Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2024 10:01 Whoopi Goldberg er mikil baráttukona fyrir kvennaíþróttum og sýnir það heldur betur í verki með því að stofna AWSN sjónvarpsstöðina. Getty/Pedro Gomes/ Óskarverðlaunaleikkonan og þáttarstjórnandinn Whoopi Goldberg er orðin mikill brautryðjandi þegar kemur að því að sjónvarpa frá kvennaíþróttum. Goldberg mætti í spjallþátt Jimmy Fallon á NBC sjónvarpsstöðinni og sagði frá risafréttum. Hún tilkynnti það að verið væri að stofna sjónvarpsstöð sem sýnir bara frá kvennaíþróttum. Áhugi á kvennaíþróttum hefur aukist mikið út um allan heim á síðustu árum með mettölum hvað varðar bæði áhorfendur og áhorf í sjónvarpi. Bandaríkin eru engin undantekning þar. Sýna frá konum út um allan heim Nýja sjónvarpsstöðin mun vera skammstöfuð AWSN sem stendur fyrir nafn hennar sem er „All Women's Sports Network“. Stöðin mun ekki aðeins sýns kvennaíþróttir í Bandaríkjunum heldur frá konum keppa í íþróttum út um allan heim. „Ef kona er að keppa einhvers staðar þá munum við sýna það,“ sagði Goldberg eins og sjá má með því að fletta hér fyrir neðan. Loksins runninn upp „Tími kvenna í íþróttum er loksins runninn upp,“ sagði Goldberg líka í kynningarinnslagi fyrir stöðina. Íþróttastöðin mun vera í loftinu allan sólarhringinn, alla daga vikunnar. Auk þess að sýna beinar útsendingar frá alls konar keppnum í alls konar íþróttum þá verður einnig mikil þáttagerð í gangi. Það verður fylgst með íþróttakonum á bak við tjöldin, umræðuþættir verða reglulega um leiki og keppnir, leikgreiningarþættir, heimildarmyndir um þróun og sögu kvennaíþrótta sem og unnið verður sérstaklega í því að gefa aðdáendum tækifæri á að tengjast uppáhaldsíþróttkonum sínum. View this post on Instagram A post shared by TOGETHXR (@togethxr) Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sjá meira
Goldberg mætti í spjallþátt Jimmy Fallon á NBC sjónvarpsstöðinni og sagði frá risafréttum. Hún tilkynnti það að verið væri að stofna sjónvarpsstöð sem sýnir bara frá kvennaíþróttum. Áhugi á kvennaíþróttum hefur aukist mikið út um allan heim á síðustu árum með mettölum hvað varðar bæði áhorfendur og áhorf í sjónvarpi. Bandaríkin eru engin undantekning þar. Sýna frá konum út um allan heim Nýja sjónvarpsstöðin mun vera skammstöfuð AWSN sem stendur fyrir nafn hennar sem er „All Women's Sports Network“. Stöðin mun ekki aðeins sýns kvennaíþróttir í Bandaríkjunum heldur frá konum keppa í íþróttum út um allan heim. „Ef kona er að keppa einhvers staðar þá munum við sýna það,“ sagði Goldberg eins og sjá má með því að fletta hér fyrir neðan. Loksins runninn upp „Tími kvenna í íþróttum er loksins runninn upp,“ sagði Goldberg líka í kynningarinnslagi fyrir stöðina. Íþróttastöðin mun vera í loftinu allan sólarhringinn, alla daga vikunnar. Auk þess að sýna beinar útsendingar frá alls konar keppnum í alls konar íþróttum þá verður einnig mikil þáttagerð í gangi. Það verður fylgst með íþróttakonum á bak við tjöldin, umræðuþættir verða reglulega um leiki og keppnir, leikgreiningarþættir, heimildarmyndir um þróun og sögu kvennaíþrótta sem og unnið verður sérstaklega í því að gefa aðdáendum tækifæri á að tengjast uppáhaldsíþróttkonum sínum. View this post on Instagram A post shared by TOGETHXR (@togethxr)
Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sjá meira