Hinn rússneski Vladimir Shklyarov var einn aðaldansari hins virta Mariinsky-leikhúss í Pétursborg, en greint var frá andláti dansarans í yfirlýsingu frá leikhúsinu á laugardaginn.
Rússneskir fjölmiðlar segja frá því að andlát hans sé til rannsóknar en talsmenn leikhússins segja hann hafa fallið af svölum á fimmtu hæð húss í Pétursborg og að hann hafi þá verið á verkjastillandi lyfjum.
„Þetta er mikill missir ekki bara fyrir starfmenn leikhússins en einnig nútímaballett,“ sagði í yfirlýsingu leikhússins.
Shklyarov var giftur Maria Shklyarov, sem einnig starfaði sem dansari við leikhúsið, en þau eiga tvö börn.
Shklyarov stundaði nám í ballet við hina virtu Vaganova-ballettakademíu og útskrifaðist þaðan 2003. Sama ár gekk hann til liðs við Mariinsky-leikhúsið og varð þar aðaldansari árið 2001. Auk þess að dansa við leikhúsið í Pétursborg kom hann fram í sýningum meðal annara í Konunglega óperuhúsinu í London og Metropólitan-óperuna í New York.
Hann vann til fjölda verðlauna á ferli sínum, meðal annars í tengslum við uppsetningar á Giselle, Þyrnirós, Don Kíkóta, Svanavatnið og Rómeó og Júlíu.