Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2024 08:49 Andfætlingar hafa samþykkt fyrsta bannið við samfélagsmiðlanotkun barna í heiminum. Vísir/Getty Áströlsk börn yngri en sextán ára mega brátt ekki nota samfélagsmiðla eftir að umdeilt frumvarp ríkisstjórnar landsins varð að lögum í gær. Bannið nýtur almenns stuðnings en samfélagsmiðlafyrirtæki og nokkur samtök sem berjast fyrir réttindum barna eru á móti. Lögin banna samfélagsmiðlum eins og Facebook og Tiktok að leyfa börnum yngri en sextán ára að skrá sig inn á þá að viðlögðum sektum. Bannið tekur gildi eftir ár en fram að því er ætlunin að afla reynslu í að framfylgja því, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Aðrar þjóðir, eins og Frakkar og Bandaríkjamenn, hafa sett lög sem takmarka aðgang barna að samfélagsmiðlum án samþykkis foreldra en engin önnur þjóð hefur gengið eins langt og andfætlingar okkar til þessa. Rök ríkisstjórnar Anthony Albanese, forsætisráðherra, fyrir banninu voru meðal annars að óhófleg samfélagsmiðlanotkun væri ógn við líkamlega og andlega heilsu barna og ungmenna. Sérstaklega væru stúlkur í hættu vegna skaðlegra staðalmynda af líkama kvenna sem birtast á samfélagsmiðlum og drengjum stafaði ógn af efni sem æli á kvenhatri og væri beint að þeim. Við meðferð málsins í þinginu heyrðu þingmenn meðal annars frá foreldrum barna sem höfðu valdið sjálfum sér skaða eftir að hafa orðið fyrir neteinelti. Bannið naut stuðnings um 77 prósent svarenda í síðustu skoðanakönnunum um málið og fjölmiðlaveldi Ruperts Murdoch studdi það sömuleiðis. Telja bannið takmarka þátttöku ungs fólks í samfélaginu Sum samtök ungmenna og fræðimenn hafa varað við því að bannið gæti einangrað viðkvæma einstaklinga, þar á meðal hinsegin unglinga og innflytjendur. Mannréttindaráð landsins benti á að bannið gæti brotið á réttindum ungs fólks með því að takmarka þátttöku þess í samfélaginu. Þá segja samfélagsmiðlafyrirtækin að bannið eigi eftir að ýta unglingum út á myrkan jaðar internetsins. „Ég held að ég muni áfram nota þá, komist bara inn á laun,“ segir Emma Wakefield, sem er ellefu ára, við Reuters um bannið. Samfélagsmiðlar Ástralía Börn og uppeldi Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Lögin banna samfélagsmiðlum eins og Facebook og Tiktok að leyfa börnum yngri en sextán ára að skrá sig inn á þá að viðlögðum sektum. Bannið tekur gildi eftir ár en fram að því er ætlunin að afla reynslu í að framfylgja því, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Aðrar þjóðir, eins og Frakkar og Bandaríkjamenn, hafa sett lög sem takmarka aðgang barna að samfélagsmiðlum án samþykkis foreldra en engin önnur þjóð hefur gengið eins langt og andfætlingar okkar til þessa. Rök ríkisstjórnar Anthony Albanese, forsætisráðherra, fyrir banninu voru meðal annars að óhófleg samfélagsmiðlanotkun væri ógn við líkamlega og andlega heilsu barna og ungmenna. Sérstaklega væru stúlkur í hættu vegna skaðlegra staðalmynda af líkama kvenna sem birtast á samfélagsmiðlum og drengjum stafaði ógn af efni sem æli á kvenhatri og væri beint að þeim. Við meðferð málsins í þinginu heyrðu þingmenn meðal annars frá foreldrum barna sem höfðu valdið sjálfum sér skaða eftir að hafa orðið fyrir neteinelti. Bannið naut stuðnings um 77 prósent svarenda í síðustu skoðanakönnunum um málið og fjölmiðlaveldi Ruperts Murdoch studdi það sömuleiðis. Telja bannið takmarka þátttöku ungs fólks í samfélaginu Sum samtök ungmenna og fræðimenn hafa varað við því að bannið gæti einangrað viðkvæma einstaklinga, þar á meðal hinsegin unglinga og innflytjendur. Mannréttindaráð landsins benti á að bannið gæti brotið á réttindum ungs fólks með því að takmarka þátttöku þess í samfélaginu. Þá segja samfélagsmiðlafyrirtækin að bannið eigi eftir að ýta unglingum út á myrkan jaðar internetsins. „Ég held að ég muni áfram nota þá, komist bara inn á laun,“ segir Emma Wakefield, sem er ellefu ára, við Reuters um bannið.
Samfélagsmiðlar Ástralía Börn og uppeldi Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira