Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. nóvember 2024 19:01 Valgerður Rúnarsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ. Vísir Lyfjatengd andlát á síðasta ári voru tvöfalt fleiri en fyrir áratug og í um fjórðungi þeirra var um vísvitandi sjálfseitrun að ræða. Framkvæmdastjóri hjá SÁÁ segir mikilvægt að stjórnvöld bregðist af alvöru við vandanum. Heilbrigðiskerfið eigi ekki að þurfa að berjast um bitlinga Á síðasta ári voru lyfjatengd andlát hér á landi alls 56 þar af voru fimmtán sjálfsvíg, til samanburðar voru lyfjatengd andlát 23 fyrir áratug. Í gögnum Landlæknis kemur fram að árið 2013 létust 7,2 á hverja hundrað þúsund íbúa vegna slíkra dánarorsaka en voru 14,8 í fyrra. Landlæknisembættið bendir á að um tilviljunarkennda sveiflu geti verið að ræða. Lyfjatengdu andlátin fleiri hjá körlum en konum á síðasta ári. Þá voru 34 þeirra vegna ópíóðaeitrana en önnur vegna annarra ávana og fíkniefna eða lyfja. Sambærileg þróun og á Vogi Valgerður Rúnarsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ segir þetta í samræmi við þróun þar. „Þetta endurspeglast líka hjá okkur. Þessi ópíóðalyf eru svo hættuleg og miklu líklegri til að valda dauðsföllum. Sérstaklega þegar þau eru notuð í tengslum við önnur lyf eða áfengi. Hún segir ótímabær dauðsföll vegna fíknisjúkdóms enn fleiri. Tölfræði frá SÁÁ.Vísir „Á hverju ári eru um hundrað manns að deyja fyrir sextugt úr okkar hópi þ.e. fólk sem er með fíknsjúkdóm, Það er augljóst að við þurfum að gera miklu meira til að aðstoða þennan hóp,“ segir Valgerður. Skyndilausnir ekki til Hún segir að stjórnvöld þurfi að bregðast við vandanum. „Það er mikil þörf á að sinna þessum málflokki betur. Ekki með neinum skyndilausnum. Þær eru ekki til. Það þarf að sinna fólki með fíknivanda á mörgum sviðum og með aðkomu margra í velferðarkerfinu. Við getum gert svo miklu betur sem samfélag. Það er pólitísk ákvörðun hvað fer mikið af kökunni í þetta mikilvæga málefni. Því miður mætir málaflokkurinn oft afgangi og það er verið að berjast um einhverja bitlinga,“ segir Valgerður. Fíkn SÁÁ Landspítalinn Alþingi Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Á síðasta ári voru lyfjatengd andlát hér á landi alls 56 þar af voru fimmtán sjálfsvíg, til samanburðar voru lyfjatengd andlát 23 fyrir áratug. Í gögnum Landlæknis kemur fram að árið 2013 létust 7,2 á hverja hundrað þúsund íbúa vegna slíkra dánarorsaka en voru 14,8 í fyrra. Landlæknisembættið bendir á að um tilviljunarkennda sveiflu geti verið að ræða. Lyfjatengdu andlátin fleiri hjá körlum en konum á síðasta ári. Þá voru 34 þeirra vegna ópíóðaeitrana en önnur vegna annarra ávana og fíkniefna eða lyfja. Sambærileg þróun og á Vogi Valgerður Rúnarsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ segir þetta í samræmi við þróun þar. „Þetta endurspeglast líka hjá okkur. Þessi ópíóðalyf eru svo hættuleg og miklu líklegri til að valda dauðsföllum. Sérstaklega þegar þau eru notuð í tengslum við önnur lyf eða áfengi. Hún segir ótímabær dauðsföll vegna fíknisjúkdóms enn fleiri. Tölfræði frá SÁÁ.Vísir „Á hverju ári eru um hundrað manns að deyja fyrir sextugt úr okkar hópi þ.e. fólk sem er með fíknsjúkdóm, Það er augljóst að við þurfum að gera miklu meira til að aðstoða þennan hóp,“ segir Valgerður. Skyndilausnir ekki til Hún segir að stjórnvöld þurfi að bregðast við vandanum. „Það er mikil þörf á að sinna þessum málflokki betur. Ekki með neinum skyndilausnum. Þær eru ekki til. Það þarf að sinna fólki með fíknivanda á mörgum sviðum og með aðkomu margra í velferðarkerfinu. Við getum gert svo miklu betur sem samfélag. Það er pólitísk ákvörðun hvað fer mikið af kökunni í þetta mikilvæga málefni. Því miður mætir málaflokkurinn oft afgangi og það er verið að berjast um einhverja bitlinga,“ segir Valgerður.
Fíkn SÁÁ Landspítalinn Alþingi Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira