„Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 13. nóvember 2024 20:01 Bestu vinkonurnar Jóhanna Helga Jensdóttir og Sunneva Einarsdóttir ræddu við blaðamann um áralanga vináttu þeirra. Aðsend Áhrifavaldarnir og raunveruleikastjörnurnar Sunneva Einarsdóttir og Jóhanna Helga Jensdóttir eða Jóa eru bestu vinkonur og hafa þekkst í rúm tólf ár. Vinátta þeirra hefur vakið mikla athygli en þær hafa meðal annars verið saman með raunveruleikaþátt, eytt tíma saman á fæðingardeildinni þegar Jóa eignaðist barn og margt fleira eftirminnilegt. Blaðamaður ræddi við þær um vináttuna. Sunneva birti myndbönd á samfélagsmiðla af því þegar hún mætti á fæðingardeildina til Jóu að styðja við sína bestu konu. Myndbandið hefur farið sem eldur um sinu á Internetinu og fengið milljónir áhorfs. @sunnevaeinars besties that do everything together > #bestiesforever @Jóhanna Helga Jensdóttir ♬ original sound - :) Hvenær og hvernig kynntust þið? Við kynntumst á nýnemakvöldi í MS í ágúst árið 2012. Við enduðum báðar upp á sviði í og kynnumst með góðu handabandi. Jóhanna tók í höndina á Sunnevu og kynnti sig, eftir það urðum við bestu vinkonur. Jóhanna Helga og Sunneva hafa þekkst í tólf ár.Aðsend Var það vinátta við fyrstu sýn? Já, klárlega. Jóhanna gaf mér (Sunnevu) strax svo góðar víbrur sem var ekki hægt að sleppa. Í hvert skipti sem við hittumst urðum við nánari. Stelpurnar urðu strax perluvinkonur og hafa orðið nánari með hverjum deginum.Aðsend Hvað einkennir ykkar vináttu? Við myndum lýsa okkar vináttu eins og systraást. Við gerum allt saman og við gerum ekkert saman. Sama hvað önnur okkar gengur í gegnum þá gengur hin í gegnum það sama með henni. Við erum það nánar að við mætum í fjölskylduboð hjá hvor annarri, sama hvort að sú sem „á“ fjölskylduna sé á staðnum eða ekki. „My family is your family“. Sunneva og Jóhanna lýsa vináttu sinni sem systraást.Aðsend Hvað er það steiktasta eða fyndnasta sem þið hafið lent í saman? Það er svo margt og mikið fyndið sem við getum hlegið af. Okkar megin ástartungumál (e. love language) er að hlæja saman. Við höfum ferðast ótrúlega mikið saman og oft bara tvær. Uppáhalds minningin okkar er örugglega Bali ævintýrið okkar. Við fórum saman tvær sjóhræddar sem fóru í ferðalag um Indónesíu og gistum í brimbrettabúðum. Við fórum báðar með yfir þrjátíu kílóa þungar ferðatöskur og handfarangur í bakpokaferðalag. Þetta var ævintýri sem allar vinkonur ættu að upplifa saman. Þetta gerði okkur nánari en nokkru sinni fyrr. Þegar þú ferðast ein með vinkonu þá annað hvort verðið þið eins og ókunnugar eftir á eða eins og systur sem gerið allt fyrir hvor aðra. Stelpurnar hafa verið duglegar að ferðast saman víða um heiminn.Aðsend Hvaða stund þykir ykkur vænst um hingað til? Það eru hundruði minninga sem koma upp en sú nýjasta er þegar ég, Sunneva, var viðstödd fæðingu sonar Jóhönnu. Ég fékk að upplifa stórkostlegustu stund lífs míns við komu Styrmis Óla í heiminn. Þetta er dagur sem aldrei verður hægt að útskýra fyrir neinum hversu dýrmætur hann var. Ég fékk að vera viðstödd þegar besta vinkona mín kom lífi í heiminn og mynda hana og maka hennar í fallegasta mómenti sem ég hef séð. Ég er svo þakklát fyrir að þau treystu mér til þess að vera til staðar og mynda þessa fallegu stund. View this post on Instagram A post shared by JÓHANNA HELGA JENSDÓTTIR 🤍 (@johannahelga9) Þannig að ég (Jóhanna) bæti aðeins við þá verð ég að skjóta inn í að fyrir mér var þetta alveg jafn dýrmætt en bara á allt annan hátt, Styrmir Óli lét heldur betur hafa fyrir sér og ég fór ófáar ferðir upp á spítala haldandi að ég væri að fara af stað og alltaf var Sunneva tilbúin við símann að bíða eftir „go“ frá mér. Ég gisti tvisvar uppi á spítala áður en hann fæddist og í bæði skiptin sendi ég henni skilaboð um miðja nótt sem ég bjóst við að fá svar við um morguninn en hún var alltaf búin að svara á innan við fimm mínútum og alltaf tilbúin til þess að gera hvað sem er til að hjálpa okkur. Svo var auðvitað bara ómetanlegt að hafa bestu vinkonu sína á staðnum á annarri af tveimur stærstu stundum lífs míns. Sunneva faðmar Jóhönnu þegar hún tilkynnti um fyrstu óléttuna.Aðsend Hefur vinátta ykkar farið í gegnum mis góð tímabil? Jóhanna hætti í MS árið 2014, þá vorum við búnar að vera vinkonur í tvö ár. Þrátt fyrir það höfum við alltaf haldið sambandi og við höfum átt ótal mörg tímabil saman en sama hvað önnur okkar er að fara í gegnum þá er hin til staðar. Við erum sterkari með hverju árinu og áttum einmitt spjall um daginn þar sem við skildum ekki hvernig, eftir tólf ára vinskap, við erum nánari heldur en við vorum nokkurn tímann. Stelpurnar hafa baukað ýmislegt saman og hér eru þær í tökum fyrir sjónvarpsseríuna Samstarf. Þær segja vináttuna stöðugt verða sterkari með árunum.Aðsend Hvað mynduð þið segja að væri það mikilvægasta í vináttu? Vinkonusambönd eru jafn mikilvæg og makasambönd, ef ekki mikilvægari. Þetta eru manneskjurnar sem labba ekki í burtu þegar það er erfitt eða þú misstígur þig. Að vera til staðar í gegnum allar hæðir og allar lægðir. Að standa alltaf með vinkonu þinni og vera hjá henni þó hún þurfi bara einhvern til að hlusta á sig. Það er líka ótrúlega mikilvægt að vera aldrei í samkeppni við vinkonu þína, það er það sem skemmir vinkonu sambönd. Við höfum alltaf stutt hvor aðra í öllu sem við tökumst á og samgleðst og fagnað hvor annarri. Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi, sama með maka. Það að vera stolt af vinkonu sinni og fagna hverjum einasta sigri er lykillinn. Ef þú getur ekki verið ánægð/ur/t fyrir vin þá eruði í raun ekki vinir. Stelpurnar styðja alltaf hvor aðra í gegnum hæðir og lægðir lífsins og fagna öllum sigrum.Aðsend Ferðalög Barnalán Ástin og lífið Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið Fleiri fréttir Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Sjá meira
Sunneva birti myndbönd á samfélagsmiðla af því þegar hún mætti á fæðingardeildina til Jóu að styðja við sína bestu konu. Myndbandið hefur farið sem eldur um sinu á Internetinu og fengið milljónir áhorfs. @sunnevaeinars besties that do everything together > #bestiesforever @Jóhanna Helga Jensdóttir ♬ original sound - :) Hvenær og hvernig kynntust þið? Við kynntumst á nýnemakvöldi í MS í ágúst árið 2012. Við enduðum báðar upp á sviði í og kynnumst með góðu handabandi. Jóhanna tók í höndina á Sunnevu og kynnti sig, eftir það urðum við bestu vinkonur. Jóhanna Helga og Sunneva hafa þekkst í tólf ár.Aðsend Var það vinátta við fyrstu sýn? Já, klárlega. Jóhanna gaf mér (Sunnevu) strax svo góðar víbrur sem var ekki hægt að sleppa. Í hvert skipti sem við hittumst urðum við nánari. Stelpurnar urðu strax perluvinkonur og hafa orðið nánari með hverjum deginum.Aðsend Hvað einkennir ykkar vináttu? Við myndum lýsa okkar vináttu eins og systraást. Við gerum allt saman og við gerum ekkert saman. Sama hvað önnur okkar gengur í gegnum þá gengur hin í gegnum það sama með henni. Við erum það nánar að við mætum í fjölskylduboð hjá hvor annarri, sama hvort að sú sem „á“ fjölskylduna sé á staðnum eða ekki. „My family is your family“. Sunneva og Jóhanna lýsa vináttu sinni sem systraást.Aðsend Hvað er það steiktasta eða fyndnasta sem þið hafið lent í saman? Það er svo margt og mikið fyndið sem við getum hlegið af. Okkar megin ástartungumál (e. love language) er að hlæja saman. Við höfum ferðast ótrúlega mikið saman og oft bara tvær. Uppáhalds minningin okkar er örugglega Bali ævintýrið okkar. Við fórum saman tvær sjóhræddar sem fóru í ferðalag um Indónesíu og gistum í brimbrettabúðum. Við fórum báðar með yfir þrjátíu kílóa þungar ferðatöskur og handfarangur í bakpokaferðalag. Þetta var ævintýri sem allar vinkonur ættu að upplifa saman. Þetta gerði okkur nánari en nokkru sinni fyrr. Þegar þú ferðast ein með vinkonu þá annað hvort verðið þið eins og ókunnugar eftir á eða eins og systur sem gerið allt fyrir hvor aðra. Stelpurnar hafa verið duglegar að ferðast saman víða um heiminn.Aðsend Hvaða stund þykir ykkur vænst um hingað til? Það eru hundruði minninga sem koma upp en sú nýjasta er þegar ég, Sunneva, var viðstödd fæðingu sonar Jóhönnu. Ég fékk að upplifa stórkostlegustu stund lífs míns við komu Styrmis Óla í heiminn. Þetta er dagur sem aldrei verður hægt að útskýra fyrir neinum hversu dýrmætur hann var. Ég fékk að vera viðstödd þegar besta vinkona mín kom lífi í heiminn og mynda hana og maka hennar í fallegasta mómenti sem ég hef séð. Ég er svo þakklát fyrir að þau treystu mér til þess að vera til staðar og mynda þessa fallegu stund. View this post on Instagram A post shared by JÓHANNA HELGA JENSDÓTTIR 🤍 (@johannahelga9) Þannig að ég (Jóhanna) bæti aðeins við þá verð ég að skjóta inn í að fyrir mér var þetta alveg jafn dýrmætt en bara á allt annan hátt, Styrmir Óli lét heldur betur hafa fyrir sér og ég fór ófáar ferðir upp á spítala haldandi að ég væri að fara af stað og alltaf var Sunneva tilbúin við símann að bíða eftir „go“ frá mér. Ég gisti tvisvar uppi á spítala áður en hann fæddist og í bæði skiptin sendi ég henni skilaboð um miðja nótt sem ég bjóst við að fá svar við um morguninn en hún var alltaf búin að svara á innan við fimm mínútum og alltaf tilbúin til þess að gera hvað sem er til að hjálpa okkur. Svo var auðvitað bara ómetanlegt að hafa bestu vinkonu sína á staðnum á annarri af tveimur stærstu stundum lífs míns. Sunneva faðmar Jóhönnu þegar hún tilkynnti um fyrstu óléttuna.Aðsend Hefur vinátta ykkar farið í gegnum mis góð tímabil? Jóhanna hætti í MS árið 2014, þá vorum við búnar að vera vinkonur í tvö ár. Þrátt fyrir það höfum við alltaf haldið sambandi og við höfum átt ótal mörg tímabil saman en sama hvað önnur okkar er að fara í gegnum þá er hin til staðar. Við erum sterkari með hverju árinu og áttum einmitt spjall um daginn þar sem við skildum ekki hvernig, eftir tólf ára vinskap, við erum nánari heldur en við vorum nokkurn tímann. Stelpurnar hafa baukað ýmislegt saman og hér eru þær í tökum fyrir sjónvarpsseríuna Samstarf. Þær segja vináttuna stöðugt verða sterkari með árunum.Aðsend Hvað mynduð þið segja að væri það mikilvægasta í vináttu? Vinkonusambönd eru jafn mikilvæg og makasambönd, ef ekki mikilvægari. Þetta eru manneskjurnar sem labba ekki í burtu þegar það er erfitt eða þú misstígur þig. Að vera til staðar í gegnum allar hæðir og allar lægðir. Að standa alltaf með vinkonu þinni og vera hjá henni þó hún þurfi bara einhvern til að hlusta á sig. Það er líka ótrúlega mikilvægt að vera aldrei í samkeppni við vinkonu þína, það er það sem skemmir vinkonu sambönd. Við höfum alltaf stutt hvor aðra í öllu sem við tökumst á og samgleðst og fagnað hvor annarri. Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi, sama með maka. Það að vera stolt af vinkonu sinni og fagna hverjum einasta sigri er lykillinn. Ef þú getur ekki verið ánægð/ur/t fyrir vin þá eruði í raun ekki vinir. Stelpurnar styðja alltaf hvor aðra í gegnum hæðir og lægðir lífsins og fagna öllum sigrum.Aðsend
Ferðalög Barnalán Ástin og lífið Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið Fleiri fréttir Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Sjá meira