Fór holu í höggi yfir húsið sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2024 09:01 Bryson DeChambeau fagnaði því mjög vel þegar honum tókst loksins á sextánda degi að fara holu í högg. @brysondechambeau Bandaríski atvinnukylfingurinn Bryson DeChambeau hefur dundað sér við það síðustu tvær vikur að reyna að fara holu í höggi yfir húsið sitt. Þetta hljómar kannski frekar furðulega en er samt staðreynd og þessi eltingarleikur hans við draumahöggið í garðinum hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlum. Það sem meira er að DeChambeau náði þessu loksins á sextánda degi og það er óhætt að segja að kappinn hafi fagnað því vel. DeChambeau hefur oft slegið frábær högg á glæsilegum ferli en líklega aldrei fagnað eins mikið og þarna. DeChambeau er með golfholu út í garði fyrir aftan stórt einbýlishús sitt. Húsið er hið veglegasta og á tveimur hæðum. DeChambeau stillti upp fyrir framan húsið og sá því ekki holuna þegar hann sló. Hann ákvað að reyna á hverjum degi þar til að hann færi í holu höggi en höggafjöldinn myndi aukast um eitt högg á hverjum degi. Þannig á fyrsta degi fengi hann eitt högg, fjögur högg á fjórða degi og tíu högg á þeim tíunda. Oft munaði mjög litlu að hann hitti í holuna en loksins á sextánda degi gekk þetta upp. Það má sjá höggin hans á sextánda degi hér fyrir neðan og þar á meðal höggið sem fór rétta leið. DeChambeau er 31 árs gamall og er eins og er tíundi á heimslistanum í golfi. Hann hefur unnið tvö risamót á ferlinum þar á meðal Opna bandaríska meistaramótið í ár. Hann hefur líka komist í fréttirnar fyrir mikinn stuðning sinn við Donald Trump. View this post on Instagram A post shared by Bryson DeChambeau (@brysondechambeau) Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Þetta hljómar kannski frekar furðulega en er samt staðreynd og þessi eltingarleikur hans við draumahöggið í garðinum hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlum. Það sem meira er að DeChambeau náði þessu loksins á sextánda degi og það er óhætt að segja að kappinn hafi fagnað því vel. DeChambeau hefur oft slegið frábær högg á glæsilegum ferli en líklega aldrei fagnað eins mikið og þarna. DeChambeau er með golfholu út í garði fyrir aftan stórt einbýlishús sitt. Húsið er hið veglegasta og á tveimur hæðum. DeChambeau stillti upp fyrir framan húsið og sá því ekki holuna þegar hann sló. Hann ákvað að reyna á hverjum degi þar til að hann færi í holu höggi en höggafjöldinn myndi aukast um eitt högg á hverjum degi. Þannig á fyrsta degi fengi hann eitt högg, fjögur högg á fjórða degi og tíu högg á þeim tíunda. Oft munaði mjög litlu að hann hitti í holuna en loksins á sextánda degi gekk þetta upp. Það má sjá höggin hans á sextánda degi hér fyrir neðan og þar á meðal höggið sem fór rétta leið. DeChambeau er 31 árs gamall og er eins og er tíundi á heimslistanum í golfi. Hann hefur unnið tvö risamót á ferlinum þar á meðal Opna bandaríska meistaramótið í ár. Hann hefur líka komist í fréttirnar fyrir mikinn stuðning sinn við Donald Trump. View this post on Instagram A post shared by Bryson DeChambeau (@brysondechambeau)
Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira