Setja upp árekstur og hefja saman rekstur Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 6. nóvember 2024 09:00 Steingrímur Gauti og Árni Már standa að sýningunni Árekstur í Gallery Port. Aðsend „Þetta verður fyrsti áreksturinn okkar og við hlökkum til að sjá hvernig verkin okkar munu tala saman í rýminu,“ segja myndlistarmennirnir Steingrímur Gauti og Árni Már sem standa að samsýningunni Árekstur. Báðir hafa þeir haslað sér völl sem einhverjir vinsælustu listamenn landsins. Sýningin opnar með pomp og prakt næstkomandi laugardag í Gallery Port á milli klukkan 15:00 og 17:00. Árni Már Þ. Viðarsson og Steingrímur Gauti koma saman í árekstri myndheima sinna. Nálgun þeirra og vinnubrögð eru lík að miklu leyti en útkoman ekki. Samsýningin Árekstur handsalar einnig aðkomu Steingríms Gauta að Gallery Port, sem eins meðeiganda með Árna Má og Skarphéðni Bergþórusyni. Hitta á sömu taugina Blaðamaður ræddi við Árna Má og Steingrím Gauta. „Við Steingrímur höfum unnið saman nokkrum sinnum, hann hefur sýnt hjá okkur í Gallery Port og það samstarf hefur alltaf verið alveg til fyrirmyndar. Þessi sýning er engin undantekning á því, við þekkjumst vel og þekkjum verk hvors annars mjög vel svo við unnum þetta á sitt hvorri vinnustofunni en héldum samtalinu lifandi í gegnum prósessinn, segir Árni Már og bætir við: Það hversu samstarfið hefur gengið vel með Steingrími var að sjálfsögðu lykilþáttur í því að við Skarphéðinn fórum að velta því upp hvort hann væri ekki góður kandídat í að koma með okkur í reksturinn á Gallery Port.“ Steingrímur Gauti tekur undir. „Þegar ég spjalla við annað myndlistafólk hef ég yfirleitt mestan áhuga á að ræða tilurð verkanna og vinnuferlið en við Árni hittum held ég svolítið á sömu taugina þar. Það er mikill leikur í verkunum okkar beggja og ég held við höfum báðir gaman að því að vinna okkur í gegnum efnið og vita ekki alveg hver útkoman verður. Þó svo að verkin okkar séu kannski ekki áþekk að sjón held ég að þau komi frá svipuðum stað. Við erum búnir að vera með þessa sýningu í maganum í langan tíma og fannst eiginlega tilvalið að fagna okkar nýja samstarfi með þessari tvímenningssýningu, ásamt því að Skarpi mun sýna í Sjoppunni á bak við,“ segir Steingrímur. Steingrímur og Árni hafa þekkst lengi en Steingrímur er nú orðinn meðeigandi af Portinu.Aðsend Eitt mesta forréttindatuðið Aðspurðir hvort eitthvað hafi verið um árekstra þeirra á milli í ferlinu segir Árni Már: „Alls konar árekstrar en enginn þeirra lýsandi fyrir eiginlega merkingu þessa orðs. Það má frekar segja að við hefðum rekist á og erum að hefja saman rekstur, sem er samt sem áður rekstur sem Steingrímur er að koma inn sem góð viðbót í. Til þess að fullkomna þennan árekstur þá er Skarphéðinn að vinna nýja seríu sem verður hjá okkur í Sjoppunni en það er lítil sýningarsería sem við byrjuðum með í sjoppunni, á vinnustofunni. Besti áreksturinn var vissulega þegar ég kom heim einn daginn og var að kvarta yfir því að ég væri á vinnustofunni dögum saman að mála og konan benti mér á að þetta væri eitt mesta forréttindatuð sem hún hefur heyrt frá mér,“ segir Árni kíminn. Árni Már var viðmælandi í Vísisþættinum Kúnst árið 2022. Hér má sjá viðtalið við hann: Eyddi sumrinu í vinnustofudvöl í Japan Steingrímur hefur í gegnum tíðina unnið vel með Portinu og hlakkar til þess að bætast í eigendahópinn. „Við Árni höfum þekkst lengi og ég hef tekið þátt í alls konar sýningum auk þess að halda allavega tvær einkasýningar í Portinu í gegnum árin. Þetta verður fyrsti áreksturinn okkar og við hlökkum til að sjá hvernig verkin okkar munu tala saman í rýminu. Við höfum verið í miklu samtali í gegnum ferlið en við höfum minnst talað um verkin sjálf. Ég eyddi sumrinu í vinnustofudvöl í Japan og er að sýna svolítið af verkum sem ég annað hvort byrjaði á eða eru sprottin þaðan. Annars eru verkin mín núna að mörgu leyti sjálfstætt framhald af því sem hefur verið mér hugleikið síðustu ár, sem er að reyna að búa til rými fyrir það sem gerist hverju sinni og vera ekki fyrir því sem verður til.