Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Jakob Bjarnar skrifar 21. nóvember 2024 16:37 Jón Ármann vill koma gögnum til lögreglunnar en hann telur ekki vert að það verði Lögreglustjórinn á Suðurnesjum sem taki við rannsókn málsins, þeir væru þá í og með að rannsaka sjálfa sig. vísir Jón Ármann Steinsson útgefandi bókarinnar Leitin að Geirfinni segir málið enn í hnút. Hann ætlar að sofa á því yfir helgina hvað sé hægt að gera. „Leiðin okkar sem er opin, sem ferill fyrir málið, virðist Keflavík. En það finnst mér röng staðsetning því mér finnst að skipunin og ábyrgðin eigi að koma ofar en frá lögreglu þar,“ segir Jón Ármann í samtali við Vísi. Jón Ármann telur sig vita hvernig í pottinn er búið með þetta dularfulla mál sem hefur reynst íslensku samfélagi afar erfitt svo ekki sé meira sagt. Ný bók um málið er komin út en lokakaflinn er óprentaður. Þar er gátan leyst en þau gögn vill Jón Ármann afhenda lögreglu. En því fer fjarri að vandinn sé þar með leystur því hver innan lögreglunnar á að taka við gögnunum? „Ríkissaksóknari er vanhæfur að eigin sögn, hún Sigríður J. Friðjónsdóttir, vegna fjölskyldutengsla við Örn Höskuldsson sem stýrði rannsókninni á sínum tíma.“ Þetta er í kringum 1975 þegar málið var til rannsóknar í Reykjavík, ári eftir að lögreglan í Keflavík skilaði af sér gögnunum. Jón Ármann var að tala við lögregluna núna. „Hún tjáir mér að opin leið fyrir mig sé að fara með málið til lögreglustjórans á Suðurnesjum. Og að hann rannsaki þetta. Mér finnst ekki eðlilegt að lögreglan sé alltaf að rannsaka sjálfa sig og eigin gerðir.“ Jón Ármann segir lögregluna skulda þjóðinni það að farið sé í saumana á málinu, þar sé meðal annars undir réttarmorð yfir saklausu fólki. En hver á þá að taka við gögnunum? „Ég get ekki leggja þetta í hendurnar á Keflavíkurlögreglunni, einhvers staðar ofar hlýtur að vera svarið, ég vil að ábyrgðin liggi ofar. Ég vantreysti þeim tillögum sem liggja fyrir núna. Skrítið að það skuli ekki vera nema sú leið opin að leggja þetta í hendurnar á sama embættinu og klúðraði málinu á sínum tíma.“ Jón Ármann segist nú ætla að taka sér tíma og hugsa málin yfir helgina. „Og finna út úr því í samráði við okkar lögmenn hvernig þetta mál fái réttláta og eðlilega meðferð.“ Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira
„Leiðin okkar sem er opin, sem ferill fyrir málið, virðist Keflavík. En það finnst mér röng staðsetning því mér finnst að skipunin og ábyrgðin eigi að koma ofar en frá lögreglu þar,“ segir Jón Ármann í samtali við Vísi. Jón Ármann telur sig vita hvernig í pottinn er búið með þetta dularfulla mál sem hefur reynst íslensku samfélagi afar erfitt svo ekki sé meira sagt. Ný bók um málið er komin út en lokakaflinn er óprentaður. Þar er gátan leyst en þau gögn vill Jón Ármann afhenda lögreglu. En því fer fjarri að vandinn sé þar með leystur því hver innan lögreglunnar á að taka við gögnunum? „Ríkissaksóknari er vanhæfur að eigin sögn, hún Sigríður J. Friðjónsdóttir, vegna fjölskyldutengsla við Örn Höskuldsson sem stýrði rannsókninni á sínum tíma.“ Þetta er í kringum 1975 þegar málið var til rannsóknar í Reykjavík, ári eftir að lögreglan í Keflavík skilaði af sér gögnunum. Jón Ármann var að tala við lögregluna núna. „Hún tjáir mér að opin leið fyrir mig sé að fara með málið til lögreglustjórans á Suðurnesjum. Og að hann rannsaki þetta. Mér finnst ekki eðlilegt að lögreglan sé alltaf að rannsaka sjálfa sig og eigin gerðir.“ Jón Ármann segir lögregluna skulda þjóðinni það að farið sé í saumana á málinu, þar sé meðal annars undir réttarmorð yfir saklausu fólki. En hver á þá að taka við gögnunum? „Ég get ekki leggja þetta í hendurnar á Keflavíkurlögreglunni, einhvers staðar ofar hlýtur að vera svarið, ég vil að ábyrgðin liggi ofar. Ég vantreysti þeim tillögum sem liggja fyrir núna. Skrítið að það skuli ekki vera nema sú leið opin að leggja þetta í hendurnar á sama embættinu og klúðraði málinu á sínum tíma.“ Jón Ármann segist nú ætla að taka sér tíma og hugsa málin yfir helgina. „Og finna út úr því í samráði við okkar lögmenn hvernig þetta mál fái réttláta og eðlilega meðferð.“
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira