Lífið

Átta ár án á­fengis og fíkni­efna

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú.
Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú.

Rapparinn Árni Páll Árnason, jafnan þekktur sem Herra Hnetusmjör, fagnar átta árum án hugbreytandi efna í dag. Árni greinir frá þessu á Instagram-síðu sinni.

„Í dag eru 8 ár frá því að ég játaði mig sigraðan fyrir áfengi og fíkniefnum. Ég er þakklátur fyrir það fallega líf sem ég á í dag og fyrir að þurfa ekki hugbreytandi efni til að takast á við hið góða eða slæma. Í dag eru líka þrír dagar í seríu 2 af Iceguys og ég hlakka til að þið sjáið þá snilld,“ skrifar hann við færsluna.

Sömuleiðis fagnaði barnsmóðir hans og sambýliskona, Sara Linneth Lovísudóttir Castaneda, sama áfanga 11. nóvember síðastliðinn. En parið kynntist í meðferð árið 2016. Lífið virðist leika við þau og eiga í dag saman tvo drengi.

Strákabandið snýr aftur á skjáinn 

Árni hefur vakið athygli með strákasveitinni IceGuys, sem hefur komið með hvelli inn í íslensku tónlistarsenuna síðan hún var stofnuð í fyrra. Þá gáfu þeir út myndbandið við lagið Krumla og er óhætt að segja að velgengni þeirra síðan þá hafi engan enda tekið. Þeir gáfu út sjónvarpsþætti síðasta haust, sem nutu mikilla vinsælda. 

Nú er önnur þáttaröð væntanleg og fer fyrsti þáttur í loftið 24. nóvember næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×