Innlent

Loka­hönd lögð á kjara­samning lækna í Karp­húsinu og Kappleikar í kvöld

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum tökum við stöðuna á kjarasamningsgerð í Karphúsinu en verið er að leggja lokahönd á samnig við lækna þar í dag. 

Við heyrum í Steinunni Þórðardóttur formanni Læknafélagsins í tímanum en hún býst við löngum fundi í dag. 

Við fræðumst líka um Kappleikana, kosningaþátt fyrir ungt fólk, sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi í kvöld.

Þá segjum við frá nýrri könnun Maskínu þar sem hugur fólks til einkareksturs er kannaður fyrir kosningarnar sem framundan eru.

Einnig segjum við frá leitinni að kettinum Diego sem er sárt saknað og tölum við formann Neytendasamtakana um svartan föstudag þar sem tilboðum rignir yfir fólk.

Í íþróttapakkanum er stórsigurinn gegn Ítalíu í körfunni gerður upp. 

Klippa: Hádegisfréttir 26. nóvember 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×