Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Sindri Sverrisson skrifar 4. nóvember 2024 22:33 Milosevic steig harkalega á Arnór Ingva sem skiljanlega engdist um af kvölum og var haltur eftir brotið. Skjáskot/Max Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason meiddist í ökkla eftir fólskulegt brot Alexanders Milosevic í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Þjálfari hans segir engan annan í deildinni svo harðan af sér að halda áfram leik eins og Arnór gerði. Arnór Ingvi var á sínum stað í byrjunarliði Norrköping sem mætti AIK á heimavelli. Undir lok fyrri hálfleiks haltraði hann um völlinn eftir brot Milosevic sem svo sannarlega virtist verðskulda rautt spjald, en brotið má sjá hér að neðan. "Jag tycker att det är jätterött faktiskt.""Att det ska vara rött är det ingen tvekan om." Studion om situationen mellan Milošević och Traustason.📲 Se IFK Norrköping - AIK på Max pic.twitter.com/sJbI5q9qjD— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) November 4, 2024 „Ég fór í hann en mér fannst ég líka fara í boltann,“ sagði Milosevic við Max-sjónvarpsstöðina í hálfleik en sérfræðingar stöðvarinnar voru hins vegar sammála um að hann hefði átt að fá rauða spjaldið. „Mér fannst þetta í raun vera eldrautt spjald,“ sagði Alexander Axén og Emelie Zaar Ölander tók í sama streng: „Það er enginn vafi um það að þetta átti að vera rautt spjald.“ Þrátt fyrir meiðslin hélt Arnór Ingvi áfram leik í seinni hálfleik en hann haltraði svo af velli á 64. mínútu, eftir annað högg. Þá var staðan orðin 1-0 og það urðu einnig lokatölurnar. Andreas Alm, þjálfari Norrköping, hrósaði Arnóri eftir leikinn: „Það hefði enginn annar í þessari deild spilað áfram með þessa verki sem hann var með. Þetta er algjörlega einstakt.“ Arnór gat að lokum glaðst og fagnað því að með sigrinum er öruggt að Norrköping spilar áfram í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Sigurinn kom liðinu frá fallsvæðinu og upp í 11. sæti, á öruggan stað fyrir lokaumferð deildarinnar um næstu helgi. Tæklingin frá Milosevic hefur vonandi engin áhrif á landsleikina sem svo taka við, en Ísland mætir Svartfjallalandi og Wales ytra í lokaleikjum riðlakeppni Þjóðadeildarinnar, 16. og 19. nóvember. Sænski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Fleiri fréttir Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Sjá meira
Arnór Ingvi var á sínum stað í byrjunarliði Norrköping sem mætti AIK á heimavelli. Undir lok fyrri hálfleiks haltraði hann um völlinn eftir brot Milosevic sem svo sannarlega virtist verðskulda rautt spjald, en brotið má sjá hér að neðan. "Jag tycker att det är jätterött faktiskt.""Att det ska vara rött är det ingen tvekan om." Studion om situationen mellan Milošević och Traustason.📲 Se IFK Norrköping - AIK på Max pic.twitter.com/sJbI5q9qjD— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) November 4, 2024 „Ég fór í hann en mér fannst ég líka fara í boltann,“ sagði Milosevic við Max-sjónvarpsstöðina í hálfleik en sérfræðingar stöðvarinnar voru hins vegar sammála um að hann hefði átt að fá rauða spjaldið. „Mér fannst þetta í raun vera eldrautt spjald,“ sagði Alexander Axén og Emelie Zaar Ölander tók í sama streng: „Það er enginn vafi um það að þetta átti að vera rautt spjald.“ Þrátt fyrir meiðslin hélt Arnór Ingvi áfram leik í seinni hálfleik en hann haltraði svo af velli á 64. mínútu, eftir annað högg. Þá var staðan orðin 1-0 og það urðu einnig lokatölurnar. Andreas Alm, þjálfari Norrköping, hrósaði Arnóri eftir leikinn: „Það hefði enginn annar í þessari deild spilað áfram með þessa verki sem hann var með. Þetta er algjörlega einstakt.“ Arnór gat að lokum glaðst og fagnað því að með sigrinum er öruggt að Norrköping spilar áfram í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Sigurinn kom liðinu frá fallsvæðinu og upp í 11. sæti, á öruggan stað fyrir lokaumferð deildarinnar um næstu helgi. Tæklingin frá Milosevic hefur vonandi engin áhrif á landsleikina sem svo taka við, en Ísland mætir Svartfjallalandi og Wales ytra í lokaleikjum riðlakeppni Þjóðadeildarinnar, 16. og 19. nóvember.
Sænski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Fleiri fréttir Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Sjá meira