Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Sindri Sverrisson skrifar 15. nóvember 2024 11:02 Ef vel fer á morgun þá mætast Ísland og Wales í úrslitaleik um 2. sæti riðils þeirra í B-deild Þjóðadeildarinnar. Liðið sem endar þar fer í umspil um sæti í A-deild. vísir/Anton Nú er komið að síðustu tveimur leikjum Íslands í riðlakeppni Þjóðadeildar karla í fótbolta. Lokastaðan hefur mikil áhrif á undankeppni HM 2026 í Norður-Ameríku. Ísland er í B-deild Þjóðadeildarinnar og mætir Svartfjallalandi á morgun, og svo Wales í lokaumferðinni á þriðjudaginn. Tyrkland er efst í riðlinum með 10 stig, Wales er með 8, Ísland 4 og Svartfjallaland 0. Langmestar líkur eru taldar á því að Ísland endi í 3. sæti riðilsins, og fari í umspilsleiki í mars um að halda sér í B-deildinni. Svona metur We Global á Twitter líkurnar á lokastöðu í hverjum riðli í B-deild Þjóðadeildar. Þannig eru 85,6% líkur á að Ísland endi í 3. sæti og fari í fallumspil, en 8,7% líkur á að liðið fari í umspil um sæti í A-deild. Enn eru 5,7% líkur á að Ísland endi neðst í sínum riðli og falli.Twitter/@We_Global Vegna innbyrðis úrslita gegn Tyrkjum á Ísland ekki lengur neina möguleika á að ná efsta sæti. Með því að fá fleiri stig en Wales á morgun (Wales mætir Tyrklandi á útivelli) verður leikur Íslands við Wales úrslitaleikur um 2. sæti riðilsins. Ef Ísland tapar á morgun er hins vegar enn hætta á að liðið endi neðst í riðlinum. Þjóðadeild UEFA Leikið er í fjórum deildum; A, B, C og D, og er liðunum skipt í riðla innan deilda. Ísland er í B-deild, í riðli með Tyrklandi, Wales og Svartfjallalandi. Efsta liðið fer beint upp í A-deild. Ísland getur ekki lengur náð því. Næstefsta liðið fer í umspil við lið úr A-deild, um sæti í A-deild. Næstneðsta liðið fer í umspil við lið úr C-deild, um sæti í B-deild. Neðsta liðið fellur beint niður í C-deild. Hvar gæti Ísland spilað í mars? Ef að Ísland endar í 2. sæti en ekki því þriðja þarf liðið einnig að fara í umspil í mars, nema bara mikið skemmtilegra umspil við sterka þjóð um að komast upp í A-deild. Eini möguleikinn á að Ísland fari ekki í umspil er ef liðið missir Svartfjallaland upp fyrir sig og fellur beint niður í C-deild. Það eru því yfirgnæfandi líkur á að Ísland fari í umspil í mars. KSÍ er meðvitað um þá stöðu en hefur ekki gefið út hvernig tekist verði á við þetta, því ljóst er að ekki verður hægt að spila á Laugardalsvelli í mars. Ef Ísland endar í 3. sæti gæti mótherji í umspilinu orðið lið á borð við Slóvakíu eða Svíþjóð, Kósovó, Búlgaríu eða Færeyjar, en það á þó eftir að skýrast betur. Lendi Ísland í 2. sæti gæti liðið mætt liði á borð við Pólland, Belgíu, Serbíu eða Ungverjaland, í umspili í mars. Geta ekki komist í HM-umspil gegnum Þjóðadeildina Það hvort Ísland verður upptekið í umspili í mars ræður því hvort Ísland verður í fjögurra eða fimm liða riðli í undankeppni HM á næsta ári. Leikdagar á almanaki UEFA eru ekki nægilega margir til að lið sem fara í umspil Þjóðadeildar séu líka í fimm liða riðli í undankeppninni. Liðin sem leika í fimm liða riðlum í undankeppni HM spila leiki í lok mars og byrjun júní, en liðin í fjögurra liða riðlum (mjög líklega Ísland) byrja undankeppnina ekki fyrr en í september. Þá ætti að vera komið blandað gras og hægt að spila á Laugardalsvelli, en framkvæmdir standa þar yfir. Undankeppninni lýkur svo í nóvember. Sigurlið hvers riðils í undankeppninni kemst beint á HM en liðin í 2. sæti fara í umspil í mars 2026, um síðustu sætin á HM. Við það umspil bætast einnig fjögur bestu liðin sem vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni í þessum mánuði, en hafa ekki unnið sig inn á HM eða í umspilið í gegnum undankeppnina. Ísland á ekki lengur möguleika á að fara „Þjóðadeildarleiðina“ í umspilið því UEFA er með reglurnar þannig í þessu sambandi að „verðmætara“ er að vinna riðil í til dæmis D-deild en að lenda í 2. sæti riðils í B-deild. Dregið verður í riðla í undankeppni HM þann 13. desember. Leikur Íslands og Svartfjallalands á morgun hefst klukkan 17 og er í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikur Wales og Íslands er svo á þriðjudagskvöld klukkan 19:45, einnig í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Sjá meira