“ Sannarlega að fara nýjar leiðir Árni Már segist hafa farið óhefðbundnar leiðir í listsköpun sinni. „Þegar það kemur að einka eða tvímenningar sýningu þar sem ég er að gera eitthvað sem athyglin snýr mikið að mér og mínum verkum þá fær það mig alltaf til þess að rýna í hlutina á vegu sem ég geri ekki venjulega. Það fer meiri fókus á verkin, hvers vegna ég er að gera þau og hvað það er sem ég er að sækjast eftir með allri þessari vinnu.“ Þeir sammælast um að samvinnan hafi ýtt þeim í nýjar áttir. Vissulega, það gerir það alltaf, segir Árni Már og bætir við: „Þrátt fyrir að stundum sé þetta eins og sömu vinnubrögð og svipaðar aðferðir þá fer ég alltaf nýja vegferð þegar kemur að því að eyða svona löngum stundum á vinnustofunni með ekkert annað en efnivið, verkfæri og tónlist. Þó ég sé með mikið af verkum í svipuðu þema þá er ég svo sannarlega að fara nýjar leiðir í þetta skiptið.“ Steingrímur og Árni fara nýjar leiðir í listsköpuninni.Aðsend Setur á laggirnar listamannarekinn fjárfestingarsjóð Steingrímur Gauti segir að allar sýningar séu svolítið eins og kontrapunkturinn á vinnunni hans. „Þær eru tækifæri til þess að draga saman og kjarna það sem ég hef verið að gera, fara aðeins meira í gagnrýnina og reyna að finna út hvað virkar og hvað ekki. Þetta er örugglega mikilvægasti þátturinn í mínum þroska sem myndlistarmaður. Mér finnst mjög spennandi að sýna með Árna, en tvímenningssýningar eru alveg sérstakt fyrirbæri þar sem maður fær að spegla sig í allt öðru samhengi en þegar maður er einn eða í hóp.“ Árni hefur samhliða undirbúningnum unnið að því síðastliðna mánuði að stofna listamannarekinn fjárfestingarsjóð. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt verkefni sem hefur komið mest á óvart hversu ótrúlega vel hefur verði tekið í. Það eru nú þegar komnir einhverjir fjárfestar um borð en það er að sjálfsögðu verið að vinna að því að fá fleiri. Verkin samhliða þessu eru unnin út frá gömlum hlutabréfum og verður mikill leikur í kringum þetta þó að þetta sé mikil alvara á sama tíma. Tilgangur sjóðsins er að fjárfesta í myndlist, með áherslu á ungt listafólk en á sama tíma einnig í þeim sem hafa starfað lengur.“ Sýningar á Íslandi Myndlist Menning Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Sýningin opnar með pomp og prakt næstkomandi laugardag í Gallery Port á milli klukkan 15:00 og 17:00. Árni Már Þ. Viðarsson og Steingrímur Gauti koma saman í árekstri myndheima sinna. Nálgun þeirra og vinnubrögð eru lík að miklu leyti en útkoman ekki. Samsýningin Árekstur handsalar einnig aðkomu Steingríms Gauta að Gallery Port, sem eins meðeiganda með Árna Má og Skarphéðni Bergþórusyni. Hitta á sömu taugina Blaðamaður ræddi við Árna Má og Steingrím Gauta. „Við Steingrímur höfum unnið saman nokkrum sinnum, hann hefur sýnt hjá okkur í Gallery Port og það samstarf hefur alltaf verið alveg til fyrirmyndar. Þessi sýning er engin undantekning á því, við þekkjumst vel og þekkjum verk hvors annars mjög vel svo við unnum þetta á sitt hvorri vinnustofunni en héldum samtalinu lifandi í gegnum prósessinn, segir Árni Már og bætir við: Það hversu samstarfið hefur gengið vel með Steingrími var að sjálfsögðu lykilþáttur í því að við Skarphéðinn fórum að velta því upp hvort hann væri ekki góður kandídat í að koma með okkur í reksturinn á Gallery Port.“ Steingrímur Gauti tekur undir. „Þegar ég spjalla við annað myndlistafólk hef ég yfirleitt mestan áhuga á að ræða tilurð verkanna og vinnuferlið en við Árni hittum held ég svolítið á sömu taugina þar. Það er mikill leikur í verkunum okkar beggja og ég held við höfum báðir gaman að því að vinna okkur í gegnum efnið og vita ekki alveg hver útkoman verður. Þó svo að verkin okkar séu kannski ekki áþekk að sjón held ég að þau komi frá svipuðum stað. Við erum búnir að vera með þessa sýningu í maganum í langan tíma og fannst eiginlega tilvalið að fagna okkar nýja samstarfi með þessari tvímenningssýningu, ásamt því að Skarpi mun sýna í Sjoppunni á bak við,“ segir Steingrímur. Steingrímur og Árni hafa þekkst lengi en Steingrímur er nú orðinn meðeigandi af Portinu.Aðsend Eitt mesta forréttindatuðið Aðspurðir hvort eitthvað hafi verið um árekstra þeirra á milli í ferlinu segir Árni Már: „Alls konar árekstrar en enginn þeirra lýsandi fyrir eiginlega merkingu þessa orðs. Það má frekar segja að við hefðum rekist á og erum að hefja saman rekstur, sem er samt sem áður rekstur sem Steingrímur er að koma inn sem góð viðbót í. Til þess að fullkomna þennan árekstur þá er Skarphéðinn að vinna nýja seríu sem verður hjá okkur í Sjoppunni en það er lítil sýningarsería sem við byrjuðum með í sjoppunni, á vinnustofunni. Besti áreksturinn var vissulega þegar ég kom heim einn daginn og var að kvarta yfir því að ég væri á vinnustofunni dögum saman að mála og konan benti mér á að þetta væri eitt mesta forréttindatuð sem hún hefur heyrt frá mér,“ segir Árni kíminn. Árni Már var viðmælandi í Vísisþættinum Kúnst árið 2022. Hér má sjá viðtalið við hann: Eyddi sumrinu í vinnustofudvöl í Japan Steingrímur hefur í gegnum tíðina unnið vel með Portinu og hlakkar til þess að bætast í eigendahópinn. „Við Árni höfum þekkst lengi og ég hef tekið þátt í alls konar sýningum auk þess að halda allavega tvær einkasýningar í Portinu í gegnum árin. Þetta verður fyrsti áreksturinn okkar og við hlökkum til að sjá hvernig verkin okkar munu tala saman í rýminu. Við höfum verið í miklu samtali í gegnum ferlið en við höfum minnst talað um verkin sjálf. Ég eyddi sumrinu í vinnustofudvöl í Japan og er að sýna svolítið af verkum sem ég annað hvort byrjaði á eða eru sprottin þaðan. Annars eru verkin mín núna að mörgu leyti sjálfstætt framhald af því sem hefur verið mér hugleikið síðustu ár, sem er að reyna að búa til rými fyrir það sem gerist hverju sinni og vera ekki fyrir því sem verður til.“ Sannarlega að fara nýjar leiðir Árni Már segist hafa farið óhefðbundnar leiðir í listsköpun sinni. „Þegar það kemur að einka eða tvímenningar sýningu þar sem ég er að gera eitthvað sem athyglin snýr mikið að mér og mínum verkum þá fær það mig alltaf til þess að rýna í hlutina á vegu sem ég geri ekki venjulega. Það fer meiri fókus á verkin, hvers vegna ég er að gera þau og hvað það er sem ég er að sækjast eftir með allri þessari vinnu.“ Þeir sammælast um að samvinnan hafi ýtt þeim í nýjar áttir. Vissulega, það gerir það alltaf, segir Árni Már og bætir við: „Þrátt fyrir að stundum sé þetta eins og sömu vinnubrögð og svipaðar aðferðir þá fer ég alltaf nýja vegferð þegar kemur að því að eyða svona löngum stundum á vinnustofunni með ekkert annað en efnivið, verkfæri og tónlist. Þó ég sé með mikið af verkum í svipuðu þema þá er ég svo sannarlega að fara nýjar leiðir í þetta skiptið.“ Steingrímur og Árni fara nýjar leiðir í listsköpuninni.Aðsend Setur á laggirnar listamannarekinn fjárfestingarsjóð Steingrímur Gauti segir að allar sýningar séu svolítið eins og kontrapunkturinn á vinnunni hans. „Þær eru tækifæri til þess að draga saman og kjarna það sem ég hef verið að gera, fara aðeins meira í gagnrýnina og reyna að finna út hvað virkar og hvað ekki. Þetta er örugglega mikilvægasti þátturinn í mínum þroska sem myndlistarmaður. Mér finnst mjög spennandi að sýna með Árna, en tvímenningssýningar eru alveg sérstakt fyrirbæri þar sem maður fær að spegla sig í allt öðru samhengi en þegar maður er einn eða í hóp.“ Árni hefur samhliða undirbúningnum unnið að því síðastliðna mánuði að stofna listamannarekinn fjárfestingarsjóð. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt verkefni sem hefur komið mest á óvart hversu ótrúlega vel hefur verði tekið í. Það eru nú þegar komnir einhverjir fjárfestar um borð en það er að sjálfsögðu verið að vinna að því að fá fleiri. Verkin samhliða þessu eru unnin út frá gömlum hlutabréfum og verður mikill leikur í kringum þetta þó að þetta sé mikil alvara á sama tíma. Tilgangur sjóðsins er að fjárfesta í myndlist, með áherslu á ungt listafólk en á sama tíma einnig í þeim sem hafa starfað lengur.“
Sýningar á Íslandi Myndlist Menning Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira