Innlent

Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjör­dag

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum verður rætt við framkvæmdastjóra landskjörstjórnar sem segir að slæmt veður á kjördag geti sett strik í reikninginn. 

Ekki kemur til greina að fresta kjördegi í heild sinni en veðrið gæti þó valdið að niðurstaða kosninga liggi fyrir síðar en ella. 

Þá fylgjumst við áfram með gangi mála í Karphúsinu en læknar eru á lokametrunum við að semja um nýjan kjarasamning við ríkið. 

Einnig tökum við stöðuna á gosinu á Reykjanesi en nú rennur hraunið nær eingöngu til austurs og ógnar því ekki innviðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×