Bæði Willum Þór og Alfons voru í byrjunarliðinu. Willum Þór lagði upp fyrstu tvö mörkin en þau skoraði Jay Stansfield. Heimamenn í Birmingham leiddu 2-1 í hálfleik en gerðu endanlega út um leikinn á fyrstu fimmtán mínútum síðari hálfleiks.
It's just a Willum 𝘅 Stanno link-up stuck on repeat. 🔁 pic.twitter.com/jciEuuY96X
— Birmingham City FC (@BCFC) October 29, 2024
Alfie May skoraði fjórða markið, Willum Þór með stoðsendinguna. Þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma gaf Alfons fyrir og Lyndon Dykes skoraði síðasta mark leiksins, lokatölur 7-1 Birmingham í vil.
Birmingham er á toppi riðils 10 með sjö stig að loknum þremur leikjum.