Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. nóvember 2024 14:32 Síðast fóru fram forsetakosningar á Íslandi fyrr á þessu ári, en nú er komið að alþingiskosningum. Vísir/Anton Brink Síðan atkvæðagreiðsla utankjörfundar hófst þann 7. nóvember vegna komandi alþingiskosninga hafa ríflega sex þúsund manns greitt atkvæði, þar af hátt í fjögur þúsund á höfuðborgarsvæðinu. Í dag er einnig síðasti séns til að kæra sig inn á kjörskrá fyrir þá sem það gæti átt við um. „Þetta fer vel af stað og við erum að lengja opnunartímann í dag, þannig það er opið til tíu í kvöld og alveg fram að kosningum,“ segir Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, og vísar þar til opnunartíma í Holtagörðum þar sem utankjörfundaratkvæðagreiðsla á höfuðborgarsvæðinu fer fram. Sigríður áætlar að kosningaþátttaka utankjörfundar til þessa sé svipuð og verið hefur í fyrri alþingiskosningum, að frátöldum síðustu kosningum árið 2021 sem voru nokkuð frábrugðnar vegna kórónuveirufaraldursins. „Frá því að við opnuðum þá hafa 6.103 greitt atkvæði hjá öllum sem eru með opið og þar af á höfuðborgarsvæðinu 3.986,“ segir Sigríður þegar fréttastofa náði tali af henni fljótlega upp úr hádegi í dag. Tölurnar ná yfir alla þá sem greitt hafa atkvæði utankjörfundar, hvort sem það er hjá sýslumannsembættum innanlands eða hjá sendiráðum eða ræðisskrifstofum erlendis. „Okkur finnst þetta vera bara mjög svipað og hefur verið. Nú eru tvær vikur til kosningar og á höfuðborgarsvæðinu þá er kosið í Holtagörðum og við erum með opið fram til föstudagsins 29. nóvember verður opið í Holtagörðum frá klukkan tíu á morgnanna til tíu á kvöldin. Þetta bara gengur mjög vel og það hefur ekkert komið uppá sem betur fer,“ segir Sigríður. Síðasti séns að setja atkvæði í póst Hún minnir alla á að muna að hafa með sér skilríki, annað hvort ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini þegar mætt er á kjörstað, og áréttar einnig að þeir sem greiða atkvæði utankjörfundar fjarri lögheimili sínu beri sjálfir ábyrgð á að koma atkvæði sínu í rétta kjördeild. „Kjósandinn ber ábyrgð á að koma atkvæðinu sínu á réttan stað og í dag þá skilst mér að það sem er sett í póst í dag það á að berast fyrir kjördag en eftir það er ekki öruggt að senda með póstinum atkvæðin sín. Þannig að þeir sem eru að kjósa utan lögheimilis síns, þar sem þeir eiga heima, þeir þurfa að gera ráðstafanir til þess að koma atkvæðinu sínu á réttan stað,“ ítrekar Sigríður. „Það er ekki hægt að koma til okkar með lögheimili til dæmis á Akureyri og kjósa hjá okkur á kjördegi, það er ekki víst að það komi til skila.“ Í dag er einnig síðasti séns til að kæra sig inn á kjörskrá, en það getur til að mynda átt við um þá ríkisborgara sem hafa búið erlendis lengur en í sextán ár. Það er hægt að gera rafrænt, eigi síðar en í dag, ef menn vilja geta kosið í alþingiskosningunum. Sækja þarf um að komast aftur á kjörskrá fyrir 19. nóvember sem er á morgun. Á heimasíðunni kosning.is er hægt að nálgast nánari upplýsingar og leiðbeiningar, svo sem varðandi í hvaða kjördeild og kjördæmi kjósendur greiða atkvæði, opnunartíma utankjörfundaratkvæðagreiðslu og hvernig hægt er að kæra sig inn á kjörskrá. Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
„Þetta fer vel af stað og við erum að lengja opnunartímann í dag, þannig það er opið til tíu í kvöld og alveg fram að kosningum,“ segir Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, og vísar þar til opnunartíma í Holtagörðum þar sem utankjörfundaratkvæðagreiðsla á höfuðborgarsvæðinu fer fram. Sigríður áætlar að kosningaþátttaka utankjörfundar til þessa sé svipuð og verið hefur í fyrri alþingiskosningum, að frátöldum síðustu kosningum árið 2021 sem voru nokkuð frábrugðnar vegna kórónuveirufaraldursins. „Frá því að við opnuðum þá hafa 6.103 greitt atkvæði hjá öllum sem eru með opið og þar af á höfuðborgarsvæðinu 3.986,“ segir Sigríður þegar fréttastofa náði tali af henni fljótlega upp úr hádegi í dag. Tölurnar ná yfir alla þá sem greitt hafa atkvæði utankjörfundar, hvort sem það er hjá sýslumannsembættum innanlands eða hjá sendiráðum eða ræðisskrifstofum erlendis. „Okkur finnst þetta vera bara mjög svipað og hefur verið. Nú eru tvær vikur til kosningar og á höfuðborgarsvæðinu þá er kosið í Holtagörðum og við erum með opið fram til föstudagsins 29. nóvember verður opið í Holtagörðum frá klukkan tíu á morgnanna til tíu á kvöldin. Þetta bara gengur mjög vel og það hefur ekkert komið uppá sem betur fer,“ segir Sigríður. Síðasti séns að setja atkvæði í póst Hún minnir alla á að muna að hafa með sér skilríki, annað hvort ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini þegar mætt er á kjörstað, og áréttar einnig að þeir sem greiða atkvæði utankjörfundar fjarri lögheimili sínu beri sjálfir ábyrgð á að koma atkvæði sínu í rétta kjördeild. „Kjósandinn ber ábyrgð á að koma atkvæðinu sínu á réttan stað og í dag þá skilst mér að það sem er sett í póst í dag það á að berast fyrir kjördag en eftir það er ekki öruggt að senda með póstinum atkvæðin sín. Þannig að þeir sem eru að kjósa utan lögheimilis síns, þar sem þeir eiga heima, þeir þurfa að gera ráðstafanir til þess að koma atkvæðinu sínu á réttan stað,“ ítrekar Sigríður. „Það er ekki hægt að koma til okkar með lögheimili til dæmis á Akureyri og kjósa hjá okkur á kjördegi, það er ekki víst að það komi til skila.“ Í dag er einnig síðasti séns til að kæra sig inn á kjörskrá, en það getur til að mynda átt við um þá ríkisborgara sem hafa búið erlendis lengur en í sextán ár. Það er hægt að gera rafrænt, eigi síðar en í dag, ef menn vilja geta kosið í alþingiskosningunum. Sækja þarf um að komast aftur á kjörskrá fyrir 19. nóvember sem er á morgun. Á heimasíðunni kosning.is er hægt að nálgast nánari upplýsingar og leiðbeiningar, svo sem varðandi í hvaða kjördeild og kjördæmi kjósendur greiða atkvæði, opnunartíma utankjörfundaratkvæðagreiðslu og hvernig hægt er að kæra sig inn á kjörskrá.
Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira