Lýsir stjórnlausum rasisma: „Hvort verður það líkamlegt ofbeldi eða svívirðingar?“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. október 2024 20:18 Navid hóf störf sem leigubílstjóri fyrir um þremur árum siðan og fannst hann þá njóta virðingar í samfélaginu. Hann segir breytingu hafa orðið þar á fyrir nokkrum mánuðum og nú séu svívirðingar og rasismi sem daglegt brauð. Aðsend/Samsett Leigubílstjóri, sem er innflytjandi frá Afganistan, varð fyrir fólskulegri árás í starfi í mánuðinum. Hann segist merkja skarpa breytingu í samfélaginu, nú sé rasisminn nær stjórnlaus og hann hræddur og kvíðinn fyrir hverja vakt. Navid Nouri er af afgönskum ættum en hann fæddist með stöðu flóttamanns í Íran. Hann lýsir æsku sinni í Íran sem afar átakanlegri en fyrir þrettán árum flúði hann til Íslands og hér hefur hann náð að búa sér gott líf með Nönnu Hlín, eiginkonu sinni, og sonum þeirra tveimur. Hann hóf störf sem leigubílstjóri fyrir þremur árum og fannst hann þá njóta virðingar í samfélaginu. Navid tilheyrir tólf manna vinhópi sem allir eru leigubílstjórar og flestir af erlendum uppruna. Þeir merkja skarpa breytingu á viðmóti í sinn garð og segja rasisma hafa náð yfirhöndinni. „Við erum hræddir. Þegar við mætum til vinnu vitum við ekki hvað muni gerast, hvort verður það líkamlegt ofbeldi eða svívirðingar. Það gerist að minnsta kosti fjórum sinnum eða fimm sinnum á kvöldi um helgar.“ Navid keyrði til dæmis tvær konur fyrir nokkrum mánuðum. Hann fann samstundis breytt viðmót þegar hann sagði annarri þeirra hverrar þjóðar hann væri. „Hún sagði strax: Hvern andskotann ertu að gera hérna, helvítis hryðjuverkamaðurinn þinn? Rétt si-svona. Svona lagað gerist oft núna.“ Hann biðlar til fólks að láta sig það varða verði það vitni að ofbeldi og rasisma. Kollegi hans lenti í ömurlegri lífsreynslu eftir að farþegi komst að því að hann væri frá miðausturlöndum. „Á leiðinni tók þessi maður upp hníf og potaði í hann aftan frá og sagði: heyrðu ég er Íslendingur, ég er víkingur. Við viljum ekki hafa þig hérna.“ Navid varð fyrir þungu áfalli í byrjun október þegar farþegi réðist á hann þegar hann bað um greiðslu fyrir akstrinum. Farþeginn brást ókvæða við, rauk út og sparkaði í bílinn. „Og svo rak hann höfuðið inn í bílinn og hrækti á mig. Ég fór út og spurði af hverju hann hefði hrækt á mig og hann kýldi mig samstundis í nefið svo mér blæddi. Ég skil þetta ekki. Ég er bara að vinna. Ég á fjölskyldu hérna og ég á fjölskyldu í Afganistan sem ég verð að styðja. Þetta er ekki auðvelt fyrir mig.“ Navid sagðist hafa átt erfitt með að segja syni sínum hvað hefði komið fyrir. Hann óttaðist hvaða áhrif það hefði á hann að heyra að hann hefði verið kýldur fyrir að vera ekki talinn Íslendingur. „Þegar sonur minn spyr hvað hafi komið fyrir, hvað á ég að segja honum? Hvernig get ég útskýrt þetta fyrir honum?“ Hvernig hefur líf þitt verið eftir árásina? „Ég mætti ekki í vinnuna í þrjá daga. Ég var hræddur. En að lokum varð ég að fara í vinnuna en í hvert skipti sem ég fer í vinnuna er ég hræddur. Hvað mun gerast í kvöld?“ Kynþáttafordómar Lögreglumál Innflytjendamál Leigubílar Tengdar fréttir Stjórnlaus rasismi og spenna í Kraganum Leigubílstjóri, innflytjandi frá Afganistan, varð fyrir árás í starfi í mánuðinum. Hann segist merkja skarpa breytingu, nú sé rasisminn nær stjórnlaus og hann er hræddur fyrir hverja vakt. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 19. október 2024 18:09 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Navid Nouri er af afgönskum ættum en hann fæddist með stöðu flóttamanns í Íran. Hann lýsir æsku sinni í Íran sem afar átakanlegri en fyrir þrettán árum flúði hann til Íslands og hér hefur hann náð að búa sér gott líf með Nönnu Hlín, eiginkonu sinni, og sonum þeirra tveimur. Hann hóf störf sem leigubílstjóri fyrir þremur árum og fannst hann þá njóta virðingar í samfélaginu. Navid tilheyrir tólf manna vinhópi sem allir eru leigubílstjórar og flestir af erlendum uppruna. Þeir merkja skarpa breytingu á viðmóti í sinn garð og segja rasisma hafa náð yfirhöndinni. „Við erum hræddir. Þegar við mætum til vinnu vitum við ekki hvað muni gerast, hvort verður það líkamlegt ofbeldi eða svívirðingar. Það gerist að minnsta kosti fjórum sinnum eða fimm sinnum á kvöldi um helgar.“ Navid keyrði til dæmis tvær konur fyrir nokkrum mánuðum. Hann fann samstundis breytt viðmót þegar hann sagði annarri þeirra hverrar þjóðar hann væri. „Hún sagði strax: Hvern andskotann ertu að gera hérna, helvítis hryðjuverkamaðurinn þinn? Rétt si-svona. Svona lagað gerist oft núna.“ Hann biðlar til fólks að láta sig það varða verði það vitni að ofbeldi og rasisma. Kollegi hans lenti í ömurlegri lífsreynslu eftir að farþegi komst að því að hann væri frá miðausturlöndum. „Á leiðinni tók þessi maður upp hníf og potaði í hann aftan frá og sagði: heyrðu ég er Íslendingur, ég er víkingur. Við viljum ekki hafa þig hérna.“ Navid varð fyrir þungu áfalli í byrjun október þegar farþegi réðist á hann þegar hann bað um greiðslu fyrir akstrinum. Farþeginn brást ókvæða við, rauk út og sparkaði í bílinn. „Og svo rak hann höfuðið inn í bílinn og hrækti á mig. Ég fór út og spurði af hverju hann hefði hrækt á mig og hann kýldi mig samstundis í nefið svo mér blæddi. Ég skil þetta ekki. Ég er bara að vinna. Ég á fjölskyldu hérna og ég á fjölskyldu í Afganistan sem ég verð að styðja. Þetta er ekki auðvelt fyrir mig.“ Navid sagðist hafa átt erfitt með að segja syni sínum hvað hefði komið fyrir. Hann óttaðist hvaða áhrif það hefði á hann að heyra að hann hefði verið kýldur fyrir að vera ekki talinn Íslendingur. „Þegar sonur minn spyr hvað hafi komið fyrir, hvað á ég að segja honum? Hvernig get ég útskýrt þetta fyrir honum?“ Hvernig hefur líf þitt verið eftir árásina? „Ég mætti ekki í vinnuna í þrjá daga. Ég var hræddur. En að lokum varð ég að fara í vinnuna en í hvert skipti sem ég fer í vinnuna er ég hræddur. Hvað mun gerast í kvöld?“
Kynþáttafordómar Lögreglumál Innflytjendamál Leigubílar Tengdar fréttir Stjórnlaus rasismi og spenna í Kraganum Leigubílstjóri, innflytjandi frá Afganistan, varð fyrir árás í starfi í mánuðinum. Hann segist merkja skarpa breytingu, nú sé rasisminn nær stjórnlaus og hann er hræddur fyrir hverja vakt. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 19. október 2024 18:09 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Stjórnlaus rasismi og spenna í Kraganum Leigubílstjóri, innflytjandi frá Afganistan, varð fyrir árás í starfi í mánuðinum. Hann segist merkja skarpa breytingu, nú sé rasisminn nær stjórnlaus og hann er hræddur fyrir hverja vakt. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 19. október 2024 18:09