„Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. nóvember 2024 23:31 Venni, Andri Geir, Gummi Ben og Villi. Styrmir Erlendsson/Brutta Vinirnir Guðmundur Benediktsson (Gummi Ben) og Sigurvin Ólafsson (Venni) voru lengi vel samherjar en hafa einnig mæst nokkrum sinnum á knattspyrnuvellinum. Nýverið mættust þeir á golfvellinum ásamt Steve dagskrá bræðrum og úr varð kostuleg keppni. Þeir Gummi Ben og Venni eru flestum þeim sem hafa fylgst með íslenskri knattspyrnu undanfarna áratugi vel kunnigir. Báðir eiga fjölda Íslandsmeistaratitla að baki og eru með sigursælari leikmönnum efstu deildar. Í dag er Gummi hvað þekktastur fyrir störf sín í sjónvarpi á meðan lögfræðingurinn Sigurvin er í dag þjálfari Þróttar Reykjavíkur í Lengjudeildinni eftir að hafa þjálfað hjá bæði FH og KR á undanförnum árum. Vilhjálmur og Andri Geir hafa haldið úti hlaðvarpinu Steve dagskrá undanfarin ár ásamt því að þeim hefur brugðið fyrir á skjánum við og við. Hvað þá Steve bræður, Vilhjálmur Hallsson og Andri Geir Gunnarsson, varðar hafa þeir nú spilað tvívegis í svokölluðum „Steve special“ golfmótum í boði Brutta golf. Vilhjálmur hefur tapað báðum viðureignunum til þessa. Stríð Arons Pálmars og Björns Daníels á golfvellinum „Það er erfitt að loka mótum strákar“ „Þannig ég fór í efstu hillu og sótti mér makker, Guðmund Benediktsson eða Gumma Benna eins og ég kalla hann.“ „Ég bætti um betur, Sigurvin Ólafsson,“ sagði Andri Geir einfaldlega. „Sko ég hef verið að fylgjast með og styrkleikar þínir eru í púttunum á meðan ég hef verið að skíta á mig þar. Verið að slá vel út á velli og inn á en skít svo á mig í púttunum. Held samt að það detti inn í dag, þú ert með svo þægilega pútt-nærveru,“ sagði Gummi við Villa þegar þeir keyrðu á fyrstu holuna. Það var hins vegar Sigurvin sem stal senunni en hann hefur aldrei verið í golfklúbbi né keppt á móti. Það kom þó ekki að sök. „Venni er svona náttúru-talent, virðist vera,“ sagði Vilhjálmur og Guðmundur kinkaði kolli: „Hann er það. Er náttúrulega uppalinn í Eyjum þar sem fólk fer framhjá golfvellinum og slær nokkur högg þegar það byrjar að ganga.“ „Maður er orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu,“ sagði Villi svo er Venni tryggði sér og Andra Geir sigur á fyrstu holu keppninnar. Eins og svo oft áður á golfvellinum var spilamennskan bæði upp og ofan svo að skapið fylgdi með. Ofar í fréttinni má sjá nýjasta „Steve special“ og hvort Vilhjálmur sé loks kominn á blað eða hvort Andri Geir sé kominn í 3-0 forystu. Golf Fótbolti Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Sjá meira
Þeir Gummi Ben og Venni eru flestum þeim sem hafa fylgst með íslenskri knattspyrnu undanfarna áratugi vel kunnigir. Báðir eiga fjölda Íslandsmeistaratitla að baki og eru með sigursælari leikmönnum efstu deildar. Í dag er Gummi hvað þekktastur fyrir störf sín í sjónvarpi á meðan lögfræðingurinn Sigurvin er í dag þjálfari Þróttar Reykjavíkur í Lengjudeildinni eftir að hafa þjálfað hjá bæði FH og KR á undanförnum árum. Vilhjálmur og Andri Geir hafa haldið úti hlaðvarpinu Steve dagskrá undanfarin ár ásamt því að þeim hefur brugðið fyrir á skjánum við og við. Hvað þá Steve bræður, Vilhjálmur Hallsson og Andri Geir Gunnarsson, varðar hafa þeir nú spilað tvívegis í svokölluðum „Steve special“ golfmótum í boði Brutta golf. Vilhjálmur hefur tapað báðum viðureignunum til þessa. Stríð Arons Pálmars og Björns Daníels á golfvellinum „Það er erfitt að loka mótum strákar“ „Þannig ég fór í efstu hillu og sótti mér makker, Guðmund Benediktsson eða Gumma Benna eins og ég kalla hann.“ „Ég bætti um betur, Sigurvin Ólafsson,“ sagði Andri Geir einfaldlega. „Sko ég hef verið að fylgjast með og styrkleikar þínir eru í púttunum á meðan ég hef verið að skíta á mig þar. Verið að slá vel út á velli og inn á en skít svo á mig í púttunum. Held samt að það detti inn í dag, þú ert með svo þægilega pútt-nærveru,“ sagði Gummi við Villa þegar þeir keyrðu á fyrstu holuna. Það var hins vegar Sigurvin sem stal senunni en hann hefur aldrei verið í golfklúbbi né keppt á móti. Það kom þó ekki að sök. „Venni er svona náttúru-talent, virðist vera,“ sagði Vilhjálmur og Guðmundur kinkaði kolli: „Hann er það. Er náttúrulega uppalinn í Eyjum þar sem fólk fer framhjá golfvellinum og slær nokkur högg þegar það byrjar að ganga.“ „Maður er orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu,“ sagði Villi svo er Venni tryggði sér og Andra Geir sigur á fyrstu holu keppninnar. Eins og svo oft áður á golfvellinum var spilamennskan bæði upp og ofan svo að skapið fylgdi með. Ofar í fréttinni má sjá nýjasta „Steve special“ og hvort Vilhjálmur sé loks kominn á blað eða hvort Andri Geir sé kominn í 3-0 forystu.
Golf Fótbolti Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Sjá meira