Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. nóvember 2024 23:15 Oscar Piasstri og Lando Norris komu fyrstir í mark í sprettkeppni katarska kappakstursins í dag. Mark Thompson/Getty Images Oscar Piastri fagnaði sigri í sprettkeppni katarska kappakstursins í Formúlu 1 í dag. Það var hins vegar liðsfélagi hans hjá McLaren, Lando Norris, sem leiddi frá upphafi til enda. Nánast. Norris hóf sprettkeppnina á ráspól og hélt George Russell á Mercedes fyrir aftan sig í upphafi keppninnar. Oscar Piastri ræsti þriðji og náði fljótlega að koma sér fram úr Russell. Piastri hafi mikið fyrir því að halda sér fyrir framan Russell alla keppnina og fékk góða hjálp frá liðsfélaga sínum Norris, sem var fremstur. Á lokametrum keppninnar hægði Norris svo á sér og hleypti Piastri fram úr sér og gaf honum þar með sigurinn. Með þessu var Norris að launa Piastri greiðann, en Piastri hafði hleypt Norris fram úr sér í brasilíska kappakstrinum fyrr í þessum mánuði. Þá átti Norris enn möguleika á að stela heimsmeistaratitlinum af Max Verstappen, en þar sem sá möguleiki var farinn gat Norris gefið Piastri sigurinn í sprettkeppni dagsins. Teamwork really does make the dream work ✨#F1Sprint #QatarGP @McLarenF1 pic.twitter.com/V6BLMe2CDJ— Formula 1 (@F1) November 30, 2024 Í kvöld fór svo tímatakan fyrir kappaksturinn á morgun fram. Nýkrýndi fjórfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen átti besta tímann í síðasta hluta tímatökunnar og mun ræsa á ráspól í fyrsta skipti síðan í júní. George Russell á Marcedes ræsir annar og McLaren-mennirnir Norris og Piastri koma þar á eftir. Akstursíþróttir Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Sjá meira
Norris hóf sprettkeppnina á ráspól og hélt George Russell á Mercedes fyrir aftan sig í upphafi keppninnar. Oscar Piastri ræsti þriðji og náði fljótlega að koma sér fram úr Russell. Piastri hafi mikið fyrir því að halda sér fyrir framan Russell alla keppnina og fékk góða hjálp frá liðsfélaga sínum Norris, sem var fremstur. Á lokametrum keppninnar hægði Norris svo á sér og hleypti Piastri fram úr sér og gaf honum þar með sigurinn. Með þessu var Norris að launa Piastri greiðann, en Piastri hafði hleypt Norris fram úr sér í brasilíska kappakstrinum fyrr í þessum mánuði. Þá átti Norris enn möguleika á að stela heimsmeistaratitlinum af Max Verstappen, en þar sem sá möguleiki var farinn gat Norris gefið Piastri sigurinn í sprettkeppni dagsins. Teamwork really does make the dream work ✨#F1Sprint #QatarGP @McLarenF1 pic.twitter.com/V6BLMe2CDJ— Formula 1 (@F1) November 30, 2024 Í kvöld fór svo tímatakan fyrir kappaksturinn á morgun fram. Nýkrýndi fjórfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen átti besta tímann í síðasta hluta tímatökunnar og mun ræsa á ráspól í fyrsta skipti síðan í júní. George Russell á Marcedes ræsir annar og McLaren-mennirnir Norris og Piastri koma þar á eftir.
Akstursíþróttir Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Sjá meira