Aldrei fleiri manndráp á einu ári: „Þetta er uggvænleg þróun“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. október 2024 20:32 Helgi Gunnlaugsson er prófessor í afbrotafræði við HÍ. Vísir/Arnar Maður sem sætir gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát móður sinnar hefur áður hlotið dóm fyrir ofbeldi gegn foreldrum sínum. Aldrei hafa fleiri manndrápsmál komið upp á einu ári. Afbrotafræðingur segir þróunina uggvænlega og tilefni til að styðja betur við fólk sem stendur höllum fæti í samfélaginu. Karlmaður á fertugsaldri sem er í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn á andláti móður hans sem fannst látin í íbúð í Breiðholti í vikunni hlaut dóm fyrir tveimur árum vegna ofbeldis í garð móðurinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu losnaði hann úr fangelsi í haust að lokinni afplánun. Þá hefur komið fram að árið 2006 hafi maðurinn stungið föður sinn í bakið, en verið sýknaður vegna ósakhæfis. Andlát konunnar sem er á sjötugsaldri er áttunda manndrápsmálið á þessu ári. „Ef við skoðum tímabilið frá 2000 til 2020 þá erum við með svona rúmlega tvö, tvö og hálft manndráp á ári að jafnaði. En ef við skoðum aðeins tímann frá 2020 til 2024 þá erum við með svona allt að því eða tæplega fjögur manndráp á ári að jafnaði. Svo ef við skoðum aðeins þetta ár sem er ekki einu sinni liðið að þá erum við með átta manndráp í ár og við höfum ekki séð álíka fjölda hjá okkur af málum af þessu tagi bara frá upphafi,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands. Harðari refsingar ekki lausnin Eðli málanna hafi þó ekki mikið breyst á tímabilinu. Gerendur og fórnarlömb séu langoftast karlmenn og gjarnan tengsl þeirra á milli. Þá eigi gerendur það gjarnan sameiginlegt að glíma við einhvers konar erfiðleika í eigin lífi eða standa höllum fæti. Af þeim málum sem upp hafa komið í ár eru þó konur og stúlkur fórnarlömb í meirihluta, og alls þrjú börn. Sveiflur geta þó verið milli ára hvað þetta varðar. „Það er einungis fjöldinn og að mörgu leiti þessi uggvænlega þróun sem við höfum séð allra síðustu ár sem stingur í augun,“ segir Helgi. Hann telur þróunina ekki endilega kalla á endurskoðun refsiramma. „Það er ekki það sem menn eru að hugsa á verknaðarstundu, hvort refsingin er eitt ár, þrjú ár eða fimm ár. Ég held að við þurfum að leita eftir breiðari úrræðum til að takast á við þennan vanda varðandi að draga úr tíðninni, að líta dálítið á þennan hóp sem að einhverju leyti stendur höllum fæti í okkar samfélagi,“ segir Helgi. Lögreglumál Félagsmál Geðheilbrigði Grunaður um að hafa banað móður sinni Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri sem er í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn á andláti móður hans sem fannst látin í íbúð í Breiðholti í vikunni hlaut dóm fyrir tveimur árum vegna ofbeldis í garð móðurinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu losnaði hann úr fangelsi í haust að lokinni afplánun. Þá hefur komið fram að árið 2006 hafi maðurinn stungið föður sinn í bakið, en verið sýknaður vegna ósakhæfis. Andlát konunnar sem er á sjötugsaldri er áttunda manndrápsmálið á þessu ári. „Ef við skoðum tímabilið frá 2000 til 2020 þá erum við með svona rúmlega tvö, tvö og hálft manndráp á ári að jafnaði. En ef við skoðum aðeins tímann frá 2020 til 2024 þá erum við með svona allt að því eða tæplega fjögur manndráp á ári að jafnaði. Svo ef við skoðum aðeins þetta ár sem er ekki einu sinni liðið að þá erum við með átta manndráp í ár og við höfum ekki séð álíka fjölda hjá okkur af málum af þessu tagi bara frá upphafi,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands. Harðari refsingar ekki lausnin Eðli málanna hafi þó ekki mikið breyst á tímabilinu. Gerendur og fórnarlömb séu langoftast karlmenn og gjarnan tengsl þeirra á milli. Þá eigi gerendur það gjarnan sameiginlegt að glíma við einhvers konar erfiðleika í eigin lífi eða standa höllum fæti. Af þeim málum sem upp hafa komið í ár eru þó konur og stúlkur fórnarlömb í meirihluta, og alls þrjú börn. Sveiflur geta þó verið milli ára hvað þetta varðar. „Það er einungis fjöldinn og að mörgu leiti þessi uggvænlega þróun sem við höfum séð allra síðustu ár sem stingur í augun,“ segir Helgi. Hann telur þróunina ekki endilega kalla á endurskoðun refsiramma. „Það er ekki það sem menn eru að hugsa á verknaðarstundu, hvort refsingin er eitt ár, þrjú ár eða fimm ár. Ég held að við þurfum að leita eftir breiðari úrræðum til að takast á við þennan vanda varðandi að draga úr tíðninni, að líta dálítið á þennan hóp sem að einhverju leyti stendur höllum fæti í okkar samfélagi,“ segir Helgi.
Lögreglumál Félagsmál Geðheilbrigði Grunaður um að hafa banað móður sinni Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira