Joy Anonymous hefur vakið mikla athygli í danstónlistarsenunni undanfarin ár og hafa þeir Henry og Louis sem saman mynda sveitina unnið með kanónum á borð við Fred again... og fleiri.
Í fréttatilkynningu segir:
„Kvöldið byrjaði klukkan 21:00 með góðri upphitun frá Benna B-Ruff og Gud-jon. Henry og Louis tvíeykið á bakvið Joy Anonymous tóku við klukkan 21:30 og skemmtu gestum fram eftir nóttu. Gestir höfðu tækifæri á að dansa og mingla með Louis og Henry, en þetta var ógleymanlegt kvöld fullt af takti og orku sem þeim einum er lagið.“
Elísabet Blöndal var á svæðinu og náði mörgum góðum augnablikum á filmu. Hér má sjá myndir frá kvöldinu á Edition:


































