Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. nóvember 2024 19:30 Jörgen Strand Larsen gerði mistök og gaf opnunarmarkið en bætti upp fyrir það skömmu síðar. Neal Simpson/Sportsphoto/Allstar via Getty Images Wolverhampton Wanderers og Crystal Palace skildu jöfn, 2-2, í 10. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Wolves er því enn sigurlaust og í neðsta sæti, Palace situr í því sautjánda með sjö stig. Þrátt fyrir fjölda færa í fyrri hálfleik stóðu mörkin á sér. Wolves byrjaði vel og skapaði hættu við mark gestanna en þeir stóðu það af sér og fóru svo að skapa eitthvað sjálfir. Palace fékk tvö dauðafæri í röð en miðjumennirnir Will Hughes og Daichi Kamada skutu báðir framhjá eftir fyrirgjafir frá Ismaila Sarr. Jean-Philippe Mateta fékk hættulegasta færi fyrri hálfleiks en þrumaði boltanum óvart í liðsfélaga sinn, sem var rangstæður. Eftir markalausan en galopinn fyrri hálfleik hélt fjörið áfram í seinni. Wolves byrjaði á því að klúðra dauðafæri, Pablo Sarabia slapp einn í gegn en þrumaði boltanum í andlit markmannsins, sem lá nokkuð lengi eftir en hélt svo leik áfram. Fjögur mörk á tæpum tuttugu mínútum Palace sneri vörn í sókn og skoraði opnunarmarkið á 59. mínútu eftir fyrirgjöf sem José Sá, markmaður Wolves, ætlaði að grípa en Jörgen Strand-Larsen skallaði, hann reyndi að bægja boltanum burt en hitti beint á Trevor Chalobah sem tók vel við og skoraði í autt net. Úr hetjuNaomi Baker/Getty Images Strand-Larsen var ekki lengi að bæta upp fyrir þau mistök og breyta Chalobah úr hetju í skúrk. Boltanum var skipt yfir til vinstri, Chalobah misreiknaði og missti af honum, Matheus Cunha keyrði inn á völlinn, þræddi í gegn á Strand-Larsen og hann kláraði færið. í skúrkNaomi Baker/Getty Images Joao Gomes kom Úlfunum svo yfir aðeins fimm mínútum síðar. Matheus Cunha byrjaði sóknina með góðu hlaupi upp miðjan völlinn, lagði boltann til hægri á Goncalo Guedes sem fann Joao Gomes og hann kláraði auðvelt færi örugglega. Palace jafnaði leikinn aftur á 77. mínútu. Markið kom upp úr hornspyrnu sem Daichi Kamada fleytti áfram á fjærstöngina, þar lúrði Marc Guéhi og lagði boltann í netið. Bæði lið við botninn og sættust á stigið Eftir stórfjörugan kafla og fjögur mörk róaðist leikurinn töluvert, lítið eftir á tanknum hjá báðum liðum. Palace kom boltanum þó í netið rétt áður en lokaflautið gall, markið fékk hins vegar ekki að standa þar sem brotið var á José Sá, markmanni Wolves, í aðdragandanum. 2-2 jafntefli varð niðurstaðan. Wolves hefur ekki enn unnið leik og situr í neðsta sæti deildarinnar eftir tíu leiki. Crystal Palace hefur safnað sjö stigum og situr í 17. sæti. Enski boltinn
Wolverhampton Wanderers og Crystal Palace skildu jöfn, 2-2, í 10. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Wolves er því enn sigurlaust og í neðsta sæti, Palace situr í því sautjánda með sjö stig. Þrátt fyrir fjölda færa í fyrri hálfleik stóðu mörkin á sér. Wolves byrjaði vel og skapaði hættu við mark gestanna en þeir stóðu það af sér og fóru svo að skapa eitthvað sjálfir. Palace fékk tvö dauðafæri í röð en miðjumennirnir Will Hughes og Daichi Kamada skutu báðir framhjá eftir fyrirgjafir frá Ismaila Sarr. Jean-Philippe Mateta fékk hættulegasta færi fyrri hálfleiks en þrumaði boltanum óvart í liðsfélaga sinn, sem var rangstæður. Eftir markalausan en galopinn fyrri hálfleik hélt fjörið áfram í seinni. Wolves byrjaði á því að klúðra dauðafæri, Pablo Sarabia slapp einn í gegn en þrumaði boltanum í andlit markmannsins, sem lá nokkuð lengi eftir en hélt svo leik áfram. Fjögur mörk á tæpum tuttugu mínútum Palace sneri vörn í sókn og skoraði opnunarmarkið á 59. mínútu eftir fyrirgjöf sem José Sá, markmaður Wolves, ætlaði að grípa en Jörgen Strand-Larsen skallaði, hann reyndi að bægja boltanum burt en hitti beint á Trevor Chalobah sem tók vel við og skoraði í autt net. Úr hetjuNaomi Baker/Getty Images Strand-Larsen var ekki lengi að bæta upp fyrir þau mistök og breyta Chalobah úr hetju í skúrk. Boltanum var skipt yfir til vinstri, Chalobah misreiknaði og missti af honum, Matheus Cunha keyrði inn á völlinn, þræddi í gegn á Strand-Larsen og hann kláraði færið. í skúrkNaomi Baker/Getty Images Joao Gomes kom Úlfunum svo yfir aðeins fimm mínútum síðar. Matheus Cunha byrjaði sóknina með góðu hlaupi upp miðjan völlinn, lagði boltann til hægri á Goncalo Guedes sem fann Joao Gomes og hann kláraði auðvelt færi örugglega. Palace jafnaði leikinn aftur á 77. mínútu. Markið kom upp úr hornspyrnu sem Daichi Kamada fleytti áfram á fjærstöngina, þar lúrði Marc Guéhi og lagði boltann í netið. Bæði lið við botninn og sættust á stigið Eftir stórfjörugan kafla og fjögur mörk róaðist leikurinn töluvert, lítið eftir á tanknum hjá báðum liðum. Palace kom boltanum þó í netið rétt áður en lokaflautið gall, markið fékk hins vegar ekki að standa þar sem brotið var á José Sá, markmanni Wolves, í aðdragandanum. 2-2 jafntefli varð niðurstaðan. Wolves hefur ekki enn unnið leik og situr í neðsta sæti deildarinnar eftir tíu leiki. Crystal Palace hefur safnað sjö stigum og situr í 17. sæti.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti