Alma leiðir Samfylkinguna í Kraganum Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2024 12:47 Alma Möller, landlæknir og oddviti Samfylkingarinnar í Kraganum. Vísir/einar Alma Möller, landlæknir, mun leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi er í öðru sæti og Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður, í því þriðja. Listinn var samþykktur á fundi kjördæmaráðs í hádeginu í dag. Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði er í heiðurssæti listans. Í tilkynningu frá Samfylkingunni segir Alma að flokkurinn fari vel skipulagður og sameinaður inn í kosningabaráttuna. „Ég þakka félögum mínum í flokknum fyrir traustið sem mér er sýnt og einnig hlýjar móttökur hér í kjördæminu. Það var virkilega góður andi á fundinum í Hafnarfirði í dag og kosningabaráttan hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi er svo sannarlega hafin. Við förum vel skipulögð og sameinuð inn í kosningabaráttuna, auk þess sem við erum vel nestuð í gegnum útspil flokksins sem unnin voru í gegnum málefnavinnu um land allt, m.a. í samvinnu við almenning og fagfólk Það er ákall um breytingar í íslenskum stjórnmálum, Samfylkingin er hið pólitíska afl sem getur brugðist við því ákalli og það hyggjumst við gera. Það er þörf á úrbótum hvert sem á er litið og hvort sem um ræðir efnahagsmál, húsnæðismál eða samgöngumál. Heilbrigðismálin eru svo, eins og gefur að skilja, mitt hjartans mál og þar er einnig svigrúm til að gera betur. Ég hlakka til kosningabaráttunnar sem er fram undan, það er mikill meðbyr með Samfylkingunni og nú gildir að harma járnið meðan það er heitt. Það gerum við með því að snúa bökum saman og halda áfram að sýna þjóðinni að við séum í stakk búin til þess að leiða næstu ríkisstjórn undir forystu okkar frábæra formanns, Kristrúnar Frostadóttur.“ Framboðslisti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi: 1. Alma Möller, landlæknir 2. Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi 3. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður 4. Árni Rúnar Þorvaldsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og kennari 5. Jóna Þórey Pétursdóttir, lögmaður 6. Hildur Rós Guðbjargardóttir, umsjónarkennari 7. Ómar Ingþórsson, landslagsarkitekt 8. Margrét Hildur Guðmundsdóttir, deildarstjóri 9. Mirabela Aurelia Blaga, lögfræðingur 10. Baldur Ólafur Svarvarsson, arkitekt 11. Friðmey Jónsdóttir, sérfræðingur í æskulýðsmálum 12. Jón Gunnlaugur Viggósson, íþróttastjóri hjá HSÍ 13. Auður Brynjólfsdóttir, stjórnmálafræðingur 14. Sævar Már Gústavsson, sálfræðingur 15. Maria Eugenia Aleman Henriquez, ráðgjafi 16. Bjarni Torfi Álfþórsson, bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri 17. Kolbrún Lára Kjartnasdóttir, leikskólakennari 18. Tryggvi Felixson, leiðsögumaður og ráðgjafi 19. Hildur María Friðriksdóttir, sérfræðingur í jarðskorpurannsóknum 20. Sigurður Óli Karlsson, háskólanemi 21. Sólveig Skaftadóttir, verkefnastjóri 22. Þórarinn Snorri Sigurgiersson, skrifstofustjóri Þroskahjálpar 23. Elín Anna Baldursdóttir, sálfræðingur 24. Kári Þrastarson, hugbúnarasérfræðingur 25. Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir, vörustjóri 26. Ólafur Guðmundsson, fyrr. Rannsóknarlögreglumaður 27. Rannveig Guðmundsdóttir, fyrr, alþingismaður 28. Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði Samfylkingin Suðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira
Listinn var samþykktur á fundi kjördæmaráðs í hádeginu í dag. Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði er í heiðurssæti listans. Í tilkynningu frá Samfylkingunni segir Alma að flokkurinn fari vel skipulagður og sameinaður inn í kosningabaráttuna. „Ég þakka félögum mínum í flokknum fyrir traustið sem mér er sýnt og einnig hlýjar móttökur hér í kjördæminu. Það var virkilega góður andi á fundinum í Hafnarfirði í dag og kosningabaráttan hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi er svo sannarlega hafin. Við förum vel skipulögð og sameinuð inn í kosningabaráttuna, auk þess sem við erum vel nestuð í gegnum útspil flokksins sem unnin voru í gegnum málefnavinnu um land allt, m.a. í samvinnu við almenning og fagfólk Það er ákall um breytingar í íslenskum stjórnmálum, Samfylkingin er hið pólitíska afl sem getur brugðist við því ákalli og það hyggjumst við gera. Það er þörf á úrbótum hvert sem á er litið og hvort sem um ræðir efnahagsmál, húsnæðismál eða samgöngumál. Heilbrigðismálin eru svo, eins og gefur að skilja, mitt hjartans mál og þar er einnig svigrúm til að gera betur. Ég hlakka til kosningabaráttunnar sem er fram undan, það er mikill meðbyr með Samfylkingunni og nú gildir að harma járnið meðan það er heitt. Það gerum við með því að snúa bökum saman og halda áfram að sýna þjóðinni að við séum í stakk búin til þess að leiða næstu ríkisstjórn undir forystu okkar frábæra formanns, Kristrúnar Frostadóttur.“ Framboðslisti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi: 1. Alma Möller, landlæknir 2. Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi 3. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður 4. Árni Rúnar Þorvaldsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og kennari 5. Jóna Þórey Pétursdóttir, lögmaður 6. Hildur Rós Guðbjargardóttir, umsjónarkennari 7. Ómar Ingþórsson, landslagsarkitekt 8. Margrét Hildur Guðmundsdóttir, deildarstjóri 9. Mirabela Aurelia Blaga, lögfræðingur 10. Baldur Ólafur Svarvarsson, arkitekt 11. Friðmey Jónsdóttir, sérfræðingur í æskulýðsmálum 12. Jón Gunnlaugur Viggósson, íþróttastjóri hjá HSÍ 13. Auður Brynjólfsdóttir, stjórnmálafræðingur 14. Sævar Már Gústavsson, sálfræðingur 15. Maria Eugenia Aleman Henriquez, ráðgjafi 16. Bjarni Torfi Álfþórsson, bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri 17. Kolbrún Lára Kjartnasdóttir, leikskólakennari 18. Tryggvi Felixson, leiðsögumaður og ráðgjafi 19. Hildur María Friðriksdóttir, sérfræðingur í jarðskorpurannsóknum 20. Sigurður Óli Karlsson, háskólanemi 21. Sólveig Skaftadóttir, verkefnastjóri 22. Þórarinn Snorri Sigurgiersson, skrifstofustjóri Þroskahjálpar 23. Elín Anna Baldursdóttir, sálfræðingur 24. Kári Þrastarson, hugbúnarasérfræðingur 25. Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir, vörustjóri 26. Ólafur Guðmundsson, fyrr. Rannsóknarlögreglumaður 27. Rannveig Guðmundsdóttir, fyrr, alþingismaður 28. Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði
Samfylkingin Suðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira