McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2024 10:31 Rory McIlroy er búinn að vinna í sveiflunni sinni síðustu vikur og það verður fróðlegt að sjá hverju það skilar þessum vinsæla kylfingi. Getty/Andrew Redington Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy getur orðið besti kylfingur Evrópumótaraðarinnar í sjötta sinn vinni hann Abú Dabí meistaramótið í þessari viku. Golfáhugafólk mun hins vegar sjá mögulega breytingu á leikstíl McIlroy á þessu móti. Hann er að koma úr felum eftir þriggja vikna æfingarbúðir þar sem hann vann í nýrri golfsveiflu hjá sér. McIlroy sagði að hann hafi verið fastur í golfhermum þessar vikur og unnið í sveiflunni sinni, fyrst á Flórída og svo í New York. Hann eyddi dögunum í það að slá boltanum í skjá með nýju sveiflunni sinni. ESPN segir frá. McIlroy hefur ekki verið ánægður með sveifluna sína en hann var líka mjög ósáttur við það að hafa kastað marg oft frá sér góðri stöðu á mótum á þessu ári. Besta dæmið um það var Opna bandaríska meistaramótið í júní þar sem hann klúðraði tveimur stuttum púttum á síðustu þremur holunum. Hann hefur ekki unnið risamót í heilan áratug. „Eina leiðin fyrir mig til að breyta sveiflunni, eða í það minnsta að komast í rétta átt með sveifluna mína, var að læsa mig inni og hætta að horfa á það hvert boltinn færi. Bara einbeita mér að réttu hreyfingunum,“ sagði Rory McIlroy á blaðamannafundi fyrir mótið. „Ég reyndi að gera sveifluna markvissari og þá er ólíklegra að hún riðlist þegar pressan er mikil. Ef ég horfi á þetta ár þá er það eina sem ég get fundið að er að ég klúðraði þremur tækifærum til að vinna mót,“ sagði McIlroy. Takist McIlroy að vinna í Abú Dabí þá verða úrslitin ráðin fyrir lokamótið. „Ef ég fer út og vinn í þessari viku, þá verður þetta kannski svolítið leiðinlegt í næstu viku. Það verður samt ekki leiðinlegt fyrir mig, heldur bara yndislegt,“ sagði McIlroy sposkur. „Ég er evrópskur kylfingur. Ég vil tryggja stöðu mína sem besti evrópski kylfingur sögunnar,“ sagði McIlroy en tók það fram að hann sé hvergi nærri hættur og stefnir á frekari titla í framtíðinni. Rory McIlroy says he's spent 3 weeks working on swing changes.He didn't allow himself to see ball flights.Do you notice anything different? pic.twitter.com/71sn6OIkIa— Jamie Kennedy (@jamierkennedy) November 6, 2024 Golf Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Íslenski boltinn Fleiri fréttir Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Sjá meira
Golfáhugafólk mun hins vegar sjá mögulega breytingu á leikstíl McIlroy á þessu móti. Hann er að koma úr felum eftir þriggja vikna æfingarbúðir þar sem hann vann í nýrri golfsveiflu hjá sér. McIlroy sagði að hann hafi verið fastur í golfhermum þessar vikur og unnið í sveiflunni sinni, fyrst á Flórída og svo í New York. Hann eyddi dögunum í það að slá boltanum í skjá með nýju sveiflunni sinni. ESPN segir frá. McIlroy hefur ekki verið ánægður með sveifluna sína en hann var líka mjög ósáttur við það að hafa kastað marg oft frá sér góðri stöðu á mótum á þessu ári. Besta dæmið um það var Opna bandaríska meistaramótið í júní þar sem hann klúðraði tveimur stuttum púttum á síðustu þremur holunum. Hann hefur ekki unnið risamót í heilan áratug. „Eina leiðin fyrir mig til að breyta sveiflunni, eða í það minnsta að komast í rétta átt með sveifluna mína, var að læsa mig inni og hætta að horfa á það hvert boltinn færi. Bara einbeita mér að réttu hreyfingunum,“ sagði Rory McIlroy á blaðamannafundi fyrir mótið. „Ég reyndi að gera sveifluna markvissari og þá er ólíklegra að hún riðlist þegar pressan er mikil. Ef ég horfi á þetta ár þá er það eina sem ég get fundið að er að ég klúðraði þremur tækifærum til að vinna mót,“ sagði McIlroy. Takist McIlroy að vinna í Abú Dabí þá verða úrslitin ráðin fyrir lokamótið. „Ef ég fer út og vinn í þessari viku, þá verður þetta kannski svolítið leiðinlegt í næstu viku. Það verður samt ekki leiðinlegt fyrir mig, heldur bara yndislegt,“ sagði McIlroy sposkur. „Ég er evrópskur kylfingur. Ég vil tryggja stöðu mína sem besti evrópski kylfingur sögunnar,“ sagði McIlroy en tók það fram að hann sé hvergi nærri hættur og stefnir á frekari titla í framtíðinni. Rory McIlroy says he's spent 3 weeks working on swing changes.He didn't allow himself to see ball flights.Do you notice anything different? pic.twitter.com/71sn6OIkIa— Jamie Kennedy (@jamierkennedy) November 6, 2024
Golf Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Íslenski boltinn Fleiri fréttir Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Sjá meira