Stemningskonurnar og pólítíkusarnir Alma Möller, Samfylkingunni, og Inga Sæland, Flokki fólksins, voru í rosalegu stuði á kosningavöku á laugardag!SAMSETT
Reykjavíkurborg iðaði af tilhlökkun, kvíða, eftirvæntingu, gleði og öllum tilfinningaskalanum á kosningavökunni síðastliðið laugardagskvöld. Ljósmyndarar Vísis kíktu í nokkur kosningapartý og náðu ósvikinni stemningu á filmu.
Alma Möller, landlæknir og verðandi þingkona, var stórglæsileg í Kolaportinu á kosningavöku Samfylkingarinnar. Hún var í skýjunum með velgengni flokksins og náðust ótrúleg augnablik af henni fagna ákaft.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er sömuleiðis ósvikin stemningskona og var að sjálfsögðu í sjöunda himni yfir kosningunum.
Hér má sjá vel valdar myndir frá nokkrum kosningateitum:
Ósvikin gleði. Alma Möller, Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og Jóhann Páll Jóhannsson.Vísir/Anton BrinkGuðlaugur Þór lagar bindi Bjarna í kosningapartýi Sjálfstæðisflokksins.Vísir/VilhelmÞað var stappað á kosningavöku Viðreisnar í Gyllta salnum á Hótel Borg.Anton Brink/VísirSkvísur á kosningavöku Viðreisnar.Vísir/Anton BrinkKosningavaka Framsóknaflokksins var haldin á staðnum Oche í Kringlunni. Einar Bárðason fylgdist einbeittur með tölum kvöldsins.Vísir/Anton BrinkGleðin var við völd í kosningavöku Flokks Fólksins.Vísir/VilhelmMagnea Gná Jóhannsdóttir, Framsókn, fremst til hægri rokkaði græna litinn á kosningavöku flokksins í Kringlunni.Vísir/Anton BrinkSamfylkingin í stuði.Vísir/Anton BrinkYrsa Ósk og Saga voru í góðum gír í Sjálfstæðissalnum.Vísir/VilhelmDiljá Mist Einarsdóttir í góðum félagsskap.Vísir/VilhelmLilja D. Alfreðsdóttir brosti í gegnum krefjandi kosningakvöld.Vísir/Anton BrinkInga Sæland brosti sínu allra breiðasta.Vísir/VilhelmFramsóknarskvísur í grænu.Vísir/Anton BrinkAlma Möller í geggjuðum gír ásamt Kristrúnu Frostadóttur formanni Samfylkingarinnar og Jóhanni Páli Jóhannssyni.Vísir/Anton BrinkEin í bláu og önnur skálaði í Sommersby hjá Sjálfstæðisflokknum.Vísir/VilhelmSjálfstæðisfólk rokkaði blátt.Vísir/VilhelmAlma Möller og Jónas Már Torfason í stuði!Vísir/Anton BrinkSjálfstæðismennirnir Áslaug Arna, Bjarni og Guðlaugur í gír á gamla Nasa.Vísir/VilhelmKristrún Frosta glitraði í Kolaportinu.Vísir/Anton BrinkFlokkur fólksins í MEGA stuði!Vísir/VilhelmÁslaug Arna í góðum félagsskap.Vísir/VilhelmAlma Möller og Kristrún Frosta í faðmlögum.Vísir/Anton BrinkÞessar voru í stuði á kosningavaka Viðreisnar í Gyllta salnum á Hótel Borg.Vísir/Anton BrinkEinar Þorsteinsson borgarstjóri Reykjavíkur á kosningavöku Framsóknar.Vísir/Anton BrinkViðreisnarmenn fylgjast grant með nýjustu tölum.Vísir/Anton BrinkEgill Trausti og Marteinn hjá Sjálfstæðisflokknum í partýi.Vísir/VilhelmKristrún Frostadóttir einbeitt.Vísir/Anton BrinkSamfylkingin hélt kosningavöku fyrir stuðningsfólk í Kolaportinu. Ragna Sigurðardóttir var í skýjunum og flaug inn á þing. Vísir/Anton BrinkÞorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Viðreisn, brosti breitt.Vísir/Anton BrinkGlæsilegt Samfylkingarfólk í stuði.Vísir/Anton BrinkTyggjótattú fyrir Samfó!Vísir/Anton BrinkMarinella Arnórsdóttir, Sunna Mjöll Sverrisdóttir og Valgerður Bjarnadóttir voru í gír á kosningavöku Samfylkingarinnar og studdu sína konu Rögnu Sigurðardóttur.Vísir/Anton Brink