Innlent

Gríðar­lega mikið fylgi sem dettur niður dautt

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
VG þurrkast út af þingi samkvæmt nýjustu tölum.
VG þurrkast út af þingi samkvæmt nýjustu tölum. vísir

Samfylkingin bætir við sig tíu prósentum í Reykjavík suður, samkvæmt fyrstu tölum og mælist með rúmlega 23 prósent í kjördæminu. Sjálfstæðisflokkur tapar fylgi og mælist aðeins með tvo menn inni. Framsókn missir sína þingmenn í kjördæminu og mælist með 4,7 prósent. 

21.949 atkvæði hafa verið talin í kjördæminu af þeim 47.503 sem eru á kjörskrá. 

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 18,8 prósent, samanborið við 22,8 prósent í síðustu kosningum. 

Viðreisn er þriðji stærsti flokkurinn með rúmlega 17 prósent. Miðflokkurinn rúmlega tvöfaldar fylgið og mælist með 10 prósent. Flokkur fólksins bætir við sig eins og annars staðar og mælist með 13,1 prósent. 

Framsókn og VG fá töluvert verri útreið en Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn mælist með 4,7 og VG 3 prósent. Sósíalistaflokkur fær 5,4 prósent í kjördæminu, en hefur sem stendur ekki nægilega mikið fylgi á landsvísu til að ná inn manni. Píratar fá 3,7 prósent og missa sína tvo þingmenn. 

Samkvæmt þessum tölum eru þingmenn í Reykjavík suður eftirfarandi: 

  • Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn
  • Jón Gnarr, Viðreisn
  • Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Sjálfstæðisflokki
  • Hildur Sverrisdóttir, Sjálfstæðisflokki
  • Inga Sæland, Flokkur fólksins
  • Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, Flokki fólksins
  • Snorri Másson, Miðflokkur
  • Þorsteinn Sæmundsson, Miðflokkur
  • Jóhann Páll Jóhannsson, Samfylkingin
  • Ragna Sigurðardóttir, Samfylkingin
  • Kristján Þórður Snæbjarnarson, Samfylkingin



Fleiri fréttir

Sjá meira


×