„Passar fullkomlega við svona félag“ Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2024 14:01 Ruben Amorim fær að kynnast mun meiri pressu sem stjóri Manchester United þó að pressan sé einnig ávallt mikil á stjóra Sporting Lissabon. Getty/Joao Rico Portúgalski fótboltamaðurinn Diogo Dalot er sannfærður um að landi hans, Ruben Amorim, eigi eftir að spjara sig vel sem knattspyrnustjóri Manchester United. Amorim hefur verið ráðinn stjóri United til næstu þriggja ára en tekur þó ekki alveg strax við. Hann er að ljúka sínum skyldum hjá Sporting Lissabon og tekur við United eftir tíu daga. Amorim er aðeins 39 ára en hefur gert Sporting að portúgölskum meistara tvívegis. Í fyrra skiptið lauk hann nítján ára bið félagsins eftir meistaratitlinum. „Hann er augljóslega stórkostlegur þjálfari. Með unglegt hugarfar en veit nákvæmlega hvað hann vill. Hann gerir miklar kröfur og ég held að hann passi fullkomlega við svona félag, þar sem kröfurnar eru mjög miklar. Ég vona innilega að við getum unnið [titla] saman,“ segir Dalot í viðtali við Sky Sports. "It's a perfect match for a club like this" 🙌Diogo Dalot on Ruben Amorim's appointment at Manchester United 👊 pic.twitter.com/5tzramn4zZ— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 1, 2024 „Úrvalsdeildin hentar Portúgölum. Við erum úr þannig menningu að við erum stöðugt að reyna að bæta okkur og berjast fyrir okkar tilveru, því við komum frá frekar fámennri þjóð. Stjórar og leikmenn hafa náð árangri í úrvalsdeildinni og ég vona að þetta verði eitt dæmið í viðbót um það. Ég er mjög spenntur fyrir að byrja að starfa með honum,“ segir Dalot. Diogo Dalot er kominn með stjóra sem talar portúgölsku.Getty/Michael Regan Ljóst er að óvíða, og mögulega hvergi, er pressan meiri á knattspyrnustjórum en hjá Manchester United vegna vinsælda um allan heim og þeirrar gríðarlegu athygli sem er á félaginu. Dalot er reiðubúinn að hjálpa Amorim að aðlagast breyttu umhverfi: „Þetta er auðvitað ólíkt. Hann kemur frá stóru félagi í Portúgal en ég segi alltaf að við það koma hingað þá fjórfaldist athyglin og pressan. Hann höndlaði þetta og rúmlega það hjá Sporting og ég er viss um að honum tekst það. Við gerum það öll saman sem lið; leikmenn, starfslið, stjórar og stjórn. Við munum hjálpa honum og hann mun hjálpa okkur.“ Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira
Amorim hefur verið ráðinn stjóri United til næstu þriggja ára en tekur þó ekki alveg strax við. Hann er að ljúka sínum skyldum hjá Sporting Lissabon og tekur við United eftir tíu daga. Amorim er aðeins 39 ára en hefur gert Sporting að portúgölskum meistara tvívegis. Í fyrra skiptið lauk hann nítján ára bið félagsins eftir meistaratitlinum. „Hann er augljóslega stórkostlegur þjálfari. Með unglegt hugarfar en veit nákvæmlega hvað hann vill. Hann gerir miklar kröfur og ég held að hann passi fullkomlega við svona félag, þar sem kröfurnar eru mjög miklar. Ég vona innilega að við getum unnið [titla] saman,“ segir Dalot í viðtali við Sky Sports. "It's a perfect match for a club like this" 🙌Diogo Dalot on Ruben Amorim's appointment at Manchester United 👊 pic.twitter.com/5tzramn4zZ— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 1, 2024 „Úrvalsdeildin hentar Portúgölum. Við erum úr þannig menningu að við erum stöðugt að reyna að bæta okkur og berjast fyrir okkar tilveru, því við komum frá frekar fámennri þjóð. Stjórar og leikmenn hafa náð árangri í úrvalsdeildinni og ég vona að þetta verði eitt dæmið í viðbót um það. Ég er mjög spenntur fyrir að byrja að starfa með honum,“ segir Dalot. Diogo Dalot er kominn með stjóra sem talar portúgölsku.Getty/Michael Regan Ljóst er að óvíða, og mögulega hvergi, er pressan meiri á knattspyrnustjórum en hjá Manchester United vegna vinsælda um allan heim og þeirrar gríðarlegu athygli sem er á félaginu. Dalot er reiðubúinn að hjálpa Amorim að aðlagast breyttu umhverfi: „Þetta er auðvitað ólíkt. Hann kemur frá stóru félagi í Portúgal en ég segi alltaf að við það koma hingað þá fjórfaldist athyglin og pressan. Hann höndlaði þetta og rúmlega það hjá Sporting og ég er viss um að honum tekst það. Við gerum það öll saman sem lið; leikmenn, starfslið, stjórar og stjórn. Við munum hjálpa honum og hann mun hjálpa okkur.“
Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira