Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 27. nóvember 2024 15:18 Steinþór Einarsson, starfandi sviðsstjóri menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkur, Eggert Benedikt Guðmundsson, formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur, Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins og Einar Þorsteinsson borgarstjóri. Fulltrúar Leikfélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar undirrituðu í dag samning um rekstur Borgarleikhússins til næstu þriggja ára. Samningurinn gildir frá fyrsta janúar 2025 til og með 31. desember 2027. Þetta kemur fram á Reykjavíkurborgar. Þar segir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri og Eggert Benedikt Guðmundsson, formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur, undirrituðu samninginn ásamt Brynhildi Guðjónsdóttur, leikhússtjóra Borgarleikhússins. Fram kemur að markmið samningsins er að í Reykjavík sé rekið fjölbreytt og metnaðarfullt leikhús þar sem sköpuð er og sýnd leiklist í hæsta gæðaflokki. Þar er jafnframt tekið fram að Borgarleikhúsið sé lifandi vettvangur nýsköpunar og kynningar á íslenskri leiklist þar sem erlendri klassík og samtímaleiklist sé einnig gerð góð skil, að samfella og framþróun sé tryggð í öflugu leiklistarstarfi, að listuppeldi barna og ungmenna sé sinnt sérstaklega og að starfsemi Borgarleikhússins höfði til borgarbúa og geri þeim kleift að njóta fjölbreyttra sviðslista. Einar segir Borgarleikhúsið leika lykilhlutverk í menningarlífi borgarbúa og landsmanna allra. „Við erum stolt og þakklát fyrir samstarfið við Leikfélag Reykjavíkur sem hefur starfað óslitið í borginni frá árinu 1897. Í leikhúsinu komum við saman og upplifum allar sterkustu tilfinningar mannlegrar tilveru og fátt færir okkur nær hvert öðru en einmitt sú upplifun. Þá er öllum reykvískum börnum boðið í heimsókn í Borgarleikhúsið á skólagöngu sinni og fá að upplifa töfra leikhússins.“ Menning Leikhús Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Þetta kemur fram á Reykjavíkurborgar. Þar segir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri og Eggert Benedikt Guðmundsson, formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur, undirrituðu samninginn ásamt Brynhildi Guðjónsdóttur, leikhússtjóra Borgarleikhússins. Fram kemur að markmið samningsins er að í Reykjavík sé rekið fjölbreytt og metnaðarfullt leikhús þar sem sköpuð er og sýnd leiklist í hæsta gæðaflokki. Þar er jafnframt tekið fram að Borgarleikhúsið sé lifandi vettvangur nýsköpunar og kynningar á íslenskri leiklist þar sem erlendri klassík og samtímaleiklist sé einnig gerð góð skil, að samfella og framþróun sé tryggð í öflugu leiklistarstarfi, að listuppeldi barna og ungmenna sé sinnt sérstaklega og að starfsemi Borgarleikhússins höfði til borgarbúa og geri þeim kleift að njóta fjölbreyttra sviðslista. Einar segir Borgarleikhúsið leika lykilhlutverk í menningarlífi borgarbúa og landsmanna allra. „Við erum stolt og þakklát fyrir samstarfið við Leikfélag Reykjavíkur sem hefur starfað óslitið í borginni frá árinu 1897. Í leikhúsinu komum við saman og upplifum allar sterkustu tilfinningar mannlegrar tilveru og fátt færir okkur nær hvert öðru en einmitt sú upplifun. Þá er öllum reykvískum börnum boðið í heimsókn í Borgarleikhúsið á skólagöngu sinni og fá að upplifa töfra leikhússins.“
Menning Leikhús Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira