Parið birti sameiginlega færslu á Instagram þar sem þær tilkynna fæðingu sonarins.
„Þann 22. október kl 07:12 mætti litli strákurinn okkar í heiminn. Ég get ekki sett það í orð hvað ég er stolt af Elmu minni sem stóð sig eins og hetja.
Ég mun þakka henni á hverjum degi fyrir að hafa búið til gullfallega son okkar. Elmu heilsast vel, honum heilsast vel og mér líður vel,“ skrifar Ragga.
Ragga og Elma hafa verið par í nokkur ár og í viðtali við Vísi í fyrra segir Ragga að Elma sé sinn besti vinur.
„Makinn minn er besti vinur minn, A-Team liðsfélagi og pepparinn minn.“