Innherji

Vill að Orku­veitan kanni leiðir til að endur­skil­greina Hengilinn í nýtingar­flokk

Hörður Ægisson skrifar
Nesjavallavirkjun, staðsett norðan við Hengilinn, getur framleitt allt að 300 megavött í varmaorku.
Nesjavallavirkjun, staðsett norðan við Hengilinn, getur framleitt allt að 300 megavött í varmaorku.

Stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur hefur farið fram á að gert verði lögfræðiálit í því skyni að kanna hvað leiðir séu í boði til að endurskilgreina Hengilsvæðið í nýtingarflokk, eins og meðal annars Bitru sem nú er í verndarflokki, og segir að hundruð megavatta liggi þar núna „ónýtt í jörðu.“ Þá hefur stjórn Orkuveitunnar samþykkt að framlengja sjö milljarða skammtímalánasamning við dótturfélagið Carbfix til ársloka 2025 en einkaviðræður standa nú yfir við fjárfesti um að koma að verkefninu og leggja því til fjármagn.


Tengdar fréttir

Framkvæmda­stjóri ON: Aukin raf­orku­fram­leiðsla ekki á teikni­borðinu

Orka náttúrunnar (ON) hefur ekki í hyggju að byggja upp nýjar jarðvarmavirkjanir eða auka raforkuframleiðslu sína. Fjárfestingar í virkjunum ON munu fyrst og fremst miða að því að viðhalda núverandi orkuframleiðslu. Þetta segir Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

Gagn­rýnir metarð­greiðslu og segir OR þurfa á „öllu fjár­magni“ að halda

Stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur gagnrýnir þá ákvörðun að greiða út nánast allan hagnað síðasta árs í arð til eigenda og segir hana ekki réttlætanlega með hliðsjón af afkomu fyrirtækisins, fjármögnunarkjörum þess á mörkuðum og stöðu orkumála almennt. Áform um hlutafjáraukningu með aðkomu nýrra fjárfesta að tveimur dótturfélögum OR hafa tafist nokkuð og hefur stjórnin af þeim sökum meðal annars hækkað brúarlán til Carbfix um meira en fjóra milljarða.

Reikna með tæp­lega þrjátíu milljarða minni fjár­festingu í Car­b­fix

Fjárfesting í kolefnisförgunarfyrirtækinu Carbfix verður tæplega þrjátíu milljörðum krónum lægri en áður var reiknað með samkvæmt nýrri fjárhagsspá Orkuveitunnar. Förgunarmiðstöð í Hafnarfirði verður nær alfarið fjármögnuð með nýju hlutafé en viðræður við erlendan fjárfesti eru sagðar ganga vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×