Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. nóvember 2024 12:04 Séra Óskar Hafsteinn, nýr prófastur í Suðurprófastsdæmi, sem er hér staddur í fjósinu í Gunnbjarnarholti þar sem hann var með fjölmenna kúamessu eitt skiptið, en hann er duglegur að halda fjölbreytt messuform. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það stendur mikið til í Hrunakirkju í dag skammt frá Flúðum en þá fer fram innsetningarmessa þar, sem séra Óskar Hafsteinn Óskarsson verður settur inn í embætti prófast í Suðurprófastsdæmi af biskupi Íslands. Biskup segist hlakka mikið til fyrir innsetningunni enda ekki sett prófast í embætti áður. Séra Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands hefur verið á ferð um landið með skrifstofuna sína en hún var nýlega á Austurlandi og síðustu daga hefur hún verið á Suðurlandi þar sem hún hefur hitt sóknarbörn og fundað með sóknarnefndum. Í dag er stór dagur hjá Guðrúnu því þá setur hún séra Óskar Hafstein Óskarsson prest í Hruna inn í embætti prófasts í Suðurprófastsdæmi í sérstakri innsetningarmessu klukkan 14:00. „Ég hef ekki sett prófast í embætti áður þannig að ég er mjög spennt, búin að fara yfir þetta allt saman og æfa mig með honum og hlakka mikið til,” segir Guðrún. Að vera prófastur, hvað þýðir það á mannamáli? „Það þýðir það að hann heldur öllu saman í þessum prófastsdæmi, er leiðtogi prestanna og sóknanna, þetta er svona millistjórnenda hlutverk í kirkjunni.” Súpufundurinn með biskupi Íslands fór fram í Héraðsskólanum á Laugarvatni í gær þar sem biskup fór yfir málefni kirkjunnar og svaraði spurningum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Séra Óskar Hafsteinn er mjög spenntur fyrir innsetningunni og að taka við þessu nýja hlutverki af séra Halldóru J. Þorvarðardóttur. „Ég hlakka bara mikið til að vinna með kirkjufólki og prestum í héraðinu og að halda áfram að byggja upp kirkjuna okkar á Suðurlandi. Það er mjög öflugt starfi í þessu prófastsdæmi, einvala lið kirkjufólks og við ætlum bara að halda áfram í sókn,” segir Óskar. Auk þess að vera prestur og prófastur eftir daginn í dag er Óskar Hafsteinn sauðfjárbóndi en hann getur ekki hugsað sér að hætta því starfi. „Alls ekki, það er bara lykilatriði að vera áfram sauðfjárbóndi”, sagði Óskar hlæjandi. Eftir innsetningarmessuna verður öllum viðstöddum boðið til kaffisamsætis í félagsheimilinu á Flúðum. Hrunamannahreppur Þjóðkirkjan Sauðfé Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Sjá meira
Séra Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands hefur verið á ferð um landið með skrifstofuna sína en hún var nýlega á Austurlandi og síðustu daga hefur hún verið á Suðurlandi þar sem hún hefur hitt sóknarbörn og fundað með sóknarnefndum. Í dag er stór dagur hjá Guðrúnu því þá setur hún séra Óskar Hafstein Óskarsson prest í Hruna inn í embætti prófasts í Suðurprófastsdæmi í sérstakri innsetningarmessu klukkan 14:00. „Ég hef ekki sett prófast í embætti áður þannig að ég er mjög spennt, búin að fara yfir þetta allt saman og æfa mig með honum og hlakka mikið til,” segir Guðrún. Að vera prófastur, hvað þýðir það á mannamáli? „Það þýðir það að hann heldur öllu saman í þessum prófastsdæmi, er leiðtogi prestanna og sóknanna, þetta er svona millistjórnenda hlutverk í kirkjunni.” Súpufundurinn með biskupi Íslands fór fram í Héraðsskólanum á Laugarvatni í gær þar sem biskup fór yfir málefni kirkjunnar og svaraði spurningum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Séra Óskar Hafsteinn er mjög spenntur fyrir innsetningunni og að taka við þessu nýja hlutverki af séra Halldóru J. Þorvarðardóttur. „Ég hlakka bara mikið til að vinna með kirkjufólki og prestum í héraðinu og að halda áfram að byggja upp kirkjuna okkar á Suðurlandi. Það er mjög öflugt starfi í þessu prófastsdæmi, einvala lið kirkjufólks og við ætlum bara að halda áfram í sókn,” segir Óskar. Auk þess að vera prestur og prófastur eftir daginn í dag er Óskar Hafsteinn sauðfjárbóndi en hann getur ekki hugsað sér að hætta því starfi. „Alls ekki, það er bara lykilatriði að vera áfram sauðfjárbóndi”, sagði Óskar hlæjandi. Eftir innsetningarmessuna verður öllum viðstöddum boðið til kaffisamsætis í félagsheimilinu á Flúðum.
Hrunamannahreppur Þjóðkirkjan Sauðfé Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Sjá meira