„Þetta er lífið! Tveir mánuðir í bestu búbblu lífs míns,“ segir Edda á Instagram sem fagnar tímamótunum með myndaveislu.
Edda og Kristján kynntust þegar Edda flutti til Íslands frá Kaupmannahöfn í júlí 2020 og urðu þau þá strax ástfangin. Edda var á þeim tímapunkti nýkomin úr öðru sambandi og sagði hún því tímann ekki hafa verið réttan. Parið opinberaði samband sitt vorið 2021.