Ísland er í B-deild Þjóðadeildarinnar og mætir Svartfjallalandi á morgun, og svo Wales í lokaumferðinni á þriðjudaginn. Tyrkland er efst í riðlinum með 10 stig, Wales er með 8, Ísland 4 og Svartfjallaland 0. Langmestar líkur eru taldar á því að Ísland endi í 3. sæti riðilsins, og fari í umspilsleiki í mars um að halda sér í B-deildinni. Svona metur We Global á Twitter líkurnar á lokastöðu í hverjum riðli í B-deild Þjóðadeildar. Þannig eru 85,6% líkur á að Ísland endi í 3. sæti og fari í fallumspil, en 8,7% líkur á að liðið fari í umspil um sæti í A-deild. Enn eru 5,7% líkur á að Ísland endi neðst í sínum riðli og falli.Twitter/@We_Global Vegna innbyrðis úrslita gegn Tyrkjum á Ísland ekki lengur neina möguleika á að ná efsta sæti. Með því að fá fleiri stig en Wales á morgun (Wales mætir Tyrklandi á útivelli) verður leikur Íslands við Wales úrslitaleikur um 2. sæti riðilsins. Ef Ísland tapar á morgun er hins vegar enn hætta á að liðið endi neðst í riðlinum. Þjóðadeild UEFA Leikið er í fjórum deildum; A, B, C og D, og er liðunum skipt í riðla innan deilda. Ísland er í B-deild, í riðli með Tyrklandi, Wales og Svartfjallalandi. Efsta liðið fer beint upp í A-deild. Ísland getur ekki lengur náð því. Næstefsta liðið fer í umspil við lið úr A-deild, um sæti í A-deild. Næstneðsta liðið fer í umspil við lið úr C-deild, um sæti í B-deild. Neðsta liðið fellur beint niður í C-deild. Hvar gæti Ísland spilað í mars? Ef að Ísland endar í 2. sæti en ekki því þriðja þarf liðið einnig að fara í umspil í mars, nema bara mikið skemmtilegra umspil við sterka þjóð um að komast upp í A-deild. Eini möguleikinn á að Ísland fari ekki í umspil er ef liðið missir Svartfjallaland upp fyrir sig og fellur beint niður í C-deild. Það eru því yfirgnæfandi líkur á að Ísland fari í umspil í mars. KSÍ er meðvitað um þá stöðu en hefur ekki gefið út hvernig tekist verði á við þetta, því ljóst er að ekki verður hægt að spila á Laugardalsvelli í mars. Ef Ísland endar í 3. sæti gæti mótherji í umspilinu orðið lið á borð við Slóvakíu eða Svíþjóð, Kósovó, Búlgaríu eða Færeyjar, en það á þó eftir að skýrast betur. Lendi Ísland í 2. sæti gæti liðið mætt liði á borð við Pólland, Belgíu, Serbíu eða Ungverjaland, í umspili í mars. Geta ekki komist í HM-umspil gegnum Þjóðadeildina Það hvort Ísland verður upptekið í umspili í mars ræður því hvort Ísland verður í fjögurra eða fimm liða riðli í undankeppni HM á næsta ári. Leikdagar á almanaki UEFA eru ekki nægilega margir til að lið sem fara í umspil Þjóðadeildar séu líka í fimm liða riðli í undankeppninni. Liðin sem leika í fimm liða riðlum í undankeppni HM spila leiki í lok mars og byrjun júní, en liðin í fjögurra liða riðlum (mjög líklega Ísland) byrja undankeppnina ekki fyrr en í september. Þá ætti að vera komið blandað gras og hægt að spila á Laugardalsvelli, en framkvæmdir standa þar yfir. Undankeppninni lýkur svo í nóvember. Sigurlið hvers riðils í undankeppninni kemst beint á HM en liðin í 2. sæti fara í umspil í mars 2026, um síðustu sætin á HM. Við það umspil bætast einnig fjögur bestu liðin sem vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni í þessum mánuði, en hafa ekki unnið sig inn á HM eða í umspilið í gegnum undankeppnina. Ísland á ekki lengur möguleika á að fara „Þjóðadeildarleiðina“ í umspilið því UEFA er með reglurnar þannig í þessu sambandi að „verðmætara“ er að vinna riðil í til dæmis D-deild en að lenda í 2. sæti riðils í B-deild. Dregið verður í riðla í undankeppni HM þann 13. desember. Leikur Íslands og Svartfjallalands á morgun hefst klukkan 17 og er í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikur Wales og Íslands er svo á þriðjudagskvöld klukkan 19:45, einnig í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Þjóðadeild UEFA Leikið er í fjórum deildum; A, B, C og D, og er liðunum skipt í riðla innan deilda. Ísland er í B-deild, í riðli með Tyrklandi, Wales og Svartfjallalandi. Efsta liðið fer beint upp í A-deild. Ísland getur ekki lengur náð því. Næstefsta liðið fer í umspil við lið úr A-deild, um sæti í A-deild. Næstneðsta liðið fer í umspil við lið úr C-deild, um sæti í B-deild. Neðsta liðið fellur beint niður í C-deild.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti