Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Lovísa Arnardóttir skrifar 13. nóvember 2024 10:19 Loka þurfti fyrir vatnið þegar aurskriður féllu í vatnsbólið á Flateyri og í Bolungarvík. Stöð 2 Íbúar á Flateyri eru beðnir um að fara sparlega með vatn í dag. Taka þurfti af vatn í vikunni í bænum á meðan vatnið var hreinsað. Í Bolungarvík, þar sem einnig þurfti að loka fyrir vatn, er nú vatnið aftur orðið neysluhæft. Mikil drulla komst í neyslubólið þar vegna mikilla rigninga. Í tilkynningu frá Ísafjarðarbæ í dag kemur fram að tankbíll hafi dælt vatni inn á kerfi á Flateyri og því sé núna hægt að fá vatn úr krönum. Það sé takmarkaður kraftur og erfitt að segja hvenær fullur kraftur kemst á vegna slæmrar veðurspár næstu daga. Þá kemur fram að aðstæður til að komast að vatnsbólinu séu slæmar vegna nýfallinna aurskriða. Stefnt sé að því að komast að vatnsbólinu eftir hádegi. Þá eigi að reyna að hreinsa geislunarperur sem sótthreinsa vatnið. Von er á slæmu veðri aftur á morgun.Stöð 2 Samkvæmt tilkynningu verður sundlaug Flateyrar lokuð í dag. Íbúar fá tilkynningar í gegnum 1819.is en þurfa að vera skráðir á síðuna til að fá SMS með upplýsingum um stöðuna. Vatn aftur eðlilegt í Bolungarvík Í tilkynningu frá Bolungarvík segir að eftir að veðuraðstæður bötnuðu í gær og það hætti að rigna, hafi aðstæður breyst hratt í vatnsveitunni. „Starfsfólk vatnsveitunnar var við vinnu fram á nótt og byrjaði snemma í morgun með góðum árangri. Allur síubúnaður virkar vel og er allt vatn geislað í samræmi við allar verklagsreglur. Það er því allt sem bendir til þess að vatnið sé aftur orðið eðlilegt og hæft til matvælavinnslu og drykkjar,“ segir í tilkynningu frá bænum. Þó er bent á að á morgun verði aftur slæmt veður og bæjaryfirvöld séu að undirbúa sig til að tryggja góð vatnsgæði. Þau muni vinna náið með Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða í eftirliti. Ísafjarðarbær Bolungarvík Veður Færð á vegum Tengdar fréttir „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Skriður hafa fallið á Vestfjörðum síðan í gærkvöldi. Stór skriða féll á Ísafirði um miðjan dag og hafa leysingar valdið því að vatn er ekki drykkjarhæft. Íbúum í Hnífsdal er bent á að setja vatn á brúsa. 12. nóvember 2024 19:46 Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Aurskriða féll á veginn um Eyrarhlíð milli Ísafjarðar og Hnífsdals um þrjúleytið. Vegurinn er lokaður vegna þessa og verður um sinn. Staðan verður metin út frá aðstæðum að því er segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Vestfjörðum. 12. nóvember 2024 15:32 Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skrúfað verður fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðuföll næturinnar og eru íbúar í Bolungarvík hvattir til að sjóða vatn fyrir neyslu þar sem það er drullugt. Þá liggur matarvinnsla niðri á svæðinu. Íbúi á Flateyri greip til þess ráðs að fylla á vatnsflöskur á Ísafirði vegna vatnsskorts.Töluverð skriðuhætta er enn á Vestfjörðum. Elísabet Inga. 12. nóvember 2024 12:02 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira
Í tilkynningu frá Ísafjarðarbæ í dag kemur fram að tankbíll hafi dælt vatni inn á kerfi á Flateyri og því sé núna hægt að fá vatn úr krönum. Það sé takmarkaður kraftur og erfitt að segja hvenær fullur kraftur kemst á vegna slæmrar veðurspár næstu daga. Þá kemur fram að aðstæður til að komast að vatnsbólinu séu slæmar vegna nýfallinna aurskriða. Stefnt sé að því að komast að vatnsbólinu eftir hádegi. Þá eigi að reyna að hreinsa geislunarperur sem sótthreinsa vatnið. Von er á slæmu veðri aftur á morgun.Stöð 2 Samkvæmt tilkynningu verður sundlaug Flateyrar lokuð í dag. Íbúar fá tilkynningar í gegnum 1819.is en þurfa að vera skráðir á síðuna til að fá SMS með upplýsingum um stöðuna. Vatn aftur eðlilegt í Bolungarvík Í tilkynningu frá Bolungarvík segir að eftir að veðuraðstæður bötnuðu í gær og það hætti að rigna, hafi aðstæður breyst hratt í vatnsveitunni. „Starfsfólk vatnsveitunnar var við vinnu fram á nótt og byrjaði snemma í morgun með góðum árangri. Allur síubúnaður virkar vel og er allt vatn geislað í samræmi við allar verklagsreglur. Það er því allt sem bendir til þess að vatnið sé aftur orðið eðlilegt og hæft til matvælavinnslu og drykkjar,“ segir í tilkynningu frá bænum. Þó er bent á að á morgun verði aftur slæmt veður og bæjaryfirvöld séu að undirbúa sig til að tryggja góð vatnsgæði. Þau muni vinna náið með Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða í eftirliti.
Ísafjarðarbær Bolungarvík Veður Færð á vegum Tengdar fréttir „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Skriður hafa fallið á Vestfjörðum síðan í gærkvöldi. Stór skriða féll á Ísafirði um miðjan dag og hafa leysingar valdið því að vatn er ekki drykkjarhæft. Íbúum í Hnífsdal er bent á að setja vatn á brúsa. 12. nóvember 2024 19:46 Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Aurskriða féll á veginn um Eyrarhlíð milli Ísafjarðar og Hnífsdals um þrjúleytið. Vegurinn er lokaður vegna þessa og verður um sinn. Staðan verður metin út frá aðstæðum að því er segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Vestfjörðum. 12. nóvember 2024 15:32 Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skrúfað verður fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðuföll næturinnar og eru íbúar í Bolungarvík hvattir til að sjóða vatn fyrir neyslu þar sem það er drullugt. Þá liggur matarvinnsla niðri á svæðinu. Íbúi á Flateyri greip til þess ráðs að fylla á vatnsflöskur á Ísafirði vegna vatnsskorts.Töluverð skriðuhætta er enn á Vestfjörðum. Elísabet Inga. 12. nóvember 2024 12:02 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira
„Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Skriður hafa fallið á Vestfjörðum síðan í gærkvöldi. Stór skriða féll á Ísafirði um miðjan dag og hafa leysingar valdið því að vatn er ekki drykkjarhæft. Íbúum í Hnífsdal er bent á að setja vatn á brúsa. 12. nóvember 2024 19:46
Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Aurskriða féll á veginn um Eyrarhlíð milli Ísafjarðar og Hnífsdals um þrjúleytið. Vegurinn er lokaður vegna þessa og verður um sinn. Staðan verður metin út frá aðstæðum að því er segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Vestfjörðum. 12. nóvember 2024 15:32
Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skrúfað verður fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðuföll næturinnar og eru íbúar í Bolungarvík hvattir til að sjóða vatn fyrir neyslu þar sem það er drullugt. Þá liggur matarvinnsla niðri á svæðinu. Íbúi á Flateyri greip til þess ráðs að fylla á vatnsflöskur á Ísafirði vegna vatnsskorts.Töluverð skriðuhætta er enn á Vestfjörðum. Elísabet Inga. 12. nóvember 2024 12:02