Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Árni Sæberg skrifar 5. nóvember 2024 12:14 Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn. Vísir/Ívar Fannar Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins gefur lítið fyrir yfirlýsingar meirihlutans um rekstrarafgang og vel heppnað aðhald í rekstri borgarinnar. Hálfs milljarðs væntur rekstrarafgangur skýrist alfarið af sölu Perlunnar, sem þurfi að fara fram fyrir áramót. „Í dag á að bera á borð fyrir okkur þá tálsýn að borgin sé ekki lengur rekin með halla. Það sem meirihlutinn hins vegar forðast að nefna, og kom raunar ekki fram í dagsljósið fyrr en eftir ítrekaðar fyrirspurnir mínar, að allt hangir þetta á þeirri óskhyggju að Perlan seljist fyrir áramót“, er haft eftir Hildi Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, í fréttatilkynningu um frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar. Hálfur milljarður í afgang Frumvarpið er lagt fram í borgarstjórn til fyrri umræðu í dag. Samkvæmt útkomuspá mun rekstrarafgangur ársins í ár vera rúmlega hálfur milljarður króna og á næsta ári um 1,7 milljarðar króna. Rétt að staldra við „Borgarstjóri, Einar Þorsteinsson, segir umfangsmiklar hagræðingaraðgerðir helstu ástæðu þess að rekstrinum hafi nú verið snúið til betri vegar. Það er rétt að staldra aðeins við þær fullyrðingar,“ er haft eftir Hildi. Borgarstjóri hafi fyrir tveimur árum boðað einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni. Hagræðingarkrafa hafi verið sett á öll svið, þeim gert að draga úr launakosnaði og nýjar ráðningarreglur innleiddar svo stemma mætti stigu við starfsmannafjölgun. „En var þessu fylgt eftir? Þegar tölurnar eru rýndar kemur í ljós að launakostnaður jókst um 7,2 milljarða milli ára og rekstrarkostnaður sömuleiðis um 5,3 milljarða. Starfsfólki hélt jafnframt áfram að fjölga, einna helst í yfirbyggingunni. Hvaðan sækir Einar þá viðsnúninginn? Hvar eru þessar sögulegu hagræðingar?“, spyr Hildur. Ráðast þurfi í hagræðingar Tekjur borgarinnar hefðu hækkað um 17,3 milljarða milli ára. Vandi borgarinnar væri því ekki tekjuvandi, enda hafi tekjur borgarinnar aukist stöðugt undanliðinn áratug. Vandinn væri mun fremur útgjaldavandi. Starfsmannafjöldi og rekstrarkostnaður hefðu aukist langt umfram lýðfræðilega þróun síðasta áratug. Fullyrðingar borgarstjóra um sögulegar hagræðingar standist því enga skoðun. Hér hafi engu verið hagrætt nema sannleikanum. „Arðgreiðslur, tekjur af sölu byggingarréttar og ætlaður hagnaður af sölu Perlunnar nema 12,4 milljörðum króna í útkomuspá fyrir 2024. Ef þessara tekna nyti ekki við væri niðurstaðan af rekstri borgarinnar um 11,8 milljarða halli! Það blasir við að rekstur borgarinnar er fullkomlega ósjálfbær. Það er löngu tímabært að horfast í augu við vandann. Við þurfum að ráðast í hagræðingar, minnka yfirbygginguna og hefja skipulega niðurgreiðslu skulda. Samhliða þarf að útvista fleiri verkefnum og láta af samkeppnisrekstri. Einungis þannig náum við böndum á stjórnlausum rekstri.“ Starfsmönnum fjölgi Hildur bendir í annarri fréttatilkynningu á að í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025 sé gert ráð fyrir 35% aukningu launakostnaðar á þróunar- og nýsköpunarsviði borgarinnar. Fyrirhugað sé að fjölga starfsfólki sviðsins um 36 talsins á næsta ári og muni þá starfa á sviðinu 138 manns. Í heild muni starfa 186 einstaklingar við stafræna umbreytingu borgarinnar. „Borgin rekur langstærsta hugbúnaðarhús landsins og ástæða er til að staldra við. Þessi verkefni þarf að bjóða út í mun meiri mæli,“ segir Hildur.. Oddvitaumræður í borgarstjórn um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025 og fjármálastefnu Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið 2025 til 2029 fóru fram í dag. Í umræðum rakti Hildur jafnframt hvernig starfsmannafjöldi A-hluta hafi aukist yfir fimm ára tímabil um 25%. Í ræðu hennar kom fram að í árslok 2022 hafi starfað 11.703 einstaklingar innan A-hluta borgarinnar, en þeir hafi verið 9.346 árið 2017. „Starfsmönnum borgarinnar fjölgaði langt umfram lýðfræðilega þróun en yfir sama tímabil fjölgaði íbúum borgarinnar aðeins um 10%. Þetta er varhugaverð þróun og birtingarmynd af bæði ofvöxnu kerfi og slæmum rekstri,“ sagði Hildur í umræðum. Hún rifjaði upp yfirlýsingar Einars Þorsteinssonar, borgarstjóra, um að framundan væru einhverjar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni. Meirihlutinn hafi ákveðið að hagræða í launakostnaði og fækka stöðugildum. „Þau settu sér meira að segja sérstaka stefnu um það sjálfsagða mál að ráða ekki í ónauðsynleg störf. Það fer ekki saman hljóð og mynd hjá þessum meirihluta, enda hefur starfsmönnum ekki fækkað heldur þvert á móti fjölgað síðustu ár. Útgjaldaþenslan er hömlulaus og enginn vilji innan meirihlutans til að grípa í handbremsuna.“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn, segir ekki rétt að starfsfólki þjónustu- og nýsköpunarsviðs sé að fjölga. „Þeim hefur fækkað undanfarið ár. Það er hinsvegar verið að færa hluta af starfseminni úr fjárfestingu í rekstur. ÞON var með rúmlega 200 stöðugildi við lok síðasta árs. Nú eru þau um 170 en þar af eru 138 í rekstri. Þeim hefur því fækkað um rúmlega 30 á þessu ári,“ segir Dóra Björt. Fréttin var uppfærð með tilkynningu Sjálfstæðisflokksins varðandi starfsmannafjölda og athugasemd borgarfulltrúa Pírata. Borgarstjórn Reykjavík Rekstur hins opinbera Salan á Perlunni Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
„Í dag á að bera á borð fyrir okkur þá tálsýn að borgin sé ekki lengur rekin með halla. Það sem meirihlutinn hins vegar forðast að nefna, og kom raunar ekki fram í dagsljósið fyrr en eftir ítrekaðar fyrirspurnir mínar, að allt hangir þetta á þeirri óskhyggju að Perlan seljist fyrir áramót“, er haft eftir Hildi Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, í fréttatilkynningu um frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar. Hálfur milljarður í afgang Frumvarpið er lagt fram í borgarstjórn til fyrri umræðu í dag. Samkvæmt útkomuspá mun rekstrarafgangur ársins í ár vera rúmlega hálfur milljarður króna og á næsta ári um 1,7 milljarðar króna. Rétt að staldra við „Borgarstjóri, Einar Þorsteinsson, segir umfangsmiklar hagræðingaraðgerðir helstu ástæðu þess að rekstrinum hafi nú verið snúið til betri vegar. Það er rétt að staldra aðeins við þær fullyrðingar,“ er haft eftir Hildi. Borgarstjóri hafi fyrir tveimur árum boðað einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni. Hagræðingarkrafa hafi verið sett á öll svið, þeim gert að draga úr launakosnaði og nýjar ráðningarreglur innleiddar svo stemma mætti stigu við starfsmannafjölgun. „En var þessu fylgt eftir? Þegar tölurnar eru rýndar kemur í ljós að launakostnaður jókst um 7,2 milljarða milli ára og rekstrarkostnaður sömuleiðis um 5,3 milljarða. Starfsfólki hélt jafnframt áfram að fjölga, einna helst í yfirbyggingunni. Hvaðan sækir Einar þá viðsnúninginn? Hvar eru þessar sögulegu hagræðingar?“, spyr Hildur. Ráðast þurfi í hagræðingar Tekjur borgarinnar hefðu hækkað um 17,3 milljarða milli ára. Vandi borgarinnar væri því ekki tekjuvandi, enda hafi tekjur borgarinnar aukist stöðugt undanliðinn áratug. Vandinn væri mun fremur útgjaldavandi. Starfsmannafjöldi og rekstrarkostnaður hefðu aukist langt umfram lýðfræðilega þróun síðasta áratug. Fullyrðingar borgarstjóra um sögulegar hagræðingar standist því enga skoðun. Hér hafi engu verið hagrætt nema sannleikanum. „Arðgreiðslur, tekjur af sölu byggingarréttar og ætlaður hagnaður af sölu Perlunnar nema 12,4 milljörðum króna í útkomuspá fyrir 2024. Ef þessara tekna nyti ekki við væri niðurstaðan af rekstri borgarinnar um 11,8 milljarða halli! Það blasir við að rekstur borgarinnar er fullkomlega ósjálfbær. Það er löngu tímabært að horfast í augu við vandann. Við þurfum að ráðast í hagræðingar, minnka yfirbygginguna og hefja skipulega niðurgreiðslu skulda. Samhliða þarf að útvista fleiri verkefnum og láta af samkeppnisrekstri. Einungis þannig náum við böndum á stjórnlausum rekstri.“ Starfsmönnum fjölgi Hildur bendir í annarri fréttatilkynningu á að í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025 sé gert ráð fyrir 35% aukningu launakostnaðar á þróunar- og nýsköpunarsviði borgarinnar. Fyrirhugað sé að fjölga starfsfólki sviðsins um 36 talsins á næsta ári og muni þá starfa á sviðinu 138 manns. Í heild muni starfa 186 einstaklingar við stafræna umbreytingu borgarinnar. „Borgin rekur langstærsta hugbúnaðarhús landsins og ástæða er til að staldra við. Þessi verkefni þarf að bjóða út í mun meiri mæli,“ segir Hildur.. Oddvitaumræður í borgarstjórn um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025 og fjármálastefnu Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið 2025 til 2029 fóru fram í dag. Í umræðum rakti Hildur jafnframt hvernig starfsmannafjöldi A-hluta hafi aukist yfir fimm ára tímabil um 25%. Í ræðu hennar kom fram að í árslok 2022 hafi starfað 11.703 einstaklingar innan A-hluta borgarinnar, en þeir hafi verið 9.346 árið 2017. „Starfsmönnum borgarinnar fjölgaði langt umfram lýðfræðilega þróun en yfir sama tímabil fjölgaði íbúum borgarinnar aðeins um 10%. Þetta er varhugaverð þróun og birtingarmynd af bæði ofvöxnu kerfi og slæmum rekstri,“ sagði Hildur í umræðum. Hún rifjaði upp yfirlýsingar Einars Þorsteinssonar, borgarstjóra, um að framundan væru einhverjar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni. Meirihlutinn hafi ákveðið að hagræða í launakostnaði og fækka stöðugildum. „Þau settu sér meira að segja sérstaka stefnu um það sjálfsagða mál að ráða ekki í ónauðsynleg störf. Það fer ekki saman hljóð og mynd hjá þessum meirihluta, enda hefur starfsmönnum ekki fækkað heldur þvert á móti fjölgað síðustu ár. Útgjaldaþenslan er hömlulaus og enginn vilji innan meirihlutans til að grípa í handbremsuna.“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn, segir ekki rétt að starfsfólki þjónustu- og nýsköpunarsviðs sé að fjölga. „Þeim hefur fækkað undanfarið ár. Það er hinsvegar verið að færa hluta af starfseminni úr fjárfestingu í rekstur. ÞON var með rúmlega 200 stöðugildi við lok síðasta árs. Nú eru þau um 170 en þar af eru 138 í rekstri. Þeim hefur því fækkað um rúmlega 30 á þessu ári,“ segir Dóra Björt. Fréttin var uppfærð með tilkynningu Sjálfstæðisflokksins varðandi starfsmannafjölda og athugasemd borgarfulltrúa Pírata.
Borgarstjórn Reykjavík Rekstur hins opinbera Salan á Perlunni Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira