Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Lestrarklefinn og Jana Hjörvar 31. október 2024 08:45 Jana Hjörvar fjallar um nýjustu skáldsögu Nönnu Rögnvaldardóttur í Lestrarklefanum. Á menningarvefnum Lestrarklefinn er fjallað um allskonar bækur allt frá fræðibókum til fagurbókmennta. Jana Hjörvar fjallar hér um skáldsögu Nönnu Rögnvaldardóttur, Þegar sannleikurinn sefur. Annað árið í röð sendir Nanna Rögnvaldardóttir frá sér skáldsögu og eru þær því orðnar tvær sem hún hefur sent frá sér. Nú kom út bókin Þegar sannleikurinn sefur sem er söguleg skáldsaga líkt og Valskan, bók Nönnu sem kom út í fyrra. Það sem er öðruvísi við bókina sem kemur út nú er að hún er ekki bara söguleg skáldsaga heldur einnig hrein og klár spennusaga og er það skemmtilegur vinkill. Sagan gerist á Íslandi á 18. öld í samfélagi sem er markað af afleiðingum Stórubólu sem geisað hafði yfir landið nokkrum árum fyrr. Morð er framið. Ung vinnukona er myrt og ein af þeim fyrstu til að koma að líkinu er Bergþóra, ekkja og húsfreyja á Hvömmum. Vinnukonan er strax sett í það box af samfélaginu að hafa verið laus í rásinni og óhlýðin. Sögur fara á kreik og fljótt er farið að benda á mág Bergþóru sem morðingjann. Sýslumaður hefur rannsókn á málinu og fer að yfirheyra fólk og koma þá ýmsar sögur og leyndarmál upp á yfirborðið. Aðalsögupersóna bókarinnar, hún Bergþóra, leiðir lesandann í gegnum söguna og tekur virkan þátt í að leysa ráðgátuna. Sjálf hefur hún mögulega einhver leyndarmál að fela sem tengjast og tengjast ekki sakamálinu. Spennandi með frábæra fléttu Bókin var ánægjulestur út í gegn. Hún er auðlesin og er hrein og klár dægrastytting. Spennandi saga sem hélt mér vel við lesturinn, enda er fléttan góð og úrlausn málsins kom mér sannarlega á óvart. Það var ánægjulegt að lesa sögulega skáldsögu sem á að gerast í íslensku samfélagi en er jafnframt glæpasaga með dass af rómans. Þar að auki kann ég að meta að aðalsögupersónan er sterk kona sem ræður sér sjálf að mestu leyti, allavega þegar við kynnumst henni. Það voru tvenn hugrenningatengsl sem vöknuðu upp hjá mér við lesturinn. Annars vegar renndi ég hug til bóka eftir Agöthu Christie en hlutverk Bergþóru í sögunni minnti mig smávegis á persónur eins og Miss Marple eða Hercule Poirot. Svo voru það yfirheyrslurnar, lýsingarnar á þeim og samtölin sem minntu mig á þær ýmsu bækur sem skrifaðar hafa verið um til dæmis mál Agnesar og Friðriks og einnig morðanna á Sjöundá. Nanna tekur fram í eftirmála að hún hafi stuðst eilítið við söguna af Magnúsi Benediktssyni í Hólum og Úlfár-Gunnu sem gerðist í Eyjafirði í upphafi 18. aldar – og var víst eitt af umtöluðustu sakamálum þess tíma. Svo hugrenningartengsl mín til bóka um önnur íslensk sakamál eru kannski ekki skrítin, en ég telst ekki til þeirra sem þekkja mál Magnúsar og Úlfár-Gunnu vel. Hægt er að lesa umfjöllunina í heild sinni hér. Fleiri ritdóma er að finna inni á lestrarklefinn.is. Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Sjá meira
Annað árið í röð sendir Nanna Rögnvaldardóttir frá sér skáldsögu og eru þær því orðnar tvær sem hún hefur sent frá sér. Nú kom út bókin Þegar sannleikurinn sefur sem er söguleg skáldsaga líkt og Valskan, bók Nönnu sem kom út í fyrra. Það sem er öðruvísi við bókina sem kemur út nú er að hún er ekki bara söguleg skáldsaga heldur einnig hrein og klár spennusaga og er það skemmtilegur vinkill. Sagan gerist á Íslandi á 18. öld í samfélagi sem er markað af afleiðingum Stórubólu sem geisað hafði yfir landið nokkrum árum fyrr. Morð er framið. Ung vinnukona er myrt og ein af þeim fyrstu til að koma að líkinu er Bergþóra, ekkja og húsfreyja á Hvömmum. Vinnukonan er strax sett í það box af samfélaginu að hafa verið laus í rásinni og óhlýðin. Sögur fara á kreik og fljótt er farið að benda á mág Bergþóru sem morðingjann. Sýslumaður hefur rannsókn á málinu og fer að yfirheyra fólk og koma þá ýmsar sögur og leyndarmál upp á yfirborðið. Aðalsögupersóna bókarinnar, hún Bergþóra, leiðir lesandann í gegnum söguna og tekur virkan þátt í að leysa ráðgátuna. Sjálf hefur hún mögulega einhver leyndarmál að fela sem tengjast og tengjast ekki sakamálinu. Spennandi með frábæra fléttu Bókin var ánægjulestur út í gegn. Hún er auðlesin og er hrein og klár dægrastytting. Spennandi saga sem hélt mér vel við lesturinn, enda er fléttan góð og úrlausn málsins kom mér sannarlega á óvart. Það var ánægjulegt að lesa sögulega skáldsögu sem á að gerast í íslensku samfélagi en er jafnframt glæpasaga með dass af rómans. Þar að auki kann ég að meta að aðalsögupersónan er sterk kona sem ræður sér sjálf að mestu leyti, allavega þegar við kynnumst henni. Það voru tvenn hugrenningatengsl sem vöknuðu upp hjá mér við lesturinn. Annars vegar renndi ég hug til bóka eftir Agöthu Christie en hlutverk Bergþóru í sögunni minnti mig smávegis á persónur eins og Miss Marple eða Hercule Poirot. Svo voru það yfirheyrslurnar, lýsingarnar á þeim og samtölin sem minntu mig á þær ýmsu bækur sem skrifaðar hafa verið um til dæmis mál Agnesar og Friðriks og einnig morðanna á Sjöundá. Nanna tekur fram í eftirmála að hún hafi stuðst eilítið við söguna af Magnúsi Benediktssyni í Hólum og Úlfár-Gunnu sem gerðist í Eyjafirði í upphafi 18. aldar – og var víst eitt af umtöluðustu sakamálum þess tíma. Svo hugrenningartengsl mín til bóka um önnur íslensk sakamál eru kannski ekki skrítin, en ég telst ekki til þeirra sem þekkja mál Magnúsar og Úlfár-Gunnu vel. Hægt er að lesa umfjöllunina í heild sinni hér. Fleiri ritdóma er að finna inni á lestrarklefinn.is.
Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Sjá meira