Þetta er meðal þess sem fram kemur í öðrum þætti Af vængjum fram, skemmtiþætti á Stöð 2 og Vísi í tilefni af Alþingiskosningum. Þar setjast leiðtogar stjórnmálaflokkanna niður og gæða sér á sífellt sterkari kjúklingavængjum á milli þess sem þeir ræða lífið og tilveruna í einlægu spjalli.
Inga segist ekki vilja vera amma dreki, segist miklu frekar vera guðmóðir í Flokki fólksins heldur en guðfaðir. Hún ræðir líka tilurð frasans „fæði, klæði, húsnæði,“ hvaða þingmann hún myndi taka með sér á barinn og svo brestur hún að sjálfsögðu í söng svo fátt eitt sé nefnt.
Þá fékk hún hina ómögulegu spurningu ríða, drepa, giftast þar sem til umræðu voru þrír kollegar Ingu á Alþingi.