Engin slys urðu á fólki en ökumaðurinn var handtekinn.
Þá var annar ökumaður stöðvaður sem reyndist aldrei hafa öðlast ökuréttindi og var sá sektaður.
Lögregla var kölluð til vegna líkamsárásar í póstnúmerinu 109. Meiðsl reyndust minniháttar en þolandi hugðist leita á bráðamóttöku. Gerandinn er óþekktur.
Þá bárust þrjár tilkynningar um þjófnað í verslun, ein í Kópavogi og tvær í Hafnarfirði.
Einn var handtekinn í annarlegu ástandi í miðborginni eftir minniháttar eignaspjöll.
Þrír gista fangaklefa lögreglu í morgunsárið.