Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. desember 2024 08:02 Michael Schumacher varð sjö sinnum heimsmeistari í Formúlu 1. getty/Marcus Brandt Markus Fritsche, fyrrverandi lífvörður Michaels Schumacher, og tveir aðrir eru til rannsóknar hjá þýsku lögreglunni vegna gruns um að hafa ætlað að hafa af honum fé. Fritsche vann fyrir Schumacher-fjölskylduna í átta ár og hafði aðgang að mjög viðkvæmum upplýsingum um ástand ökuþórsins fyrrverandi. Schumacher hefur ekki sést opinberlega síðan hann varð fyrir heilaskaða í skíðaslysi í ölpunum fyrir ellefu árum. Fritsche var leystur undan störfum hjá Schumacher-fjölskyldunni fyrr á þessu ári eftir að brestir komu í samband hans við hana. Fritsche var ekki sáttur við þær málalyktir og lagði því á ráðin með að kúga fé út úr Schumacher-fjölskyldunni til að hefna sín. Talið er að Fritsche hafi stolið 1.500 skrám af heimili Schumachers. Hann á að hafa komið þeim fyrir á tveimur usb-kubbum og tveimur hörðum diskum dagana áður en hann var rekinn. Um var að ræða myndir, myndbönd, lyfja- og sjúkraskrár Schumachers. Til að aðstoða sig við fjárkúgunina fékk Fritsche til liðs við sig vin sinn, Yilmaz Tozturkan og son hans, Daniel Lins. Sonurinn setti sig í samband við Schumacher-fjölskylduna og talið er að hann hafi sent þeim nokkrar skrár til sönunnar um að þeir hefðu gögnin undir höndum. Þremenningarnir eru sakaðir um að hafa krafist tólf milljóna punda frá Corinnu, eiginkonu Schumachers, gegn því að skila skránum. Þeir hótuðu annars að birta skrárnar á djúpvefnum. Fritsche, sem hóf að vinna fyrir Schumacher-fjölskylduna fjórum mánuðum fyrir skíðaslysið örlagaríka, var handtekinn á heimili sínu í byrjun júlí. Í kjölfarið voru feðgarnir handteknir. Tozturkan er enn í haldi lögreglu en Fritsche og Lins var sleppt gegn tryggingu. Akstursíþróttir Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fritsche vann fyrir Schumacher-fjölskylduna í átta ár og hafði aðgang að mjög viðkvæmum upplýsingum um ástand ökuþórsins fyrrverandi. Schumacher hefur ekki sést opinberlega síðan hann varð fyrir heilaskaða í skíðaslysi í ölpunum fyrir ellefu árum. Fritsche var leystur undan störfum hjá Schumacher-fjölskyldunni fyrr á þessu ári eftir að brestir komu í samband hans við hana. Fritsche var ekki sáttur við þær málalyktir og lagði því á ráðin með að kúga fé út úr Schumacher-fjölskyldunni til að hefna sín. Talið er að Fritsche hafi stolið 1.500 skrám af heimili Schumachers. Hann á að hafa komið þeim fyrir á tveimur usb-kubbum og tveimur hörðum diskum dagana áður en hann var rekinn. Um var að ræða myndir, myndbönd, lyfja- og sjúkraskrár Schumachers. Til að aðstoða sig við fjárkúgunina fékk Fritsche til liðs við sig vin sinn, Yilmaz Tozturkan og son hans, Daniel Lins. Sonurinn setti sig í samband við Schumacher-fjölskylduna og talið er að hann hafi sent þeim nokkrar skrár til sönunnar um að þeir hefðu gögnin undir höndum. Þremenningarnir eru sakaðir um að hafa krafist tólf milljóna punda frá Corinnu, eiginkonu Schumachers, gegn því að skila skránum. Þeir hótuðu annars að birta skrárnar á djúpvefnum. Fritsche, sem hóf að vinna fyrir Schumacher-fjölskylduna fjórum mánuðum fyrir skíðaslysið örlagaríka, var handtekinn á heimili sínu í byrjun júlí. Í kjölfarið voru feðgarnir handteknir. Tozturkan er enn í haldi lögreglu en Fritsche og Lins var sleppt gegn tryggingu.
Akstursíþróttir Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira