„Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. nóvember 2024 13:53 Kata Ingva minnist sonar síns og segir hann hafa dáið á vakt ráðamanna sem beri ábyrgð. Katrín Ingvadóttir, móðir Geirs Arnar Jacobsen sem lést þann 19. október í eldsvoða á Stuðlum, segir andlát hans á ábyrgð ráðamanna landsins. Geir hefði orðið átján ára og þar með lögráða. „Dagurinn er kominn, 18 ára afmælisdagurinn hans Geira. Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði en er í staðinn hlaðinn tárum og nístandi sorg. Í dag kveðjum við fallega drenginn okkar í hinsta sinn,“ segir Kata í færslu á Facebook. „Minningarnar streyma fram og tilfinningarnar sem fylgja eru yfirþyrmandi. Depurð, doði, tárvot bros, bugun, vonleysi, grátandi hlátur og hlægjandi grátur en umfram allt nístandi sorg og óbærilegur missir sem mun vara að eilífu. Það er óhugsandi að ég fái aldrei aftur að sjá barnið mitt,“ segir Kata. „Að ég geti aldrei aftur faðmað hann og fundið fyrir honum í fanginu. Að ég geti aldrei aftur sagt honum hvað ég elski hann mikið og heyrt hann svo segja „ég elska þig meira“.“ Hafsjór af ósvöruðum spurningum En undir öllum þessum óbærilega sársauka kraumi líka ólgandi reiði og hafsjór af ósvöruðum spurningum. Sumar snúa að andlátinu. Af hverju hann hafi ekki verið öruggur inni á Stuðlum og af hverju hann hafi ekki fengið þá hjálp sem hann hafi svo augljóslega þurft. „Af hverju á hann svona marga vini í svipuðum sporum? Af hverju eru þau svona mörg börnin sem fá enga hjálp en þurfa lífsnauðsynlega?“ Hún beinir orðum sínum til valdhafa. „Kæru ráðamenn þessa lands, þessi orð eru til ykkar. Sonur minn er dáinn .. og hann dó á ykkar vakt. Úrræðaleysið er á ykkar ábyrgð, ykkar ALLRA. Skömmin er ykkar! Er ekki komin tími til að þið hysjið upp um ykkur og komið börnunum til bjargar áður en fleiri börn deyja á ykkar vakt? TAKIÐ ÁBYRGÐ!“ Sextán sinnum í neyðarvistun Tveimur dögum fyrir brunann á Stuðlum og andlát Geirs Arnar steig hann fram í viðtali við Stöð 2 ásamt föður sínum Jóni K. Jacobsen. Geir Örn hafði þá verið lagður sextán sinnum inn á Stuðla og sagði betrun þeirra sem fara þangað inn litla sem enga. Faðir hans kallaði úrræðið geymslu fyrir börn í vanda þar til þau verða átján ára. Í þau sextán skipti sem Geir Örn var vistaður á Stuðlum á einu ári var hann alltaf í svokallaðri neyðarvistun. Neyðarvistun Stuðla er bráðaúrræði fyrir börn og unglinga á aldrinum 12 til 18 ára. Hámarksvistunartími er fjórtán sólahringar. Á vef Barna og fjölskyldustofu, sem rekur Stuðla, segir að markmið neyðarvistunar sé að hafa vistunartíma ekki lengri en þörf krefur. Einungis barnaverndarnefndir hafi heimild til að vista á neyðarvistun. Í starfsemi neyðarvistunar sé lögð áhersla á umhyggju fyrir skjólstæðingum og að tryggja öryggi þeirra. Starfsmenn neyðarvistunar leitist við að sýna vinalegt viðmót og gera vistina eins góða og aðstæður leyfa. Engin meðferð er veitt í neyðarvistun en hún fer fram á meðferðardeild Stuðla. Stuðningsheimili Stuðla stendur þeim til boða sem hafa lokið meðferð. Vissi ekki að Geir Örn væri á Stuðlum Jón faðir Geirs sagði í viðtali við Heimildina að hann hefði ekki vitað að Geir Örn hefði verið vistaður á Stuðlum í aðdraganda þess að hann lést. Hann hefði ekki verið látinn vita. Geir Örn var sem fyrr í neyðarvistun á Stuðlum þegar hann lést. Jón segist hafa fengið símtal frá barnavernd snemma að morgni laugardags og honum hafi verið tjáð að alvarlegt atvik hefði orðið á Stuðlum. „Ég spyr; af hverju ertu að hringja í mig? Geiri er ekki þar. Ég er pabbi hans og vissi ekki að hann væri á Stuðlum,“ sagði Jón. Barnavernd alltaf látin vita Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu, tjáði Vísi að bæði Barnavernd og lögregla hefðu heimild til þess að vista börn í neyðarvistun á Stuðlum. Langoftast væri það Barnavernd sem gerði það en í einstökum tilvikum lögreglan. Barnavernd væri í öllu falli látin vita af neyðarvistun og hún sæi um að tilkynna forráðamönnum um vistun. Að öðru leyti gæti hún ekki tjáð sig um einstök mál. Lögregla hefur ekkert gefið upp um eldsupptök. Fíkn Málefni Stuðla Meðferðarheimili Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Félagsmál Reykjavík Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
„Dagurinn er kominn, 18 ára afmælisdagurinn hans Geira. Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði en er í staðinn hlaðinn tárum og nístandi sorg. Í dag kveðjum við fallega drenginn okkar í hinsta sinn,“ segir Kata í færslu á Facebook. „Minningarnar streyma fram og tilfinningarnar sem fylgja eru yfirþyrmandi. Depurð, doði, tárvot bros, bugun, vonleysi, grátandi hlátur og hlægjandi grátur en umfram allt nístandi sorg og óbærilegur missir sem mun vara að eilífu. Það er óhugsandi að ég fái aldrei aftur að sjá barnið mitt,“ segir Kata. „Að ég geti aldrei aftur faðmað hann og fundið fyrir honum í fanginu. Að ég geti aldrei aftur sagt honum hvað ég elski hann mikið og heyrt hann svo segja „ég elska þig meira“.“ Hafsjór af ósvöruðum spurningum En undir öllum þessum óbærilega sársauka kraumi líka ólgandi reiði og hafsjór af ósvöruðum spurningum. Sumar snúa að andlátinu. Af hverju hann hafi ekki verið öruggur inni á Stuðlum og af hverju hann hafi ekki fengið þá hjálp sem hann hafi svo augljóslega þurft. „Af hverju á hann svona marga vini í svipuðum sporum? Af hverju eru þau svona mörg börnin sem fá enga hjálp en þurfa lífsnauðsynlega?“ Hún beinir orðum sínum til valdhafa. „Kæru ráðamenn þessa lands, þessi orð eru til ykkar. Sonur minn er dáinn .. og hann dó á ykkar vakt. Úrræðaleysið er á ykkar ábyrgð, ykkar ALLRA. Skömmin er ykkar! Er ekki komin tími til að þið hysjið upp um ykkur og komið börnunum til bjargar áður en fleiri börn deyja á ykkar vakt? TAKIÐ ÁBYRGÐ!“ Sextán sinnum í neyðarvistun Tveimur dögum fyrir brunann á Stuðlum og andlát Geirs Arnar steig hann fram í viðtali við Stöð 2 ásamt föður sínum Jóni K. Jacobsen. Geir Örn hafði þá verið lagður sextán sinnum inn á Stuðla og sagði betrun þeirra sem fara þangað inn litla sem enga. Faðir hans kallaði úrræðið geymslu fyrir börn í vanda þar til þau verða átján ára. Í þau sextán skipti sem Geir Örn var vistaður á Stuðlum á einu ári var hann alltaf í svokallaðri neyðarvistun. Neyðarvistun Stuðla er bráðaúrræði fyrir börn og unglinga á aldrinum 12 til 18 ára. Hámarksvistunartími er fjórtán sólahringar. Á vef Barna og fjölskyldustofu, sem rekur Stuðla, segir að markmið neyðarvistunar sé að hafa vistunartíma ekki lengri en þörf krefur. Einungis barnaverndarnefndir hafi heimild til að vista á neyðarvistun. Í starfsemi neyðarvistunar sé lögð áhersla á umhyggju fyrir skjólstæðingum og að tryggja öryggi þeirra. Starfsmenn neyðarvistunar leitist við að sýna vinalegt viðmót og gera vistina eins góða og aðstæður leyfa. Engin meðferð er veitt í neyðarvistun en hún fer fram á meðferðardeild Stuðla. Stuðningsheimili Stuðla stendur þeim til boða sem hafa lokið meðferð. Vissi ekki að Geir Örn væri á Stuðlum Jón faðir Geirs sagði í viðtali við Heimildina að hann hefði ekki vitað að Geir Örn hefði verið vistaður á Stuðlum í aðdraganda þess að hann lést. Hann hefði ekki verið látinn vita. Geir Örn var sem fyrr í neyðarvistun á Stuðlum þegar hann lést. Jón segist hafa fengið símtal frá barnavernd snemma að morgni laugardags og honum hafi verið tjáð að alvarlegt atvik hefði orðið á Stuðlum. „Ég spyr; af hverju ertu að hringja í mig? Geiri er ekki þar. Ég er pabbi hans og vissi ekki að hann væri á Stuðlum,“ sagði Jón. Barnavernd alltaf látin vita Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu, tjáði Vísi að bæði Barnavernd og lögregla hefðu heimild til þess að vista börn í neyðarvistun á Stuðlum. Langoftast væri það Barnavernd sem gerði það en í einstökum tilvikum lögreglan. Barnavernd væri í öllu falli látin vita af neyðarvistun og hún sæi um að tilkynna forráðamönnum um vistun. Að öðru leyti gæti hún ekki tjáð sig um einstök mál. Lögregla hefur ekkert gefið upp um eldsupptök.
Fíkn Málefni Stuðla Meðferðarheimili Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Félagsmál Reykjavík Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira