Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. október 2024 13:20 Bryndís Haraldsdóttir er forseti Norðurlandaráðs og er hæstánægð með hvernig til tóks á þinginu. Vísir/Vilhelm Á lokadegi Norðurlandaráðsþingsins samþykkti það þingsályktunartillögu um breytingu á Helsingfors-sáttmálanum. Þingið vill að ríkisstjórnir á Norðurlöndunum finni út úr því hvernig þær geti boðið Færeyjum, Grænlandi og Álandseyjum fulla aðild að Norðurlandaráði. Lokadagur Norðurlandaráðsþingsins á Íslandi er runninn upp og en Bryndís Haraldsdóttir forseti Norðurlandaráðs, segir sögulega heimsókn Úkraínuforseta standa upp úr. „Og séð hversu ofboðslega mikil samstaða er meðal þingmanna Norðurlandanna með baráttu Úkraínumanna og svo fengum við Svetlönu Tsikhanovskaya sem var líka með áhrifamikið erindi þannig að það verður að segjast að það sem stendur upp úr eftir þetta þing og gerir það sögulegt,“ segir Bryndís. Svetlana Tsíkanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðu Belarús, var gestur á Norðurlandaráðsþinginu.Vísir/Vilhelm Sjá nánar: Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi Færeyingar hafa sótt það fast í marga áratugi að hljóta fulla aðild að Norðurlandaráði. Álendingar og Grænlendingar vilja það sama en það vakti athygli að enginn ráðherra Grænlands er viðstaddur þingið vegna óánægju þeirra yfir því að hafa ekki vægi til jafns við önnur ríki í Norðurlandaráði. Í morgun samþykkti ráðið þingsályktunartillögu um breytingu á Helsingfors-sáttmálanum. Verið er að færa inn nýjar greinar eins og um öryggis- og varnarmál, loftslagsmál og fleira. En það sem meira er, Norðurlandaráðsþingið leggur til að hópur verði settur á laggirnar sem er skipaður fulltrúum ríkisstjórna landanna til að leysa úr því hvernig hægt verði að gefa Grænlandi, Færeyjum og Álandseyjum fulla aðild. „Ég er rosalega glöð með þennan áfanga sem náðist þarna áðan því það var svo mikill samhljómur. Þetta er þó auðvitað ekki þannig að sé búið að svara öllum spurningum og einverjir kunna að velta fyrir sér stjórnarskrá og slíku en þá er það kannski okkar afstaða að segja, það er þá bara verkefni Dana, Færeyinga og Grænlendinga. Mette Frederiksen var skýr í máli sínu hér á þinginu um að þetta væri eitthvað sem þau myndu leysa. Finnar og Álendingar þurfa svo kannski aðeins að renna yfir þetta sín megin.“ Þetta sé stórt skref í rétta átt „Það er allavega skýrt að Norðurlandaráð er að hvetja ríkisstjórnir landanna til að breyta Helsingfors-sáttamálanum og ná betur utan um þessi átta lönd sem eru og eiga að vera fullir þátttakendur í norrænu samstarfi.“ Norðurlandaráð Norðurslóðir Utanríkismál Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Álandseyjar Færeyjar Grænland Tengdar fréttir Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Svetlana Tsíkanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðu Belarús, hefur ekki heyrt frá eiginmanni sínum sem hefur verið í fangelsi í heimalandinu í sex hundruð daga og veit ekki hvort hann er yfir höfuð enn á lífi. Hún hvetur Íslendinga til að halda áfram að styðja við baráttuna fyrir lýðræði í Belarús og til þess að nýta kosningaréttinn sinn sem ekki megi taka sem sjálfsögðum hlut. 29. október 2024 23:16 Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Forseti Úkraínu segir Rússa hafa tekist að leggja Georgíu nánast undir sig í nýafstöðnum kosningum þar og Moldóva muni falla innan tveggja ára nái Rússar sínu fram. Hann gangrýnir hik Vesturlanda varðandi heimildir á notkun langdrægra vopna á sama tíma og Putin fari yfir rauðar línur með innflutningi hermanna frá norður Kóreu. 29. október 2024 20:01 Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi Forseti Úkraínu, fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í dag á Þingvöllum. Stuttu síðar funduðu þeir tveir með forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, sem staddir eru hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Á blaðamannafundi Selenskíj og ráðamanna þakkaði hann fyrir stuðning Norðurlanda við Úkraínu. 28. október 2024 20:18 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Sjá meira
