Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. nóvember 2024 12:02 Unnið er að því að hreinsa frá niðurföllum í Ísafjarðarbæ. vísir/vilhelm Skrúfað verður fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðuföll næturinnar og eru íbúar í Bolungarvík hvattir til að sjóða vatn fyrir neyslu þar sem það er drullugt. Þá liggur matarvinnsla niðri á svæðinu. Íbúi á Flateyri greip til þess ráðs að fylla á vatnsflöskur á Ísafirði vegna vatnsskorts.Töluverð skriðuhætta er enn á Vestfjörðum. Elísabet Inga. Fjöldi skriða féll á Vestfjörðum í nótt, meðal annars á vegi í Dýrafirði við Dýrafjarðargöng, í Hestfirði, á Dynjandisheiði og utan við Spilli við Súgandafjörð. Sömuleiðis hefur vatn flætt víða yfir vegi á Vestfjörðum. Pollurinn brúnn Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar segir veðrið nokkuð slæmt. „Ég er í miðbæ Ísafjarðar og horfi hér út á pollinn sem er úfinn í þessari sunnanátt, það er mikil slagveðursrigning og talsvert mikill vindur.“ Er mikið vatn á götum? „Nei það nær að flæða burt að mestu en ég sé að akkúrat fyrir utan gluggann hjá mér eru starfsmenn áhaldahússins að losa lauf úr niðurföllum þannig þeir hafa væntanlega haft í nógu að snúast. Ég sé að pollurinn er hálf brúnn vegna leysingavatns og kannski skriðufalla sem hafa verið í fjöllunum fyrir ofan og það hvín í húsinu, þetta er dálítið veður.“ Gylfi Ólafsson er formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.Aðsend Fyllt á flöskur Lokað verður fyrir vatnið á Flateyri í dag meðan hreinsun á vatnsbóli stendur yfir eftir skriðuföll næturinnar. Á vef Ísafjarðarbæjar segir að óvíst sé hvenær hægt verði að opna fyrir vatnið á ný en íbúar verði látnir vita. „Ég var á kaffihúsi í morgun og þar kom inn maður sem var með fullt fangið af flöskum og vildi fá að fylla á því það var búið að loka fyrir neysluvatnið á Flateyri þar sem hann svaf um nóttina.“ Vatnið drullugt Þá eru íbúar í Bolungarvík hvattir til að sjóða vatn til neyslu eftir að skriður féllu á vatnsbólið í Hlíðardal. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík segir vatnið í bænum drullugt og mögulega óhæft til drykkjar þar sem allar síur hafi stíflast. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík.Vísir/Vilhelm Enn skriðuhætta Unnur Blær A. Bartsch, vakthafandi skriðusérfræðingur á Veðurstofunni segir að minnst sjö skriður hafi fallið frá því í nótt og nokkur grjóthrun. „Við teljum að hættan sé ekki afstaðin, það á eftir að rigna meira i dag og eitthvað fram yfir hádegið. Það er bara fyrst núna sem það er að birta aðeins til og við getum sent fólk af stað og fengið myndir af skriðunum sem féllu í nótt.“ Og bætir við að skriður hafi hvergi fallið í byggð og enginn slasast. Rólegu veðri er spáð á morgun og miðvikudag en á fimmtudag fer aftur að rigna á svæðunum. Unnur hvetur íbúa á Vestfjörðum til að fylgjast vel með fréttum og tilkynningum á vef Vegagerðarinnar. „Og að fólk sé ekkert endilega á ferðinni á vegum á Vestfjörðum að óþörfu.“ Bolungarvík Vatn Ísafjarðarbær Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Sjá meira
Fjöldi skriða féll á Vestfjörðum í nótt, meðal annars á vegi í Dýrafirði við Dýrafjarðargöng, í Hestfirði, á Dynjandisheiði og utan við Spilli við Súgandafjörð. Sömuleiðis hefur vatn flætt víða yfir vegi á Vestfjörðum. Pollurinn brúnn Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar segir veðrið nokkuð slæmt. „Ég er í miðbæ Ísafjarðar og horfi hér út á pollinn sem er úfinn í þessari sunnanátt, það er mikil slagveðursrigning og talsvert mikill vindur.“ Er mikið vatn á götum? „Nei það nær að flæða burt að mestu en ég sé að akkúrat fyrir utan gluggann hjá mér eru starfsmenn áhaldahússins að losa lauf úr niðurföllum þannig þeir hafa væntanlega haft í nógu að snúast. Ég sé að pollurinn er hálf brúnn vegna leysingavatns og kannski skriðufalla sem hafa verið í fjöllunum fyrir ofan og það hvín í húsinu, þetta er dálítið veður.“ Gylfi Ólafsson er formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.Aðsend Fyllt á flöskur Lokað verður fyrir vatnið á Flateyri í dag meðan hreinsun á vatnsbóli stendur yfir eftir skriðuföll næturinnar. Á vef Ísafjarðarbæjar segir að óvíst sé hvenær hægt verði að opna fyrir vatnið á ný en íbúar verði látnir vita. „Ég var á kaffihúsi í morgun og þar kom inn maður sem var með fullt fangið af flöskum og vildi fá að fylla á því það var búið að loka fyrir neysluvatnið á Flateyri þar sem hann svaf um nóttina.“ Vatnið drullugt Þá eru íbúar í Bolungarvík hvattir til að sjóða vatn til neyslu eftir að skriður féllu á vatnsbólið í Hlíðardal. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík segir vatnið í bænum drullugt og mögulega óhæft til drykkjar þar sem allar síur hafi stíflast. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík.Vísir/Vilhelm Enn skriðuhætta Unnur Blær A. Bartsch, vakthafandi skriðusérfræðingur á Veðurstofunni segir að minnst sjö skriður hafi fallið frá því í nótt og nokkur grjóthrun. „Við teljum að hættan sé ekki afstaðin, það á eftir að rigna meira i dag og eitthvað fram yfir hádegið. Það er bara fyrst núna sem það er að birta aðeins til og við getum sent fólk af stað og fengið myndir af skriðunum sem féllu í nótt.“ Og bætir við að skriður hafi hvergi fallið í byggð og enginn slasast. Rólegu veðri er spáð á morgun og miðvikudag en á fimmtudag fer aftur að rigna á svæðunum. Unnur hvetur íbúa á Vestfjörðum til að fylgjast vel með fréttum og tilkynningum á vef Vegagerðarinnar. „Og að fólk sé ekkert endilega á ferðinni á vegum á Vestfjörðum að óþörfu.“
Bolungarvík Vatn Ísafjarðarbær Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Sjá meira