Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Aron Guðmundsson skrifar 7. nóvember 2024 15:01 Lewis Hamilton hefur verið afar sigursæll í Formúlu 1 Vísir/Getty Sjöfaldi heimsmeistarinn í Formúlu 1, Bretinn Lewis Hamilton, mun klára tímabilið með Mercedes. Þetta staðfestir liðið eftir að hávær orðrómur fór á kreik um að leiðir myndu skilja fyrir lok tímabilsins. Hamilton, sem er einn sigursælasti ökuþór Formúlu 1 mótaraðarinnar og hefur notið mikillar velgengni hjá Mercedes, gengur til liðs við Ferrari eftir yfirstandandi tímabil. Hins vegar hafði frammistaða hans íá heppnishelgi í Brasilíu um síðastliðna helgi komið af stað orðrómi þess efnis að hann myndi yfirgefa liðið fyrir lok tímabilsins nú þegar að þrjár keppnishelgar eru eftir. Slök frammistaða í Brasilíu sem og samskipti Hamilton við lið sitt eftir keppni á sunnudeginum urðu til þess að slíkur orðrómur fór á kreik. Hamilton lauk keppni í tíunda sæti í kappakstri sunnudagsins en daginn áður hafði hann lokið leik í ellefta sæti í sprettkeppninni. Hann var niðurlútur, Hamilton, að lokinni keppnishelginni. „Þetta var hörmuleg keppnishelgi,“ sagði Hamilton í gegnum samskiptarás Mercedes liðsins eftir kappaksturinn í Brasilíu. „Bíllinn hefur aldre verið verri. Takk samt sem áður fyrir ykkar framlag. Við reyndum og þið gerðuð ykkar besta á þjónustusvæðinu. Ef þetta er í síðasta sinn sem ég fæ að láta reyna á þetta þá er synd að þetta endi svona. Þetta var ekki frábært en ég er þakklátur fyrir ykkur.“ Þá lét Hamilton hafa það eftir sér í samtali við Sky Sports í kjölfarið að í stað þess að taka þátt í síðustu þremur keppnishelgum tímabilsins þá myndi hann glaður fara og taka sér frí. Hins vegar hefur það nú verið staðfest af nokkrum veitum að Mercedes hafi staðfest að Hamilton sé ekki á förum fyrir lok tímabilsins. Hann verði einn af ökumönnum liðsins á keppnishelgunum í Las Vegas, Katar og Abu Dhabi. Akstursíþróttir Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Hamilton, sem er einn sigursælasti ökuþór Formúlu 1 mótaraðarinnar og hefur notið mikillar velgengni hjá Mercedes, gengur til liðs við Ferrari eftir yfirstandandi tímabil. Hins vegar hafði frammistaða hans íá heppnishelgi í Brasilíu um síðastliðna helgi komið af stað orðrómi þess efnis að hann myndi yfirgefa liðið fyrir lok tímabilsins nú þegar að þrjár keppnishelgar eru eftir. Slök frammistaða í Brasilíu sem og samskipti Hamilton við lið sitt eftir keppni á sunnudeginum urðu til þess að slíkur orðrómur fór á kreik. Hamilton lauk keppni í tíunda sæti í kappakstri sunnudagsins en daginn áður hafði hann lokið leik í ellefta sæti í sprettkeppninni. Hann var niðurlútur, Hamilton, að lokinni keppnishelginni. „Þetta var hörmuleg keppnishelgi,“ sagði Hamilton í gegnum samskiptarás Mercedes liðsins eftir kappaksturinn í Brasilíu. „Bíllinn hefur aldre verið verri. Takk samt sem áður fyrir ykkar framlag. Við reyndum og þið gerðuð ykkar besta á þjónustusvæðinu. Ef þetta er í síðasta sinn sem ég fæ að láta reyna á þetta þá er synd að þetta endi svona. Þetta var ekki frábært en ég er þakklátur fyrir ykkur.“ Þá lét Hamilton hafa það eftir sér í samtali við Sky Sports í kjölfarið að í stað þess að taka þátt í síðustu þremur keppnishelgum tímabilsins þá myndi hann glaður fara og taka sér frí. Hins vegar hefur það nú verið staðfest af nokkrum veitum að Mercedes hafi staðfest að Hamilton sé ekki á förum fyrir lok tímabilsins. Hann verði einn af ökumönnum liðsins á keppnishelgunum í Las Vegas, Katar og Abu Dhabi.
Akstursíþróttir Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira