Stamaði svo mikið að hann varð að fara í talþjálfun í fimm ár Stefán Árni Pálsson skrifar 23. október 2024 10:31 Stýrivaxtahækkanir Ásgeir hafa sannarlega verið á milli tannanna á fólki undanfarna mánuði. Nú síðast lækkaði hann vexti um 0,25 punkta. Seðlabankastjórinn Ásgeir Jónsson bjóst við að verða bóndi, átti erfitt með lestur í æsku en kláraði á endanum doktorspróf. Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til seðlabankastjóra í Íslandi í dag í vikunni en hann býst við frekari vaxtalækkun á komandi mánuðum. Ásgeir segist vakna alla morgna klukkan hálf sjö eða sjö til að fara út að hlaupa með hundinn. Hann býr á fallegu heimili sínu í Reykjavík ásamt eiginkonu sinni Helgu Viðarsdóttur og sonum sínum tveimur. „Ég á eina stelpu sem er orðin þrítug og vinnur á Landspítala en ég var 21 árs þegar ég átti fyrsta barnið. Helga á síðan tvö börn, son sem er 27 ára sem er að læra efnafræði í London og 22 ára stúlku sem býr í Kaupmannahöfn,“ segir Ásgeir sem er nokkuð íhaldssamur maður, samkvæmur sjálfum sér og lætur álit annarra ekki hafa áhrif á sig. En gagnrýni hefur hann svo sannarlega fengið og ekki bara hvað vexti varðar heldur einnig fyrir það hvernig hann talar. Kemur upp í álagi „Ég náttúrulega stamaði og stamaði mjög illa þegar ég var krakki og áttu bara mjög erfitt með að tala og þetta háði mér. Þegar ég fór í doktorsnám til Bandaríkjanna þá fór ég í talþjálfun í einhver fimm ár sem hjálpaði mér mjög mikið en síðan hefur þetta aðeins minnkað með aldrinum. Maður lærir ákveðna tækni hvernig maður á að bregðast við en þetta kemur alveg í dag, þegar ég er þreyttur eða undir álagi.“ Hann segir að þeir sem stami séu mikið til með þetta á heilanum og hræddir við að stama fyrir framan annað kvöld. „Það vindur síðan upp á sig og fólk fer þá að forðast að vera í aðstæðum ef það skildi stama. Ég tók þá ákvörðun á sínum tíma að láta þetta ekki stoppa mig. Að leyfa fólki bara að heyra að ég stamaði. Þegar þú gerir það og tekst á við þinn mesta ótta þá vinnur þú bug á því.“ Ásgeir segir að sú gagnrýni sem taki mest á hann þegar fólk vænir hann um að vera ekki heiðarlegur. „Að ég sé að vinna gegn betri vitund og það finnst mér verulega ósanngjarnt,“ segir Ásgeir sem lækkaði stýrivexti á dögunum um 0,25 punkta. „Við töldum svo að verðbólgan væri þá á leiðinni niður og erum að gera ráð fyrir því að hún haldi áfram að lækka og við erum aðeins að sjá hvernig þetta lækkunarferli fer og sjá hvort við séum ekki að vinna okkur í haginn.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Seðlabankinn Ástin og lífið Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Bitin Bachelor stjarna Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Sjá meira
Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til seðlabankastjóra í Íslandi í dag í vikunni en hann býst við frekari vaxtalækkun á komandi mánuðum. Ásgeir segist vakna alla morgna klukkan hálf sjö eða sjö til að fara út að hlaupa með hundinn. Hann býr á fallegu heimili sínu í Reykjavík ásamt eiginkonu sinni Helgu Viðarsdóttur og sonum sínum tveimur. „Ég á eina stelpu sem er orðin þrítug og vinnur á Landspítala en ég var 21 árs þegar ég átti fyrsta barnið. Helga á síðan tvö börn, son sem er 27 ára sem er að læra efnafræði í London og 22 ára stúlku sem býr í Kaupmannahöfn,“ segir Ásgeir sem er nokkuð íhaldssamur maður, samkvæmur sjálfum sér og lætur álit annarra ekki hafa áhrif á sig. En gagnrýni hefur hann svo sannarlega fengið og ekki bara hvað vexti varðar heldur einnig fyrir það hvernig hann talar. Kemur upp í álagi „Ég náttúrulega stamaði og stamaði mjög illa þegar ég var krakki og áttu bara mjög erfitt með að tala og þetta háði mér. Þegar ég fór í doktorsnám til Bandaríkjanna þá fór ég í talþjálfun í einhver fimm ár sem hjálpaði mér mjög mikið en síðan hefur þetta aðeins minnkað með aldrinum. Maður lærir ákveðna tækni hvernig maður á að bregðast við en þetta kemur alveg í dag, þegar ég er þreyttur eða undir álagi.“ Hann segir að þeir sem stami séu mikið til með þetta á heilanum og hræddir við að stama fyrir framan annað kvöld. „Það vindur síðan upp á sig og fólk fer þá að forðast að vera í aðstæðum ef það skildi stama. Ég tók þá ákvörðun á sínum tíma að láta þetta ekki stoppa mig. Að leyfa fólki bara að heyra að ég stamaði. Þegar þú gerir það og tekst á við þinn mesta ótta þá vinnur þú bug á því.“ Ásgeir segir að sú gagnrýni sem taki mest á hann þegar fólk vænir hann um að vera ekki heiðarlegur. „Að ég sé að vinna gegn betri vitund og það finnst mér verulega ósanngjarnt,“ segir Ásgeir sem lækkaði stýrivexti á dögunum um 0,25 punkta. „Við töldum svo að verðbólgan væri þá á leiðinni niður og erum að gera ráð fyrir því að hún haldi áfram að lækka og við erum aðeins að sjá hvernig þetta lækkunarferli fer og sjá hvort við séum ekki að vinna okkur í haginn.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Seðlabankinn Ástin og lífið Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Bitin Bachelor stjarna Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Sjá meira