„Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Bjarki Sigurðsson skrifar 1. nóvember 2024 21:05 Björgvin Sólberg Björgvinsson býr í Hlíðarendahverfinu. Hann óttast öryggi gangandi vegfarenda vegna stanslausrar umferðar vinnuvéla þar. Vísir/Ívar Fannar Íbúar í Hlíðarendahverfi í Reykjavík hafa miklar áhyggjur af umferð stórvirkra vinnuvéla um götur hverfisins. Fjöldi barna streymir inn og út úr hverfinu á hverjum degi og neyðist stundum til að ganga á götunni. Í hverfinu eru um sjö hundruð íbúðir og stefnt er að því að reisa níu hundruð til viðbótar. Vinnusvæði má finna bæði norðvestan og norðaustan við hverfið. Lítið um merkingar Um götur þessa litla hverfis er ekið um á fjölmörgum stórvirkum vinnuvélum bróðurpart dags. Íbúar þar hafa áhyggjur af öryggi barna og annarra gangandi vegfaranda og segja öryggi þeirra ekki tryggt. „Það eru engar merkingar, það er engin lokun hérna. Maður spyr sig hvaða undirbúningsvinna hafi verið gerð varðandi öryggi í kringum vinnusvæðin,“ segir Björgvin Sólberg Björgvinsson, íbúi í hverfinu. Áhættumat fyrir íbúa Það er enginn skóli í hverfinu en íþróttafélagið Valur er með aðsetur þar. Því er stöðugur straumur barna þar alla daga. Í fréttinni hér fyrir ofan er sýndur gangstéttarkafli þar sem búið er að setja upp girðingu beggja vegna við götuna. Þeir sem labba þar þurfa því að ganga á götunni til að komast leiðar sinnar. Þar sem gengið er á götunni er svo innkeyrsla inn á vinnusvæði þar sem fjölmargar vinnuvélar aka dagsdaglega. „Við krefjumst þess að Reykjavíkurborg framkvæmi áhættumat á hættum sem verða af vinnusvæðum eins og þessum inni í íbúabyggð,“ segir Björgvin. Einhver þurfi að bregðast við Íbúar hafa ítrekað reynt að krefja borgina og íþróttafélagið um að tryggja öryggi fólks en lítið gerst. „Staðan er bara sú fyrir okkur að það verður slys hérna. Það hafa komið upp tilvik þar sem krakkar hafa þurft að hoppa frá. Það datt strákur af hjóli hérna í síðustu viku og ég held að grafan hafi aldrei séð hann. Við erum að horfa upp á það að það verður slys. Það verður einhver að bregðast við og það þarf að gera það strax,“ segir Björgvin. Reykjavík Börn og uppeldi Umferðaröryggi Byggingariðnaður Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira
Í hverfinu eru um sjö hundruð íbúðir og stefnt er að því að reisa níu hundruð til viðbótar. Vinnusvæði má finna bæði norðvestan og norðaustan við hverfið. Lítið um merkingar Um götur þessa litla hverfis er ekið um á fjölmörgum stórvirkum vinnuvélum bróðurpart dags. Íbúar þar hafa áhyggjur af öryggi barna og annarra gangandi vegfaranda og segja öryggi þeirra ekki tryggt. „Það eru engar merkingar, það er engin lokun hérna. Maður spyr sig hvaða undirbúningsvinna hafi verið gerð varðandi öryggi í kringum vinnusvæðin,“ segir Björgvin Sólberg Björgvinsson, íbúi í hverfinu. Áhættumat fyrir íbúa Það er enginn skóli í hverfinu en íþróttafélagið Valur er með aðsetur þar. Því er stöðugur straumur barna þar alla daga. Í fréttinni hér fyrir ofan er sýndur gangstéttarkafli þar sem búið er að setja upp girðingu beggja vegna við götuna. Þeir sem labba þar þurfa því að ganga á götunni til að komast leiðar sinnar. Þar sem gengið er á götunni er svo innkeyrsla inn á vinnusvæði þar sem fjölmargar vinnuvélar aka dagsdaglega. „Við krefjumst þess að Reykjavíkurborg framkvæmi áhættumat á hættum sem verða af vinnusvæðum eins og þessum inni í íbúabyggð,“ segir Björgvin. Einhver þurfi að bregðast við Íbúar hafa ítrekað reynt að krefja borgina og íþróttafélagið um að tryggja öryggi fólks en lítið gerst. „Staðan er bara sú fyrir okkur að það verður slys hérna. Það hafa komið upp tilvik þar sem krakkar hafa þurft að hoppa frá. Það datt strákur af hjóli hérna í síðustu viku og ég held að grafan hafi aldrei séð hann. Við erum að horfa upp á það að það verður slys. Það verður einhver að bregðast við og það þarf að gera það strax,“ segir Björgvin.
Reykjavík Börn og uppeldi Umferðaröryggi Byggingariðnaður Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira