Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2024 11:24 Pep Guardiola faðmar Jack Grealish eftir að hann fór meiddur af velli 20. október. Grealish hefur ekki spilað síðan. Getty/ Catherine Ivill Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, og enski landsliðsþjálfarinn Lee Carsley eru greinilega ekki á sömu blaðsíðu þegar kemur að stöðunni á enskum landsliðsmanni í liði City. Guardiola ræddi valið á Jack Grealish í nýjasta enska landsliðshópinn en knattspyrnustjórinn var mjög hissa að sjá leikmanninn á leikmannalistanum fyrir leiki á móti Írlandi og Grikklandi í Þjóðadeildinni. Grealish hefur ekki spilað með Manchester City síðan 20. október vegna meiðsla og hann er ekki kominn til baka. Grealish verður því ekki með City á móti Brighton í dag. ESPN segir frá. Guardiola var spurður út í það hvort hann hafi rætt við Carsley. Svarið var stutt: „Nei,“ svaraði Guardiola. „Ég er ekki rétti maðurinn til að dæma um það hvort þú getir spilað eða ekki. Mitt teymi segir mér að hann sé ekki leikfær á morgun [í dag] og getur því ekki spilað. Fólkið hjá enska landsliðinu telur aftur á móti að hann geti hjálpað þeim,“ sagði Guardiola. Carsley talaði sjálfur um það að Grealish hafi verið að æfa með City síðustu daga. Pep gerði lítið úr því. „Hann var í líkamsræktarsalnum í nokkrar mínútur síðustu tvo daga,“ sagði Guardiola. Guardiola virkaði mjög pirraður yfir því að Grealish verði með enska landsliðinu í stað þess að ná sér að fullu og geta þá pottþétt hjálpa City eftir landsleikjahlé. City glímir við mikil meiðsli leikmanna þessar vikurnar. „Þetta er spurning sem landsliðsþjálfarinn þarf að fá. Ég kem ekki nálægt þessu. Þeir geta valið þá sem þeir vilja. Það eina sem ég get sagt er að hann meiddist á móti Wolves. Síðan eru liðnir sautján dagar og í dag var hann að æfa í fyrsta sinn með liðinu,“ sagði Guardiola. Guardiola sagði að Grealish vildi sjálfur vera með enska landsliðinu. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=1JpH13mFWsQ">watch on YouTube</a> Enski boltinn Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Sjá meira
Guardiola ræddi valið á Jack Grealish í nýjasta enska landsliðshópinn en knattspyrnustjórinn var mjög hissa að sjá leikmanninn á leikmannalistanum fyrir leiki á móti Írlandi og Grikklandi í Þjóðadeildinni. Grealish hefur ekki spilað með Manchester City síðan 20. október vegna meiðsla og hann er ekki kominn til baka. Grealish verður því ekki með City á móti Brighton í dag. ESPN segir frá. Guardiola var spurður út í það hvort hann hafi rætt við Carsley. Svarið var stutt: „Nei,“ svaraði Guardiola. „Ég er ekki rétti maðurinn til að dæma um það hvort þú getir spilað eða ekki. Mitt teymi segir mér að hann sé ekki leikfær á morgun [í dag] og getur því ekki spilað. Fólkið hjá enska landsliðinu telur aftur á móti að hann geti hjálpað þeim,“ sagði Guardiola. Carsley talaði sjálfur um það að Grealish hafi verið að æfa með City síðustu daga. Pep gerði lítið úr því. „Hann var í líkamsræktarsalnum í nokkrar mínútur síðustu tvo daga,“ sagði Guardiola. Guardiola virkaði mjög pirraður yfir því að Grealish verði með enska landsliðinu í stað þess að ná sér að fullu og geta þá pottþétt hjálpa City eftir landsleikjahlé. City glímir við mikil meiðsli leikmanna þessar vikurnar. „Þetta er spurning sem landsliðsþjálfarinn þarf að fá. Ég kem ekki nálægt þessu. Þeir geta valið þá sem þeir vilja. Það eina sem ég get sagt er að hann meiddist á móti Wolves. Síðan eru liðnir sautján dagar og í dag var hann að æfa í fyrsta sinn með liðinu,“ sagði Guardiola. Guardiola sagði að Grealish vildi sjálfur vera með enska landsliðinu. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=1JpH13mFWsQ">watch on YouTube</a>
Enski boltinn Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Sjá meira