Upplestrarkvöldin eru fyrir löngu orðin fastur liður í vetrardagskrá bókaáhugafólks og þar myndast notalegt og hátíðlegt andrúmsloft. Léttar veitingar í boði, bóksala á staðnum og höfundar lesa og árita bækur.
Hægt verður að hlusta á upplesturinn í beinu streymi hér fyrir neðan. Útsendingin hefst klukkan 20.
Lesið verður upp úr eftirfarandi bókum:
Djúpið – Margrét Höskuldsdóttir
Múffa – Jónas Reynir Gunnarsson
Kasia og Magdalena – Hildur Knútsdóttir
Gegnumtrekkur – Einar Lövdahl
Flaumgosar – Sigurbjörg Þrastardóttir
Þegar sannleikurinn sefur – Nanna Rögnvaldardóttir
Kul – Sunna Másdóttir
Mennska – Bjarni Snæbjörnsson
Ég hugsa um mig – Anton Helgi Jónsson