Lokadagur Norðurlandaráðsþingsins á Íslandi er runninn upp og en Bryndís Haraldsdóttir forseti Norðurlandaráðs, segir sögulega heimsókn Úkraínuforseta standa upp úr. „Og séð hversu ofboðslega mikil samstaða er meðal þingmanna Norðurlandanna með baráttu Úkraínumanna og svo fengum við Svetlönu Tsikhanovskaya sem var líka með áhrifamikið erindi þannig að það verður að segjast að það sem stendur upp úr eftir þetta þing og gerir það sögulegt,“ segir Bryndís. Svetlana Tsíkanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðu Belarús, var gestur á Norðurlandaráðsþinginu.Vísir/Vilhelm Sjá nánar: Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi Færeyingar hafa sótt það fast í marga áratugi að hljóta fulla aðild að Norðurlandaráði. Álendingar og Grænlendingar vilja það sama en það vakti athygli að enginn ráðherra Grænlands er viðstaddur þingið vegna óánægju þeirra yfir því að hafa ekki vægi til jafns við önnur ríki í Norðurlandaráði. Í morgun samþykkti ráðið þingsályktunartillögu um breytingu á Helsingfors-sáttmálanum. Verið er að færa inn nýjar greinar eins og um öryggis- og varnarmál, loftslagsmál og fleira. En það sem meira er, Norðurlandaráðsþingið leggur til að hópur verði settur á laggirnar sem er skipaður fulltrúum ríkisstjórna landanna til að leysa úr því hvernig hægt verði að gefa Grænlandi, Færeyjum og Álandseyjum fulla aðild. „Ég er rosalega glöð með þennan áfanga sem náðist þarna áðan því það var svo mikill samhljómur. Þetta er þó auðvitað ekki þannig að sé búið að svara öllum spurningum og einverjir kunna að velta fyrir sér stjórnarskrá og slíku en þá er það kannski okkar afstaða að segja, það er þá bara verkefni Dana, Færeyinga og Grænlendinga. Mette Frederiksen var skýr í máli sínu hér á þinginu um að þetta væri eitthvað sem þau myndu leysa. Finnar og Álendingar þurfa svo kannski aðeins að renna yfir þetta sín megin.“ Þetta sé stórt skref í rétta átt „Það er allavega skýrt að Norðurlandaráð er að hvetja ríkisstjórnir landanna til að breyta Helsingfors-sáttamálanum og ná betur utan um þessi átta lönd sem eru og eiga að vera fullir þátttakendur í norrænu samstarfi.“
Norðurlandaráð Norðurslóðir Utanríkismál Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Álandseyjar Færeyjar Grænland Tengdar fréttir Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Svetlana Tsíkanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðu Belarús, hefur ekki heyrt frá eiginmanni sínum sem hefur verið í fangelsi í heimalandinu í sex hundruð daga og veit ekki hvort hann er yfir höfuð enn á lífi. Hún hvetur Íslendinga til að halda áfram að styðja við baráttuna fyrir lýðræði í Belarús og til þess að nýta kosningaréttinn sinn sem ekki megi taka sem sjálfsögðum hlut. 29. október 2024 23:16 Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Forseti Úkraínu segir Rússa hafa tekist að leggja Georgíu nánast undir sig í nýafstöðnum kosningum þar og Moldóva muni falla innan tveggja ára nái Rússar sínu fram. Hann gangrýnir hik Vesturlanda varðandi heimildir á notkun langdrægra vopna á sama tíma og Putin fari yfir rauðar línur með innflutningi hermanna frá norður Kóreu. 29. október 2024 20:01 Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi Forseti Úkraínu, fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í dag á Þingvöllum. Stuttu síðar funduðu þeir tveir með forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, sem staddir eru hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Á blaðamannafundi Selenskíj og ráðamanna þakkaði hann fyrir stuðning Norðurlanda við Úkraínu. 28. október 2024 20:18 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Sjá meira
Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Svetlana Tsíkanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðu Belarús, hefur ekki heyrt frá eiginmanni sínum sem hefur verið í fangelsi í heimalandinu í sex hundruð daga og veit ekki hvort hann er yfir höfuð enn á lífi. Hún hvetur Íslendinga til að halda áfram að styðja við baráttuna fyrir lýðræði í Belarús og til þess að nýta kosningaréttinn sinn sem ekki megi taka sem sjálfsögðum hlut. 29. október 2024 23:16
Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Forseti Úkraínu segir Rússa hafa tekist að leggja Georgíu nánast undir sig í nýafstöðnum kosningum þar og Moldóva muni falla innan tveggja ára nái Rússar sínu fram. Hann gangrýnir hik Vesturlanda varðandi heimildir á notkun langdrægra vopna á sama tíma og Putin fari yfir rauðar línur með innflutningi hermanna frá norður Kóreu. 29. október 2024 20:01
Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi Forseti Úkraínu, fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í dag á Þingvöllum. Stuttu síðar funduðu þeir tveir með forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, sem staddir eru hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Á blaðamannafundi Selenskíj og ráðamanna þakkaði hann fyrir stuðning Norðurlanda við Úkraínu. 28. október 2024 20:18