa um betri og meiri upplifun fyrir áhorfendur. Kúltúrinn í kvennaboltanum þykir vera allt annar en hjá körlunum. Áhorfendum þar virðist vera treyst betur fyrir að drekka áfengi í stúkunni en þeir sem mæta á karlaboltann. Framkoman allt önnur „Framkoma okkar stuðningsmanna er allt önnur en þeirra sem mæta á karlaleikina. Þetta snýst um að gefa okkar aðdáendum meiri möguleika á sama tíma og við treystum þeim til að sýna ábyrgð,“ sagði Nikki Doucet. Hún vildi þó ekki gefa upp hvaða félög það eru sem fá að prófa þetta fyrst. „Við ætlum að prófa þetta í nokkrum leikjum í ensku b-deildinni og svo sjáum við til hvað við lærum af því,“ sagði Doucet. View this post on Instagram A post shared by VERSUS (@versus)
Enski boltinn Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Salah jafnaði met Rooneys Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Sjá meira