Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Samúel Karl Ólason skrifar 7. nóvember 2024 22:35 Liam Payne lést í Argentínu í síðasta mánuði. EPA/VICKIE FLORES Þrír hafa verið handteknir í Argentínu og standa frammi fyrir ákærum vegna dauða Liam Payne, tónlistarmanns og fyrrverandi meðlims í One Direction. Payne lést í Buenos Aires í síðasta mánuði þegar hann féll fram af svölum á þriðju hæð. Þegar hann dó var hann með áfengi, kókaín og þunglyndislyf í blóði sínu. Í frétt CNN segir að einn hinna þriggja sem hafa verið handteknir sé einhver sem Payne hafi verið miklum tíma með og sá standi frammi fyrir ákærum um að hafa yfirgefið Payne í hættulegu ástandi og fyrir að hafa útvegað honum fíkniefni. Annar er starfsmaður hótelsins sem hann gisti á en hann er sagður hafa einnig útvegað Payne fíkniefni að minnsta kosti tvisvar sinnum. Sá þriðji ku vera fíkniefnasali. Þá telja saksóknarar að Payne hafi fengið fíkniefni að minnsta kosti fjórum sinnum frá öðrum aðilum. Í tilkynningu frá saksóknurum sem CNN vísar í segir að greining hafi sýnt fram á að Payne hafi mögulega fallið fram af svölunum í ólyfjan. Hann hafi mögulega misst meðvitund, eða í það minnsta að hluta til. Ekkert bendir til þess að honum hafi verið ýtt eða hann hafi verið beittur einhverjum skaða áður en hann féll. Tvær fylgdarkonur höfðu verið með honum nokkrum klukkustundum áður en hann dó. Þær sögðu rannsakendum að hann hefði ekki neytt fíkniefna fyrir framan þær en hann hefði drukkið áfengi. Andlát Liam Payne Argentína Erlend sakamál Tengdar fréttir Hafi áður tekið of stóran skammt Breski söngvarinn Liam Payne hafði áður tekið of stóran skammt eiturlyfja þannig að honum varð að bjarga. Hann er sagður hafa verið í engu ástandi til þess að taka þátt í upptökum á raunveruleikaþáttum Netflix sem fram fóru fyrr á þessu ári. 30. október 2024 15:02 Hafi liðið sem gísl í Argentínu Samfélagsmiðlastjarnan Kate Cassidy kærasta Liam Payne fannst líkt og hún væri gísl kærasta síns þar sem þau dvöldu saman í Buenos Aires í Argentínu stuttu áður en hann lést í sama fríi. Hún hafi átt gríðarlega erfitt með þá ákvörðun að fara eftir tvær vikur í Argentínu með söngvaranum. 24. október 2024 16:23 Faðir Payne las minningarorð og þakkaði aðdáendum Geoff Payne, faðir söngvarans Liam Payne sem lést í vikunni, fór að hótelinu þar sem sonur hans lést í gær og skoðaði bréf og skilaboð frá aðdáendum hans. Aðdáendur Payne mynduðu einskonar vegg utan um hann á meðan hann gekk um til að skoða minningarorð aðdáenda sonar síns. 19. október 2024 08:31 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Þegar hann dó var hann með áfengi, kókaín og þunglyndislyf í blóði sínu. Í frétt CNN segir að einn hinna þriggja sem hafa verið handteknir sé einhver sem Payne hafi verið miklum tíma með og sá standi frammi fyrir ákærum um að hafa yfirgefið Payne í hættulegu ástandi og fyrir að hafa útvegað honum fíkniefni. Annar er starfsmaður hótelsins sem hann gisti á en hann er sagður hafa einnig útvegað Payne fíkniefni að minnsta kosti tvisvar sinnum. Sá þriðji ku vera fíkniefnasali. Þá telja saksóknarar að Payne hafi fengið fíkniefni að minnsta kosti fjórum sinnum frá öðrum aðilum. Í tilkynningu frá saksóknurum sem CNN vísar í segir að greining hafi sýnt fram á að Payne hafi mögulega fallið fram af svölunum í ólyfjan. Hann hafi mögulega misst meðvitund, eða í það minnsta að hluta til. Ekkert bendir til þess að honum hafi verið ýtt eða hann hafi verið beittur einhverjum skaða áður en hann féll. Tvær fylgdarkonur höfðu verið með honum nokkrum klukkustundum áður en hann dó. Þær sögðu rannsakendum að hann hefði ekki neytt fíkniefna fyrir framan þær en hann hefði drukkið áfengi.
Andlát Liam Payne Argentína Erlend sakamál Tengdar fréttir Hafi áður tekið of stóran skammt Breski söngvarinn Liam Payne hafði áður tekið of stóran skammt eiturlyfja þannig að honum varð að bjarga. Hann er sagður hafa verið í engu ástandi til þess að taka þátt í upptökum á raunveruleikaþáttum Netflix sem fram fóru fyrr á þessu ári. 30. október 2024 15:02 Hafi liðið sem gísl í Argentínu Samfélagsmiðlastjarnan Kate Cassidy kærasta Liam Payne fannst líkt og hún væri gísl kærasta síns þar sem þau dvöldu saman í Buenos Aires í Argentínu stuttu áður en hann lést í sama fríi. Hún hafi átt gríðarlega erfitt með þá ákvörðun að fara eftir tvær vikur í Argentínu með söngvaranum. 24. október 2024 16:23 Faðir Payne las minningarorð og þakkaði aðdáendum Geoff Payne, faðir söngvarans Liam Payne sem lést í vikunni, fór að hótelinu þar sem sonur hans lést í gær og skoðaði bréf og skilaboð frá aðdáendum hans. Aðdáendur Payne mynduðu einskonar vegg utan um hann á meðan hann gekk um til að skoða minningarorð aðdáenda sonar síns. 19. október 2024 08:31 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Hafi áður tekið of stóran skammt Breski söngvarinn Liam Payne hafði áður tekið of stóran skammt eiturlyfja þannig að honum varð að bjarga. Hann er sagður hafa verið í engu ástandi til þess að taka þátt í upptökum á raunveruleikaþáttum Netflix sem fram fóru fyrr á þessu ári. 30. október 2024 15:02
Hafi liðið sem gísl í Argentínu Samfélagsmiðlastjarnan Kate Cassidy kærasta Liam Payne fannst líkt og hún væri gísl kærasta síns þar sem þau dvöldu saman í Buenos Aires í Argentínu stuttu áður en hann lést í sama fríi. Hún hafi átt gríðarlega erfitt með þá ákvörðun að fara eftir tvær vikur í Argentínu með söngvaranum. 24. október 2024 16:23
Faðir Payne las minningarorð og þakkaði aðdáendum Geoff Payne, faðir söngvarans Liam Payne sem lést í vikunni, fór að hótelinu þar sem sonur hans lést í gær og skoðaði bréf og skilaboð frá aðdáendum hans. Aðdáendur Payne mynduðu einskonar vegg utan um hann á meðan hann gekk um til að skoða minningarorð aðdáenda sonar síns. 19. október 2024 08:31