Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2024 11:41 Valtteri Bottas fær ekki nýjan samning hjá Sauber liðinu og Finnar missa þar með sinn eina formúlu 1 mann. Getty/Rudy Carezzevoli Finnar eru mikil formúluþjóð og hafa átt marga frábæra ökumenn í gegnum tíðina. Þeir eru hins vegar að missa sinn eina ökumann út úr formúlu 1. Valtteri Bottas hefur keyrt formúlubíl síðan 2013 en hann fær ekki nýjan samning hjá Sauber. Þetta verður því hans eina ár hjá Sauber því þar á undan var hann hjá Alfa Romeo. Bottas er 35 ára gamall og hefur unnið tíu keppnir á ferlinum og 67 sinnum komist á verðlaunapall. Bottas náði bestum árangri 2019 og 2020 þegar hann endaði í öðru sæti á eftir Lewis Hamilton bæði árin. Hann varð einnig þriðji í keppni ökumanna tvisvar sinnum eða árin 2017 og 2021. Bottas náði ekki að verða heimsmeistari en því hafa þrír Finnar náð. Mika Häkkinen vann 1998 og 1999, Kimi Räikkönen vann árið 2007 og Keke Rosberg varð fyrsti Finninn til að vinna árið 1982. View this post on Instagram A post shared by Radiosporten (@radiosporten) Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Valtteri Bottas hefur keyrt formúlubíl síðan 2013 en hann fær ekki nýjan samning hjá Sauber. Þetta verður því hans eina ár hjá Sauber því þar á undan var hann hjá Alfa Romeo. Bottas er 35 ára gamall og hefur unnið tíu keppnir á ferlinum og 67 sinnum komist á verðlaunapall. Bottas náði bestum árangri 2019 og 2020 þegar hann endaði í öðru sæti á eftir Lewis Hamilton bæði árin. Hann varð einnig þriðji í keppni ökumanna tvisvar sinnum eða árin 2017 og 2021. Bottas náði ekki að verða heimsmeistari en því hafa þrír Finnar náð. Mika Häkkinen vann 1998 og 1999, Kimi Räikkönen vann árið 2007 og Keke Rosberg varð fyrsti Finninn til að vinna árið 1982. View this post on Instagram A post shared by Radiosporten (@radiosporten)
Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira